SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 12
12 29. nóvember 2009 I lmur Kristjánsdóttir verður ásamt Birni Thors kynnir söfnunarátaks á degi rauða nefsins, 4. desember, en sala á rauðum trúðsnefjum er haf- in hjá Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og verður fimm tíma söfnunardagskrá af því tilefni á Stöð 2. „Ég tók þátt í degi rauða nefsins fyrir þremur árum og síðan hef ég verið í samstarfi við Unicef, enda er þetta traust og trúverðugt fólk, og gamlir MH- ingar,“ segir hún brosandi. „Svo spurðu þau hvort ég vildi fara til Mósambík að skoða aðstæður og taka upp efni fyrir dag rauða nefs- ins. Og ég sló til. Ég var einmitt að frumsýna Janis Joplin kvöldið áður og fór út um nóttina, beint úr partíinu! Þetta var stutt ferð, aðeins fjórir dagar, enda þurfti ég að ná annarri sýningu á Janis Joplin, en samt var þetta mögnuð upplifun og tilfinningin er sú að ferðin hafi verið miklu lengri, því ég sá svo margt. Það opnaðist algjörlega nýr heimur fyrir manni.“ – Hvernig þá? „Þetta er allt annað landslag, allt annað fólk, allt önnur lykt, allt annað andrúmsloft, allt annar tími! Maður dettur inn í allt annan veruleika. Og svo er það fólkið! Það setti svip á ferðina, að hún var í viku hrunsins á Íslandi, í byrjun október í fyrra, og það var hálfhjákátlegt að vera í Mósambík og fá sms um að allt væri að hrynja heima, „Guð blessi Ísland“ og allt það. Í Mósambík blasti við allt annar veruleiki og maður gat einhvern veginn ekki haft áhyggjur af því að góð- ærið á Íslandi væri að fara til fjandans. Á sama tíma horfði ég á börn í tötrum fá vítamínsprautu til að þau dæju ekki úr næringarskorti. Krepputalið hefur aldrei haft nein áhrif á mig og ég held að dvölin í Mósambík þegar sjokkið kom hafi töluvert með það að gera. Ef maður hugsar um grunnþarfirnar, þá eigum við nóg af vatni, jarðhita, hús og fisk í sjónum – það getur ekkert farið úrskeiðis. Þarna hefur fólk ekki einu sinni vatn. Þá verður viðmiðið annað.“ – Dvölin hefur verið átakanleg í Mósambík? „Já, en mér fannst samt sláandi að finna ekki fyrir sorg eins og ég átti von á; ég hélt að ég yrði meira og minna grátandi. En þarna var hvorki eymd né volæði og frekar að maður hefði samviskubit yfir því að kvartað væri yfir lífsgæðunum á Íslandi en svo fyndi fólk hamingjuna í Mósambík. Hvarvetna mættu manni brosandi barnsandlit og þeim fannst merkileg- ast að sjá stafræna mynd af sjálfum sér. Þau kepptust við að láta taka mynd af sér og brostu hringinn, eins og þau hefðu ekkert til að vera sorgmædd yfir. Það eina sem þau óttuðust voru sprauturnar, þá fengu þau joð og fannst það vont – urðu hrædd við þessa starfs- menn Unicef sem þeim fannst vera að pynta sig. Þá fékk maður sting í hjartað.“ Hún brosir við tilhugsunina. En er fljót að bæta við: „En auðvitað fékk maður líka sting í hjartað við að hitta alnæmissmitað barn, sem hafði misst foreldra sína og átti einn tómat til að borða.“ Og ferðin var eftirminnileg. „Oft er talað um að fólk sem fari til Afríku fái Afríkuveikina; það vilji fyrir alla muni komast þangað aftur. Og þó að ég hafi stoppað stutt, þá fékk ég snert af því. Það kemur önnur til- finning í magann, tíminn fer úr skorðum og viðmiðin breytast. Þetta er gott fólk og manni líður vel. Mig langar til að fara þangað með alla vini mína og deila þessari lífsreynslu með þeim.“ – Svo komuð þið heim í sorgina? „Já, svo komum við í sorgina hér heima,“ segir hún og hlær. „Allir miður sín, blöðin full af krepputali og fólk brjálað að mótmæla og gráta húsnæðislánin sín. Ekki gat maður sagt: „Já, en krakkar, það er verra ástand í Afríku.“ Það hefði verið algjörlega úr takti, þannig að ég þagði. En engu að síður er þetta sann- leikur.“ – Og Unicef vinnur gott starf? „Já, það var gaman að fylgjast með því. Við heim- sóttum skóla, hittum forvarnarhópa gegn alnæmi og okkur var sýnd mikil gestrisni. Krakkarnir settu meðal annars upp leikrit um hvernig ætti að forðast alnæmissmit, svo sem með því að vara sig á beittum hnífum. Svo kom alltaf þetta „en“, „en það þarf meira“, og við fundum að þau lögðu sig virkilega fram um að sýna hvað hefði áunnist, en jafnframt þörfina fyrir meira. Og það er magnað hvað hægt er að gera fyrir litla peninga til viðbótar. Ég sá til dæmis aldrei leikfang, utan einn fótbolta sem búinn var til úr plast- pokum og smokkum. Það var eina leikfangið. Svo voru þau með teygjutvist, sem hnýtt var úr pokum.“ – Það hefur verið önnur Janis Joplin sem tróð upp á annarri sýningu, örfáum dögum eftir frumsýningu? „Já, og ég er alsæl að hægt að sé nýta krafta mína til góðs. Læknar geta læknað, en við grínarar getum grínast og þannig vakið athygli á málinu og hvatt Ís- lendinga til að gefa. Það þarf svo lítið til að gera mikið. Dagskráin verður þannig, að ég og Björn Thors verð- um kynnar, en leikarar, grínarar og listamenn gefa vinnu sína, eins og tæknimenn og aðrir sem koma að söfnuninni – allir leggja eitthvað af mörkum. Lagt er upp með að selja rauð nef, en einnig að safna heims- foreldrum. Og fólk ræður því hvað það skráir sig fyrir hárri upphæð á mánuði.“ Beint úr frumsýn- ingarhófi til Mósambík Ilmur Kristjánsdóttir var að kynna sér neyðaraðstoð Unicef í Mósambík þegar henni bárust skilaboð í símann um að allt væri að hrynja á Íslandi. Eftir það hefur hún aldrei komist al- mennilega í takt við kreppuna. Hún verður annar af kynnum söfnunardagskrár Unicef á degi rauða nefsins. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.