SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 24
24 29. nóvember 2009 É g hef sjálfsagt verið sjö ára þegar ég fór fyrsta túrinn,“ segir Karl Þór Baldvinsson skipstjóri á hrefnubátnum Jóhönnu. „Ég man vel eftir því. Þá fékk ég örið þvert yfir lófann. Ég var sendur út til að ná í hníf, sem lá undir bekknum og ég greip utan um hnífsblaðið. Skurðurinn var þvert yfir lófann, býsna drjúgur. Við lág- um við bryggju og ég sagði ekkert frá þessu fyrr en þeir komu niður. Þá skildu þeir ekkert í því að lúkarinn var allur blóðugur.“ Karl var ellefu ára þegar hann fór fyrst á hvalveiðar, en það var árið 1974. „Ég hef verið allar vertíðir síðan. Fyrst var ég liðléttir, hjálpaði til við skurðinn, tók stím og svona. Þetta var á litlum báti, tveir karlar og ég.“ – Krakkarnir byrjuðu ungir að vinna í þá daga. „Ég var alveg nógu gamall, á sama aldri og aðrir sem fóru í sveit. Ég var að gera gömlu konuna vitlausa heima í landi og það var ágætt að henda mér út á sjó. Strákurinn minn er að verða nítján ára og var sína fjórðu vertíð í sumar, en er núna byrjaður í skólanum. Hann var líka á vísindaveiðum. Þetta er fjórði ættliðurinn í hálfa öld.“ – Þú hefur smám saman unnið þig upp? „Einhver verður að vera skipstjóri; það skiptir ekki máli hver það er.“ Hrefnuveiðar lögðust af árið 1985 með hvalveiðibanninu og næstu sautján árin var Karl Þór skipstjóri á bátum og togurum, en um leið og vísindaveiðar voru leyfðar á ný árið 2003, þá fór hann eftir hrefnunni. „Það sem ég saknaði mest var snertingin við náttúruna, að lesa náttúr- una, rýna í hegðun dýranna og fuglalífið, og átta sig á því hvar veiðar er von. Maður verður að hugsa eins og hrefna. Það þarf sterkar taugar og útsjónarsemi til að elta dýr í fjóra tíma. Þetta er stór og mikil bráð. Það er munur að veiða loðnu eða níu metra hrefnu!“ – Það hefur verið högg þegar hvalveiðarnar voru bannaðar? „Já, rosalegt högg. Margar fjölskyldur lifðu eingöngu á þessu; þetta var þeirra lifibrauð. Menn fóru í þrot, misstu bátana og fyrirtækin, og fóru að gera eitthvað annað, sem gekk síðan ekkert endilega upp.“ – Grunaði þig hvað væri í aðsigi? „Síðustu tvö árin voru menn farnir að átta sig á því að það yrði ekki aftur snúið, en það leit alltaf út fyrir að bannið yrði tímabundið. Þetta átti að vera tímabundið hlé til að leyfa vísindaveiðar, en svo áttuðu menn sig á því að ekki yrði staðið við það og veiðarnar yrðu engu að síður bannaðar.“ – Var átak að byrja aftur? „Bannið olli miklu tjóni á markaðnum, bæði innanlands og erlendis, sem við höfum verið að vinna upp undanfarin ár. Það þarf væntanlega markaðsátak í Japan líka, því ef vara hverfur úr hillunum í tvo áratugi, þá gengurðu ekki aftur að sama plássinu. Það hefur margt breyst. En þetta var góður atvinnuvegur á sínum tíma, afkoman góð bæði fyrir fyrirtæki og mannskap, og við þurfum bara góðan tíma til að byggja það aftur upp.“ – Hefurðu orðið var við mótmæli? „Nei, engin mótmæli í sumar. Það hefur ekki verið minnst á þetta. Sá feikilegi þrýstingur sem átti að vera til staðar erlendis var búinn til hér heima. Íslendingar eru svo spéhræddir, að ef andað er einu orði um þá erlendis, þá fá þeir fyrir hjartað. Við erum byrjuð á stórhvalaveið- um, en það heyrist ekki múkk um það. Það gaman að sjá það í Hvalfirði hvað þetta er orðið mikið fyrirtæki, hundrað manns á vöktum, vísindamenn héðan og frá Japan, og hvaðeina. Ég hugsa að það starfi yfir 200 manns við þetta. Ef einhver á að fá fálkaorðuna, þá er það Kristján Loftsson. Hvað sá maður er tilbúinn að berjast!“ – Hvað vinna margir hjá ykkur? „Hjá okkur eru stöðugildin fjórtán í veiðum og vinnslu. Svo eru af- leidd störf í kringum það, þjónusta og annað sem við kaupum. Og hin- ir hrefnubátarnir bætast við það. En stjórnvöld stöðvuðu það á sínum tíma að af stærri plönum yrði á Akranesi. Vonandi rætist úr því.“ Íslendingar eru svo spéhræddir Karl Þór Baldvinsson skimar eftir hrefnum út um stýrishúsið. Karl Þór Baldvinsson skipstjóri Arnar Þór Guðmundsson tók myndir í túr með Jóhönnu tveim vikum áður en vertíðinni lauk. Skyttan í þeirri ferð var Guð- mundur Haraldsson og Elvar Þór Karlsson mundar snærið. Þá veiddust fjórar hrefnur. Alls voru hrefnurnar sem Jóhanna dró í land 67 talsins, en stefnt er að því að ná fleiri hrefnum næsta sum- ar. Á smærri mynd eru feðgarnir og kokkarnir Stefán og Úlfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.