SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 26
26 29. nóvember 2009 og menntaskóla. Ég hafði líka mjög gaman af að mála og teikna og gerði heilmikið af því hér áður fyrr. Þegar ég yfirgef söngsviðið ætla ég að taka upp penslana aftur. Maður þarf rými og næði til þess og ég hlakka gífurlega til að taka til við það aftur. Ég ætlaði ekki að verða söngkona, það voru aðrir sem álitu að augljós hæfileiki lægi þarna. Ég ætlaði ekki að láta neinn ráðskast með mig og spyrnti á móti því. Ég vildi ráða minni framtíð sjálf. En svo fóru hlutirnir eins og þeir áttu að fara. Í kringum mig var alltaf fólk, fjölskyldan og fag- menn í tónlist, sem benti mér á hvaða skref væri skynsamlegast að taka næst. Mér var alltaf vísað á réttu brautina. Ég held að mér hafi verið ætlað það hlutverk að syngja. Það er ekki sjálfgefið að allir verði atvinnusöngvarar þótt þeir fæðist með gull- barka. Þetta er líka spurning um vilja, persónu- leika, sjálfsaga og þrá. Þetta byrjaði allt á göngunum í Leiklistarskóla Sál. Þar var ég við nám og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla voru hirðtónlist- armenn skólans. Þeir heyrðu mína raust og buðu mér til liðs við sig. Þeir fundu mig. Við unnum frá morgni til kvölds í nokkur ár við að semja, æfa og búa til plötu. Svo fórum við sem einstaklingar að fikra okkur í aðrar áttir eins og gengur og gerist. Egill stofnaði Þursaflokkinn, ég ákvað að fara í klassískt söngnám til Bretlands, Valgeir til enn annarra landa og Sigurður Bjóla fór í fjórðu áttina. Árin með Spilverkinu voru frjó ár. Mótunarár í lífi mínu.“ Trúi á gömlu góðu gildin Líturðu á þig sem óperusöngkonu? „Mér finnst svolítið skondið að heyra þegar söngnemar, útskrifaðir úr söngskólum hér heima, með fimm til sex ára söngnám að baki eru titlaðir óperusöngvarar. Sjálf titla ég mig ekki sem óp- erusöngvara vegna þess að ég vinn ekki við það að staðaldri. Ég er fyrst og fremst söngkona og hef verið svo lánsöm í gegnum tíðina að fá að spreyta mig á ólíklegustu stílbrigðum sönglistarinnar. Þú ert ekki með fulla heyrn, er það ekki rétt? „Ég er heyrnarlaus á öðru eyra en heyri nóg með hinu til að geta notað heyrnartæki. Ég hef lært að lifa með þessu. Ég er með gott tóneyra og virkilega tengst er hjartahreint upp til hópa og sam- böndin eru mjög innileg.“ Þú nefndir líka Ítalíu, áttu sterk tengsl við það land? „Ég er mjög tengd Ítalíu. Ég fór þangað til að fullnema mig í söng og til að byrja með bjuggum við hjónin þar í rúmt ár. Land og þjóð hitti mig beint í hjartastað. Áður hafði ég búið í sex ár í London og verið þar við nám. Dvölin þar var meira af skyldurækni og eljusemi og risti tilfinningalega aldrei djúpt. Á Ítalíu bjó ég í Veróna og þar fann ég áþreifanlega fyrir sögunni og menningunni. Ítalir eru opnir og ástríðufullir og í tilfinningalífi þeirra ríkir hiti, gleði og ást. Þeir lifa lífinu lifandi og galdra fram veislur úr engu. Og alltaf láta þeir hjartað ráða för.“ Mótaðist eins og sjálfstætt afl Þú nefnir hita, gleði og ást. Þetta eru eiginlega allt eig- inleikar sem manni finnst eiga við þig sjálfa. „Í minni ætt er mikið um náttúrubörn, fólk sem er mjög jarðtengt þótt ímyndunaraflið fari á flug þegar við á. Við komum til dyranna eins og við erum klædd og fel- um nánast ekkert. Við erum jarðbundin og raunsæ, opin og mjög kát að eðlisfari, léttlynd en skapstór. Þetta er svaka kokteill! Við systkinin erum sjö og höfum þessi ættareinkenni að vera mjög skapmikil með ljúfa lund. Ég held að það sé nánast sjálfgefið að fólk sem er skapandi og vill gefa af sér hefur skap. Það var mikil kátína og gleði í barnæsku okkar systkina og auðvitað gekk á ýmsu. Skárra væri það nú! Við erum öll mjög sjálfstæðir karakterar, náin og höldum þétt saman.“ Fékk snemma áhuga á tónlist? „Ég hafði aldrei tök á að vera í tónlistarnámi sem krakki. Það var hvorki grammófónn né hljóðfæri á heimilinu fyrr en seint og síðar meir og engin peninga- ráð til að senda okkur systkinin í tónlistarnám. Pabbi, sem var bankafulltrúi, var eina fyrirvinnan og hafði fyrir stóru heimili að sjá. Hann og mamma voru í kirkjukór og sungu mikið fyrir okkur krakkana. Við ólumst upp við þeirra söng og Gufuna. Það var minn tónlistarskóli. Besti skólinn. Ég söng bara. Þannig fékk ég að mótast, næstum eins og sjálfstætt afl. Ég var orðin 25 ára þegar ég byrjaði að læra tónlist af einhverju viti.“ Ætlaðirðu þér ekki að vera söngkona þegar þú varst barn? „Nei, en það var snemma ljóst að framtíð mín væri á listasviðinu. Ég söng og lék í leikritum í gagnfræðaskóla Þ að verður ekki flóafriður fyrir mér um þessi jól frekar en endranær,“ segir Diddú, söngkonan vinsæla sem mun koma fram á fjölda tónleika á næstu vikum með fjölmörgum listamönnum, þar á meðal með bróður sínum Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni, Stórsveit Reykjavíkur og Blásarasextett- inum Diddú og drengirnir og fleirum. „Það er sérstök og notaleg tilfinning að syngja á tónleikum fyrir jól, eig- inlega algjör forréttindi. Ég finn hvað fólki líður vel þeg- ar það hlustar á fallega tónlist og ég hef á tilfinningunni að ég sái nokkrum jólafræjum í hjörtu tónlistargesta með ómnum af söngnum. Við þráum öll að hleypa inn hátíð ljóssins og sækjumst eftir innri fegurð.“ Þú líka? „Já, ég sæki mjög í umhverfi trúarinnar, það fyllir mig af orku. Undanfarin ár hef ég sótt Rússland heim til söngiðkunar og þá læðist ég gjarnan inn í orthodox- kirkjur. Það er mögnuð upplifun að standa þar inni og hlýða á prestana rymja upp dýpstu bassatónum sem mannsröddin býr yfir. Það er heilun. Og eins þegar ég fer suður til Ítalíu nota ég hvert tækifærið til að skjótast inn í guðdómlegar hvelfingarnar. Það er svo gott að eiga prívatstund með almættinu. Hugsaðu þér hvað búið er að reisa mikið af kirkjum og guðshúsum til að reyna að fanga andann. Annars er minn guð náttúran í kringum okkur. Það þyrfti ansi stóra hvelfingu til að byggja yfir hana.“ Íslensk sönglög í Rússlandi Hvað hefurðu verið að gera í Rússlandi? „Fyrir rétt rúmum þremur árum var mér og Jónasi Ingimundarsyni boðið að fara til Moskvu til að flytja meðal annars íslensk sönglög. Í þeirri ferð kynntist ég frábæru listafólki og það leiddi af sér samgang sem ekk- ert lát er á. Í kjölfarið opnuðust flóðgáttir sem leiddu til þess að nú eru íslensk sönglög kennd við tónlistar- háskólann í Moskvu. Þegar við komum ári seinna til borgarinnar sungu rússneskar stúlkur íslensk sönglög fyrir okkur Jónas á óaðfinnanlegri íslensku. Segið svo að maður hafi ekki áhrif! Í ferðum mínum til Rússlands, sem eru orðnar nokkr- ar, hefur helgidómur rússneskrar menningar verið opn- aður upp á gátt. Ég er umvafin og hef verið kynnt fyrir topplistamönnum á öllum listasviðum. Það er gefandi og lærdómsríkt að umgangast þetta listafólk því Rússar bera mikla virðingu fyrir listinni og hefðinni og ræt- urnar eru svo djúpar og sannar. Fólkið sem maður hefur Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Gæfa mín að vera gamaldags Það er nóg á dagskránni hjá Diddú sem næstu vikur syngur á fjölda tónleika. Söngkonan vinsæla segir að sér hafi verið ætlað það hlutverk að syngja. Hún segist vera bjartsýn, gamaldags og jarðbundin og trúir staðfastlega á gömlu góðu gildin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.