SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 29
29. nóvember 2009 29 L inda Blair var að- eins 14 ára þegar hún sló í gegn sem andsetna stúlkan Regan MacNeil í Exorcist ár- ið 1973. Umboðsskrifstofa hennar hafði upphaflega litla trú á henni þar sem hún mælti með 30 skjólstæð- ingum sínum í hlutverkið og var Blair ekki í þeim hópi. Fyrir atbeina móður sinnar komst Blair hinsvegar í prufur og árið 1974 hlaut hún Golden Globe-verðlaun- in fyrir frammistöðu sína og var að auki tilnefnd til Óskarsverðlauna en tapaði fyrir annarri barnastjörnu, hinni 10 ára Tatum O’Neal. Talið var víst að Blair hlyti verðlaunin en eftir að í ljós kom að útvarpsleikkona nokkur léði hinni andsetnu Regan rödd sína og að stað- genglar og brúður hefðu verið notaðar að miklu leyti, þótti ljóst að Óskarinn yrði ekki hennar. Í kjölfarið lék hún í nokkrum afar umdeildum sjónvarpsmyndum, þar sem hún var iðulega í hlutverki misnotaðs barns, og loks framhaldi Exorcist, sem kom út 1977. Eftir það lék hún mestmegnis í litlum, sjálf- stæðum kvikmyndum en Blair sóttist aðallega eftir hlutverkum í myndum ólík- um Exorcist þar sem hún óttaðist að festast í hlutverki andsetnu stúlkunnar. Þar að auki tók hún að sér fjölda aukahlutverka í sjónvarps- þáttum en oftar en ekki tengdust þeir að einhverju leyti hryllingi eða yfirnátt- úrulegum hlutum. Farin í hundana Eins og stundum hendir barnastjörnur átti Blair erfitt með að fóta sig þegar frægð- arsólin tók að dvína. Hún leiddist út í eiturlyf, drakk áfengi ótæpilega og átti í skammvinnum og storma- sömum ástarsamböndum. Síðustu árin hefur hún hins- vegar heldur betur snúið við blaðinu. Hún gaf út bókina Going Vegan um hvernig ætti að tileinka sér líf án dýraafurða og þó hún leiki í einstaka sjónvarpsmynd snýst líf hennar að miklu leyti um samtök hennar, Linda Blair WorldHeart Fo- undation. Samtökin einbeita sér að því að bjarga og þjálfa upp hunda sem hafa verið misnotaðir og vanræktir og skildir eftir á götum Los Angeles eða í hundaskýlum víðsvegar um borgina. Það er ekki hægt að segja annað en að Linda Blair hafi fríkkað með ár- unum. Tvær aðrar leikkonur komu til greina í hlutverk Regan. Framleið- endum fannst önn- ur of þekkt og for- eldrum hinnar fannst söguþráð- urinn helst til óhugnalegur. Hvað varð um ... Leik- konuna Lindu Blair? Forréttir Nautacarpaccio með parmesan, klettasalati og sítrónu kr. 2680,- Humar á þrjá vegu: smjörsteiktur, í súpu og grillaður í skel kr. 3010,- Salat með gráðosta-terrine parmaskinku og valhnetudressingu kr. 2210,- Ofnbakaður kræklingur með kryddjurtum og hvítlauk kr. 2110,- Laxa- og lúðulög vafin í reyktan lax með sítrónusósu kr. 2710,- Parmaskinka á glóðuðu brauði með geitaostasósu kr. 2680,- Pasta Humar-ravioli með humargljáa, tómat og basil kr. 3310,- Graskers-gnocchi með salvíusmjöri og parmesan kr. 2980,- Svart spaghetti með smokkfiski, chili og hvítlauk kr. 2980,- Fiskur Saltfiskur með hvítlaukskartöflustöppu og sósu portkonunnar kr. 3580,- Sjávarrétta-burrida með kryddkremi og crostini kr. 3410,- Kjöt Kalkúnabringa með brauð- og ávaxtafyllingu og salvíusósu kr. 3690,- Lambahryggur fylltur með ferskjum, kastaníum og kóngasveppasósu kr. 3860,- Hreindýrasteikur með gruyére, parmaskinku og marsalasósu kr. 5670,- Eftirréttir Súkkulaðifrauð með mangókavíar kr. 1500,- Ofnbökuð pandoro með eggja- og vanillukremi kr. 1500,- Rabarbari með skyri og mascarpone kr. 1500,- Ítölsk jól á La Primavera La Primavera - Austurstræti 9 - Sími: 561 8555 Við erum einstaklega stolt af jólamatseðlinum okkar að þessu sinni og hlökkum til að taka á móti þér og freista þín með spennandi nýjungum í blandi við sígilda standarda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.