SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 37
29. nóvember 2009 37 Ástæðan fyrir því að hundurinn togar í tauminn er sú að ekki er búið að kenna honum að ganga rétt í taumnum. Algengustu mistökin sem hundaeigendur gera í þessum málum er að skella „hengingaról“ á hvutta, toga fast í tauminn og skamma hundinn þegar hann er að toga. Þessi aðferð er því miður algeng og kennd víða en með þessu er bara verið að kenna hundinum hvað má ekki gera, en ekki hugað að því að sýna honum hvað hann á að gera. Þetta jafnast á við að fara á námskeið til að læra eitt- hvað en kennarinn segir þér bara hvernig þú átt ekki að gera hlutina; í besta falli tekur mjög langan tíma að læra hvernig á að bera sig að en í versta falli tekst það aldrei því það eru til ótal aðferðir til að gera hlutina vitlaust. Til að kenna hundinum að ganga fallega við taum verður að leiða hann áfram og hrósa og verðlauna þegar hann gerir rétt. Nóg er að hafa á hundinum venjulega hálsól og taum, en mikilvægasta stjórntækið eru ljúffengir góðbitar og hrós. Alla óæskilega hegðun á að hundsa, en þegar hundurinn kemur til þín og gengur þótt ekki sé nema eitt skref „við hæl“ á að hrósa honum vel og mikið. Þannig upp- götvar hann fljótt að besti staðurinn er við hlið eigandans, ekki hangandi framan á taumnum. Þ að er ekki ofsagt að Tjörvi Einarsson laðist að fuglum. Hann lætur hvorki einn né tvo duga, heldur á þá nokkra og af ýmsum tegundum. Mest fer fyrir bræðrunum Tóbíasi og Húgó enda eru þeir engin smásmíði, um 90 sentímetrar að lengd og býsna fyrirferðamiklir. „Þetta eru svona sjóræningjafuglar, svokallaðir Arnpáfar eða Arar,“ útskýrir Tjörvi. „Báðir eru þeir skarlatrauðir með græna og bláa vængi en Ararnir geta komið í ýmsum litum.“ Tóbías karlinn er bæði stórskemmtilegur og mjög forvitinn, að sögn Tjörva. „Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikarahjón áttu hann fyrsta árið en svo flutti þau út og við tókum við hon- um.“ Þeir Tóbías og Húgó geta spjallað svolítið við eiganda sinn enda getur tegundin lært upp í 350 orð. „Tóbías er reyndar kominn með kærustu núna og er voðalega upptekinn af henni,“ segir Tjörvi. „Hún er í svipuðum stærðarflokki og heitir Eva og þau kyssa hvort annað eða stinga saman nefjum og eru mjög upptekin af hvoru öðru. Þetta er fyrirmyndarhjónaband sem sennilega á eftir að endast í hundrað ár.“ Tjörvi upplýsir að þar sé hann ekkert að ýkja. „Þessir fuglar geta auðveldlega orðið hundrað ára og lifa iðulega eigendur sína. Til dæmis átti Winston Churchill Arnpáfa sem er ennþá á lífi, en hann er líka orðinn yfir hundrað ára gamall.“ Endurraða húsgögnunum hressilega Ararnir eru ekki aðeins stórir heldur eru þeir með bit- kraft á við Rottweilerhund, segir Tjörvi. „Þeir geta því bitið flest í sundur sem þeir komast í tæri við þannig að það er ekki gott að sleppa þeim lausum í íbúðinni. Þá er hætta á að þeir endurraði húsgögnunum hressilega.“ Af þessum sökum hýsir Tjörvi þá bræður í búðinni sinni, Furðufuglum og fylgifiskum, sem er við hliðina á heim- ili hans, en þar búa einnig fleiri Arar í sátt og samlyndi við aðrar fuglategundir. Hins vegar eru þeir Tóbías og Húgó ákaflega dagfar- sprúðir. „Ég fór með þá í sumar upp í Heiðmörk og þar sátum við saman úti í móa og átum poppkorn í sólinni. Þarna voru þeir lausir úti í náttúrunni og fóru ekki neitt heldur sátu bara á öxlinni minni og nutu veðurblíð- unnar.“ Tjörvi segir að áhuginn á fuglunum hafi vaknað fyrir nokkrum árum. „Ég hafði átt fiska í 35 ár en svo kom strákurinn minn heim eitt sumar fyrir 8 - 9 árum með slasaðan þrastarunga sem við vorum með hjá okkur í lánsbúri í nokkrar vikur. Hann reyndist vera kviðslit- inn og dó á endanum en þá fékk ég mér tvo stóra fugla sem kallast Blue fronted Amazon og varð alveg heill- aður. Eftir að veikindi urðu svo til þess að ég varð að hætta að vinna við gluggaþvott ákvað ég að gera áhuga- málið að lifibrauði og stofnaði búðina.“ Handmatar ungana Hann bætir því við að áhugi almennings á fuglum fari stöðugt vaxandi. „Fólk virðist almennt leita meira í að halda gæludýr en áður, kannski út af ástandinu í þjóð- félaginu. Svo er orðið meira í boði í fuglategundum en gamli gárinn, þótt hann sé alltaf vinsæll. Valið á tegund fer svo eftir ýmsu, t.d. hvort það séu börn á heimilinu, hversu gömul þau eru o.s.frv.“ Tjörvi selur ekki bara fuglana heldur aðstoðar eig- endur þeirra með ýmislegt í tengslum við fuglahaldið sjálft. „Fólk kemur t.d. til okkur til að fá fuglana snyrta og til að fá ráðgjöf varðandi hegðunarvandamál þeirra. Eins reynum við að finna heimili fyrir fugla sem fólk getur ekki haft af einhverjum ástæðum og það hefur gengið vel. Við ræktum líka fugla og handmötum þá ungana þar til þeir eru orðnir nógu stórir til að borða sjálfir. Og þeir verða miklu gæfari fyrir vikið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Langlífir og litríkir félagar Tóbías og Húgó heita bræður sem þrátt fyrir óhemjumikla krafta eru dagfarsprúðir með eindemum. Annar þeirra er í miklum ástarbríma þessa dagana og er allt eins líklegt að hjónaband hans og nýju frúarinnar eigi eftir að endast í hundrað ár eða meira. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Tóbías og Húgó una sér vel í búðinni hjá Tjörva Ein- arssyni sem býr yfir hafsjó af fróðleik um fiðraða fé- laga á borð við þá bræður. Gæludýr Hvað segir dýralæknirinn? Þegar hundur- inn togar í tauminn Sif Traustadóttir er dýralæknir á Dýralæknamið- stöðinni í Grafarholti. www.dýrin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.