SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 14
Þ að er eitthvað tígulegt við listdans- ara umfram aðrar starfsstéttir. Á meðan blaðamenn sitja með hallandi haus og bognir í baki yfir lyklaborðinu á þröngum bás og hamra inn greinar um listdans, að- eins fingurnir sem hreyfast, þá teygja og sveigja listdansarar allan líkamann, hvort sem er á gólfi eða í lofti, og það er sem hreyfingarnar brjóti gegn þyngdarlögmálinu. Sviðið er þeirra. Eiginlega er sama hvaða stellingu þeir koma sér í, valdið algjört yfir hreyfingunum, þær verða aldrei fálmkenndar, þvert á móti fumlausar og á sínum hraða. Á meðan blaðamenn verða eitt með lyklaborðinu verða dansarar eitt með eigin líkama, stundum ann- arra. Og þannig var stemningin á frumsýningu Íslenska dansflokksins á Cardiac Strain eftir Tony Vezich og Shit eftir Kristján Ingimarsson að kvöldi miðvikudags. Rytminn var þungur í fyrra verkinu og djúpstæður kraftur í hreyfingunum. En í því síðara kallast kímnin á við hrunið í íslensku samfélagi. Þar blandar höfundur saman „látbragði, skrípaleik, fimleikum, trúðsleik, dansi og leikhúsi“. Og vonast til þess „að verkið geti verið hvati og huggun í því hreinsunarferli sem Íslendingar eru um það bil að hefja“. Húsið í bænum stendur við torgið og er alltaf lokað. Lögun þess minnir óneitanlega á kamar. Og það lýsir einnig best áhrifunum sem það hefur á fólkið, sem er upptekið við að flækja sig í hvítum borðum, óljóst hvort það er pappír eða snjór, um tíma eru það kannski hlutabréf eða stjórnarskráin, en fyrir rest klósettpappír! Svo er spurningin hvað vex upp úr skítnum … Kristján Ingimarsson gerir lokabreytingu á dansverkinu Shit 20 mínútum fyrir frumsýningu. Bak við tjöldin Augnablikið var fangað frá óvenjulegu sjónar- horni á djammviku Íslenska dansflokksins, en þá voru verkin Cardiac Strain og Shit frum- sýnd. Djammviku lýkur í dag, laugardag, og gefst því enn kostur á að sjá sýningarnar. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Golli golli@mbl.is Af veruleika dansarans Miklum tíma er eytt í teygj- ur og upphitun fyrir sýningu og lesa má í skuggamynd- irnar sem skapast. 14 29. nóvember 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.