SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 34
34 29. nóvember 2009 H ann hafði margsinnis ekið fram hjá fjallinu, ennþá oftar flogið yfir það og ávallt hugsað með sér: „Á þessum tindi ætla ég einhvern tíma að standa!“ Einn góðan veðurdag varð draumurinn að veruleika. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að vera þegar ég var kominn þarna upp. Tilfinningin var dásamleg. Fyrsta hugsunin var að hringja í pabba. Sam- bandið var gott og röddin skalf af stolti þegar ég kastaði á hann kveðju: Pabbi, veistu hvar ég er staddur?“ Hann hlær að minningunni og við- urkennir að á þessu augnabliki hafi sér liðið eins og hann væri aftur orðinn ell- efu ára. „En er nokkuð að því?“ Aldeilis ekki. Karl Gústaf Gústafsson sigraðist á Herðubreið ásamt 38 öðrum félögum í gönguklúbbnum Toppförum í ágúst síð- astliðnum. Hann hefur kynnst landinu vel í gegnum starf sitt sem flugmaður en sjaldnar lagt það undir fót. „Satt best að segja átti ég aldrei von á því að skrá mig í gönguklúbb. Fannst það eitthvað svo kerlingalegt,“ segir hann og hlær dátt. „Síðan lenti ég í veikindum í fyrravetur og varð töluvert dapur í kjölfarið. Þá fór félagi minn að tala um að ég þyrfti endi- lega að drífa mig í gönguklúbb. Það væri svo hressandi fyrir sálartetrið. Mér leist mátulega vel á það í upphafi en lét á endanum til leiðast.“ Þverskurður af samfélaginu Karl gekk fyrst í Ferðafélagið Útivist en sá klúbbur var of stór fyrir hans smekk. „Á þessum tímapunkti þurfti ég á smærri klúbbi að halda. Meiri nánd. Toppfarar var því upplagður fé- lagsskapur fyrir mig.“ Hann segir klúbbinn hafa breytt lífi sínu. „Þetta er allt í senn, útivist, hreyf- ing og félagsskapur. Það er feikilega gott fólk í Toppförum, þverskurður af sam- félaginu. Eins og við vitum öll eru erfiðir tímar, mikil þjáning, og fyrir vikið aldr- ei mikilvægara að krydda tilveruna. Við þurfum líka á samhygð og samheldni að halda og það er aldrei misklíð í þessum hópi. Dragist einhver aftur úr er bara beðið eftir honum. Mottóið er einfalt: Það kostar ekkert að brosa og hlæja!“ Um fjörutíu manns voru í klúbbnum þegar Karl gekk til liðs við hann í vor en núna er fjöldinn kominn upp í eitt hundrað. „Það varð sprenging eftir Herðubreiðarferðina enda var hún ákaf- lega vel heppnuð. Það hefur greinilega spurst hratt út.“ Hann fullyrðir að þetta sé ein skemmtilegasta ferð sem hann hafi farið í um dagana. „Við gistum inn í Dreka og stemningin í hópnum var í einu orði sagt frábær. Við fengum Sæma landvörð til liðs við okkur en hann þekkir Herðubreið eins og lófann á sér. Sæmi er frábær náungi og lóðsaði okkur góðfúslega upp á topp. Það er talsvert grjóthrun þar, þannig það getur komið sér vel að vanur maður fari fyrir hópn- um.“ Goretex og græjur Spurður hvort fólk þurfi ekki að vera í góðu formi til að ganga á fjöll segir Karl það æskilegt en ekki nauðsynlegt. „Það er fínt að ganga og synda til að búa sig undir fjallgöngur. Annars skiptir viljinn mestu máli. Sé hann fyrir hendi kemur hitt af sjálfu sér,“ segir Karl og bætir kankvís við að það sé þjóðsaga að mikið þurfi af goretex og græjum. „Heilbrigð dómgreind er aðalatriðið. Fólk verður bara að prófa sig áfram og finna hvað hentar því.“ Toppfarar hittast öll þriðjudagskvöld og ganga saman og einu sinni í mánuði er farið í lengri ferð, allt frá einum upp í fjóra sólarhringa. Yfirbygging er engin en hópurinn kemur reglulega saman í sölum og heimahúsum til skrafs og ráðagerða. Framundan er ferð á Bláfjallasvæðið Karl Gústaf Gústafsson flugmaður og fjallagarpur hefur gengið ófáa km síðustu mánuði. Fólk þekkir Kringluna en ekki fjöllin Eftir að hafa svifið yfir landinu um árabil ákvað Karl Gústaf Gústafsson loksins að leggja það undir fót. Hann skráði sig í gönguklúbbinn Toppfara og sér ekki eftir því. „Þetta er allt í senn, útivist, hreyfing og félagsskapur.“ Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Móttóið er einfalt: Það kostar ekkert að brosa og hlæja! „Besta mynd um þenn- an ógnartíma er The Killing Fields og þar gerast margar senur á Hotel Phnom Penh, en það var gamla Ra- ilway-hótelið sem var settið í myndinni...“ É g læt mig dreyma um hinn fullkomna morgun í Hua Hin. Þetta er okkar heimabær sem ég er að keppast við að kortleggja. Ég er haldinn forvitni sveita- mannsins og skráningarþörf minnar þjóðar. Mér finnst ég þurfa að ná utan um hvern stað, hvert land, hverja þjóð. Að skilja. En minn fullkomni dagur í Hua Hin myndi að sjálfsögðu byrja snemma, hér byrjar allt snemma því þetta er árrisul þjóð. Sólin rís yfir Taílandsflóa og því er rétt að sitja á gullinni sandströndinni þegar hún rís úr hafi. Ég ímynda mér að ég sé á ströndinni utan við Sofitel-hótelið sem áður hét Railway og var reist 1932 þegar lestarteinar voru lagðir hingað suður frá Bangkok. Þá byrjaði þessi litli kyrrláti bær smokkfiskveiðimanna að byggj- Póstkort frá Hua HinViktor Sveinsson Jólafundurinn 2009 verður haldinn í Víkingasal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 3. desember kl. 18 Dagskrá: Jólahugvekja: Séra Pétur Þorsteinsson. Kvöldverður: Glæsilegt jólahlaðborð, möndlugjöf. Skemmtiatriði: Guðrún Árný leikur á píanó og syngur fyrir gesti. Happadrætti:Glæsilegir vinningar m.a frá Símanum, Nóa Síríus, Kynnisferðum og Farfuglum, Innnes, Kaffitár, Föndurhópi Kvennadeildar og margt fleira. Sigurður Jónsson leikur á píanó undir borðhaldi. Tilkynnið þátttöku í síma 545 0405 eða 545 0400 í síðasta lagi tveim dögum fyrir jólagleðina. Verð kr. 4.500. Félagsmálanefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.