SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 23
29. nóvember 2009 23
milljón gesta hvalkjöt á 20 árum.
„Ég sagði við konu á veitingastaðnum í sumar að
hrefnukjöt væri besta kjöt í heimi,“ segir hann. „Það væri
lyfjalaust, ekki búið að sprauta í það hormónum eða fyrir
blóðkreppusótt, í því væri engin fita og samt væri í því
mikið af omega. Þá spurði hún hvers vegna í ósköpunum
enginn hefði sagt þetta þegar Greenpeace mótmælti. Ég
svaraði: „Þeir geta ekki unnt okkur hollustunnar.“ Jap-
anir og Íslendingar verða elstir í heiminum og ég get al-
veg sagt þér af hverju: „Við borðum heilbrigðan mat.“
Hann lemur í borðið. „Hvalur og fiskur!“
„Ef efnasamsetning hrefnu er borin saman við annað
kjöt, þá er valið einfalt,“ segir Karl Þór.
„Og það er rangt að tala niður kjötið með kvikasilfri,“
segir Úlfar. „Það á bara við um tennta hvali. Langreyð,
hrefna, sandreyð og hnúfubakur eru allt skíðishvalir.“
– Og kjötið svipað í þeim öllum?
„Já, nema þessum tenntu. Búrhvalur er til að mynda
alfriðaður, en það finnst aðeins fólk í einu héraði í Japan
sem getur melt kjötið úr honum – það er svo feitt. Þess
vegna var hann iðulega tekinn í bræðslu. Þannig voru
ljósin tendruð í London og París. Í búrhvalnum er líka líf-
færið umbra, fitukirtill sem er frá 20 upp í 120 kíló. Það
var notað í ilmvatnsgerð, því lyktin er svo megn.“
Þolinmæði
Það tekur rúman klukkutíma að sigla út fyrir vernd-
arsvæðið fyrir hvalaskoðunina í Faxaflóanum. „Hvar er
haugurinn?“ spyr Karl Þór í þungum þönkum. „Ætli þeir
séu allir á hvalaskoðunarsvæðunum í dag?“
– Hefurðu lent í honum kröppum?
„Nei, nei. Þetta er allt saman eftir bókinni.“
„Hrefna er aðeins veidd í blíðu og ekki er hún með
tennur til að bíta með,“ skýtur Úlfar inn í.
„Nei, þetta gengur allt saman hægt og hljótt fyrir sig,“
segir Karl Þór. „Þannig verður það að vera, því þetta
krefst þolinmæði. Það þýðir ekki að vera með læti og
djöfulgang í þessum veiðiskap.“
– Og það kemur fyrir að þið fáið ekki neitt?
„Já, já. Það hefur ekki skeð í sumar, en ef svo fer fram
sem horfir, þá er þetta fyrsti búmtúrinn. Í nótinni var það
kallað búma þegar maður hitti ekki á torfuna. En sjáum
til; hann er ekki liðinn dagurinn.“
„Við höfum séð dýrin, það vantar ekki,“ segir Úlfar.
Og það er hverju orði sannara, það má sjá bakið á
hrefnunni lyftast makindalega úr sjónum, stundum
stekkur hún og skellur á vatnsborðinu, svo blæs hún líka.
„Eins og við sjáum er hún á dreif um allt, en svo allt í
einu sogast hún að ætinu og heldur sig þar,“ segir Karl
Þór. „Ef við finnum æti, þá er nóg af hrefnu. Ég veit það
eru hrefnur einum og hálfum tíma utar, þar er síld og
makríll, en það er ekki veður til að fara þangað.“
Matur!
Það berst ilmur af plokkfiski úr eldhúsinu. „Það er regla
hér að um leið og kallað er matur, þá er skotið,“ segir
Karl vongóður. Og viti menn, um leið og Stefán setur
plokkfiskinn á borðið, þá er kallað úr mastrinu. Gunn-
laugur er á hrefnubyssunni, Þorsteinn kokkur í mastrinu
og Karl Þór stímir á eftir hrefnunni. Í raun er þetta ekki
ólíkt laxveiði, ekki aðeins að farið sé á milli veiðisvæða,
heldur einnig biðin þegar skipið er látið reka, skipverjar
halda í sér andanum og þess er beðið að hrefnan sýni sig.
Og nokkrum sinnum kemur bakið á hrefnunni upp úr
kafinu rétt framan við bátinn, einu sinni kemur hún upp
úr rétt við stefnið og syndir næstum utan í hliðina á skip-
inu, en aldrei gefst nægilegt svigrúm til að láta skotið ríða
af. Því um leið og hún verður skipsins vör, þá stingur hún
sér til botns. Þannig gerist það trekk í trekk. Uns allt
dettur í dúnalogn. Ekkert sést til hrefnu. En sjórinn er
orðinn þeim mun úfnari. Þeir kallað það kaldaskít. Nær
vonlausar aðstæður til veiða.
En þeir reyna samt. Það ískrar í tækjunum og brakar í
skipinu. Skipstjórinn er hálfur út um gluggann á útkíkki,
oft með síma í eyranu eða sígarettu í kjaftinum. Á veggn-
um hangir neyðaráætlun merkt Jóhönnu. „Hinni Jó-
hönnu er ekki vel við okkur,“ segir hann. Menn eru farn-
ir að vandræðast á þilfarinu, því ekkert er að gera. Engin
hrefna. „Hún á vera hérna einhvers staðar, en ég veit
bara ekkert hvar,“ segir Karl í símann. Farið er að líða á
daginn og skipverjar meðvitaðir um að það rökkvar upp
úr kvöldmat. „Djöfulsins helvíti,“ tautar Karl Þór
skyndilega. „Nú þarf að grípa til róttækra aðgerða.“
Hann tekur stímið lengra frá landi.
Fiskifælan
Það eru plaköt með nekt í eldhúsinu. Óþarfi að nefna það.
Þetta er karlavinnustaður. Söltuð hrefna á borðum. Það
er eina hrefnan um borð á siglingunni í land; hrefnan,
sem kokkurinn tók með sér að heiman. Einn hefur á orði
að henda fiskifælunni fyrir borð. En skipstjórinn þykist
ekki geta gert upp við sig hvort fiskifælan sé blaðamað-
urinn eða feðgarnir af Þremur frökkum – mennirnir sem
hafa unnið til verðlauna í sjóstangaveiði. Og blaðamaður
er þakklátur fyrir að þurfa ekki að synda í land. Þegar
heim kemur spyr fjögurra ára sonur hans glaðlega: „Ertu
búinn að veiða hvalinn?“
– Nei.
„Gleymdirðu veiðistöng?“