SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 41
29. nóvember 2009 41 Síðast talaði ég um að raða niður á dagana það sem þið ætlið að gera fram að jólum en nú tölum við um skipulag í bakstri. Ákveðið hvað þið ætl- ið að baka og farið yfir hvað þið eigið í skápum af bakstursefni. Til dæmis eiga möndlur og kókósmjöl það til að þrána og þá er ekki annað að gera enn að henda því. Möndlur og kókósmjöl eru mjög feitar vörur, sem best er að geyma í frosti. Athugið að nota ekki brauðhveiti við bakstur á smákökum. Margrét Dórothea Sigfúsdótt- ir, skólastjóri Hússtjórn- arskólans. Húsráð Margrétar Bakstur fyrir jólin sett í þetta samhengi og áréttar: „Lítið miðað við Indland.“ Þegar indverskan mat ber á góma hugsar maður ósjálfrátt um karrí og önn- ur krydd. Spurður hvort hann sé ekki of sterkur fyrir mörlandann hristir Panday ákveðinn höfuðið. „Alls ekki, gestum er í sjálfsvald sett hve kryddaðan þeir vilja hafa matinn. Matseðillinn er mjög leið- beinandi í þeim efnum.“ Hann leggur áherslu á persónulega þjónustu og blandar gjarnan geði við gesti. „Ég vil kynnast hverjum og einum gesti persónulega. Eldhús er alveg eins þeirra staður og minn. Ég vil endilega fá viðbrögð, ekki bara jákvæð heldur líka neikvæð, þannig ég geti gert góðan mat- seðil ennþá betri. Það er misjafnt hvað fólki líkar og lykilatriði að prófa sig áfram í sameiningu. Líki þér ekki eitthvað sem ég ber á borð fyrir þig, tek ég mið að því þegar þú kemur næst. Ef þú þá kemur aft- ur,“ segir Panday og hlær. Í hans huga er það persónuleg athöfn að fara út að borða og í Eldhúsi leggja menn sig í framkróka um að gera málsverðinn eftirminnilegan. „Um leið og ég vil muna eftir gestunum vil ég að þeir muni eftir mér. Í gærkvöldi komu hingað ung hjón til að halda upp á brúðkaupsafmælið sitt. Þegar þau voru að fara lét ég óvænt senda þeim súkkulaðiköku í boði hússins. Þakklætið streymdi frá þeim á eftir. Það eru stundir sem þessar sem gefa mér mest. Það er ekkert skemmtilegra en að gleðja fólk.“ Spurður hvort hann sé metnaðarfullur að upplagi kinkar Panday kolli. „Ég legg hjarta og sál í allt sem ég geri. Hverja ein- ustu máltíð elda ég eins og ég sé að elda fyrir mína nánustu.“ Bjó lengi í Englandi Áður en Panday kom hingað bjó hann um langt árabil í Englandi. „Þegar ég var ungur ákvað pabbi minn að senda mig þangað til náms. Ég botnaði ekkert í þeirri ákvörðun á sínum tíma, stórfjölskyldan var öll heima í Nepal en ég látinn hírast einn í Englandi. Fljótlega áttaði ég mig hins vegar á því að hann bar hag minn fyrir brjósti. Í Nepal lifa foreldrar fyrir börn sín og hann vildi gefa mér tækifæri til að ná árangri í lífinu.“ Panday áttaði sig fljótlega á því að mat- reiðsla lá vel fyrir honum. Eftir að hafa lært undirstöðuatriðin í Englandi sneri hann heim til Nepals og leitaði í smiðju til helstu meistara sem hann þekkti. Móðir hans var þar fremst meðal jafningja. „Ég hef hvergi á jarðríki fengið betri mat en hjá mömmu og hef ég þó víða komið. Ég sé ekki eftir að hafa fengið ráð hjá henni. Galdurinn við nepalskan mat er finna jafnvægi í kryddinu. Noti maður of mikið af því eyðileggur maður matinn en noti maður of lítið krydd verður hann bragð- laus. Finna þarf hinn gullna meðalveg.“ Hann sneri aftur til Englands með óteljandi uppskriftir í farteskinu og starf- aði þar við góðan orðstír sem mat- reiðslumaður í 26 ár. Fjölskylda Pandays er ennþá í Englandi, eiginkonan, þrjú börn og þrjú barnabörn. „Önnur dóttir mín á von á sér í janúar og fyrir vikið gat konan mín ekki komið með mér hingað. Hún þarf að hjálpa til með barnabörnin. Þannig gengur lífið fyrir sig hjá okkur Ne- pölum. Þau heimsækja mig eins oft og þau geta.“ Eldhús er alþjóðlegt samfélag. Aðstoðarkokkurinn er Indverji og í þjónaliðinu eru Frakki og Tékki. „Þetta er mjög samstilltur og góður hópur. Ekki veitir af enda lít ég á hvern einasta starfs- mann sem máttarstólpa. Veitingastaður er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.“ Flóttamaður í eldhúsinu Panday hefur auglýst mánuðum saman eftir matreiðslumanni með bakgrunn í nepalskri eða indverskri matargerð en engin svör fengið. Aðstoðarkokkurinn kom til hans fyrir atbeina Rauða krossins. „Hann er flóttamaður sem vantaði vinnu og ég ákvað að gefa honum tækifæri. Hann kunni ekkert fyrir sér í matargerð þegar hann kom fyrst en ég sá strax að hann er duglegur og lærdómsfús. Þetta hefur gengið vonum framar.“ Samt er aðstoðarkokkurinn ekki kom- inn á það getustig að hægt sé að skilja hann einan eftir í eldhúsinu. „Þess vegna hef ég verið hérna sjö daga vikunnar frá því staðurinn opnaði og mun ekki una mér hvíldar fyrr en mín verður ekki saknað,“ segir Panday kíminn. Hann veit ekki hvað býður aðstoðar- kokksins en vonar að hann hafi fundið fjölina sína í lífinu. „Kannski verður hann betri matreiðslumaður en ég og hefur af mér vinnuna,“ segir hann og brosir. Panday aðhyllist bæði búddisma og hindúisma og hefur fyrir vikið ekkert við slíkar vendingar að athuga. „Verði það sem verða vill.“ Enda þótt Panday hafi ekki búið í Nepal lengi leitar hugurinn stöðugt heim. Um þessar mundir styrkir hann tíu ungmenni til náms. „Þetta eru ekki háar upphæðir á vestrænan mælikvarða en fúlgur fjár í Nepal. Það er gaman að geta orðið að liði. Ég er skuldbundinn fósturjörðinni,“ segir Panday en fjölskylda hans á einnig land þar eystra sem hún hefur íhugað að láta heimilislausum í té. Spurður hvort hann eigi einhvern tíma eftir að snúa heim svarar Panday: „Það finnst mér ólíklegt. Hvar á maður svo sem heima? Núna á ég heima á Íslandi og gæti vel hugsað mér að bera beinin hérna.“ Deepak Panday í eldhúsinu á Eldhúsinu. Hann starfaði um 26 ára skeið í Englandi. Morgunblaðið/Kristinn Djúpsteiktir sveppir með fersku grænmeti. Í takt við tímann Ungnauta R oast Beef danskt kr. kg1649 ÍMKjúkling abringur kr. kg1598 50%afsláttur ódýRtÍ Matinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.