SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 31
29. nóvember 2009 31
G
ott starf er unnið hjá Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem stendur
fyrir degi rauða nefsins og safnar heimsforeldrum til að styðja uppbygging-
arstarf í Mósambík. Það er erfitt fyrir Íslendinga að ímynda sér þau bágu kjör
og þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á þeim slóðum.
Ekki þarf annað en að nefna að 12% barna lifa ekki fyrsta aldursárið, lífslíkur við fæð-
ingu eru 42 ár, 70% skóla eru án vatns og hreinlætisaðstöðu og 1,6 milljónir barna eru
munaðarlausar. Um 470 þúsund börn hafa misst annan eða báða foreldra vegna alnæmis,
enda eru 16,3% þjóðarinnar alnæmissmituð.
Og þetta er tölfræði, sem getur verið afar miskunnarlaus, þegar örlög einstaklinga eru
annarsvegar. Eftirminnilegast úr ferð Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu, sem lagði leið sína
til Mósambík í október í fyrra, er eitt barn, sem var alnæmissmitað og „hafði misst for-
eldra sína og átti einn tómat til að borða.“ Það er ekki nefnt í tölfræðinni.
Í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag rifjar Ilmur upp ferð sína. „Í Mósambík blasti við
allt annar veruleiki og maður gat einhvern veginn ekki haft áhyggjur af því að góðærið á
Íslandi væri að fara til fjandans. Á sama tíma horfði ég á börn í tötrum fá vítamínsprautu
til að þau dæju ekki úr næringarskorti. Krepputalið hefur aldrei haft nein áhrif á mig og ég
held að dvölin í Mósambík, þegar sjokkið kom, hafi töluvert með það að gera. Ef maður
hugsar um grunnþarfirnar, þá eigum við nóg af vatni, jarðhita, hús og fisk í sjónum – það
getur ekkert farið úrskeiðis. Þarna hefur fólk ekki einu sinni vatn. Þá verður viðmiðið
annað.“
Auðvitað er mikilvægt að þjóðir sem betur standa leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess
að bæta lífið í vanþróuðum ríkjum. Skref í þá átt er að taka þátt í átaki Unicef og Íslend-
ingar eru í aðstöðu til þess – lítið þarf til að breyta miklu í lífi einstaklings.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ræðir um nýja bók sína,
Umsátrið, í samtali við Sunnudagsmoggann. Titillinn vísar til þess að 2008 var þjóðin um-
setin, seðlabankar grannríkja okkar tóku höndum saman um að loka okkur inni og reka í
fangið á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar hefðu þessar sömu þjóðir, Bretar og Hollendingar,
með stuðningi Frakka og Norðurlandanna, sagt að Íslendingar fengju ekki aðstoð nema
skrifað yrði undir Icesave.
Styrmir segir að nú sé tímabært að „útfæra fulltrúalýðræðið og þróa áfram yfir í beint
lýðræði“. Hann segir að eftir hrunið sjái hann ekki að þetta sé hægt að gera á neinn annan
veg en „að við galopnum allt samfélagið, að hér verði allt opið“.
Styrmir gagnrýnir að byrjað sé að einkavæða bankana að nýju með því að afhenda þá
erlendum lánardrottnum án þess að sett hafi verið ný löggjöf í kringum starfsemi banka
og fjármálafyrirtækja. „Þessi einkavæðing er framkvæmd af vinstri stjórn, fyrstu raun-
verulegu ómenguðu vinstri stjórninni á Íslandi, án þess að sett hafi verið nokkur löggjöf
um bankakerfið, þó ekki væri nema til að tryggja að ekki væri lengur hægt að reka við-
skiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi saman undir einum hatti.“
Forustumenn í íslenskum stjórnmálum hafa ekki sagt hvernig þeir ætla að leiða Ísland
inn í 21. öldina. Þeim væri hollt að lesa bók Styrmis. Sumir þeirra kunna að láta boðberann
trufla sig, en þeir ættu að einbeita sér að boðskapnum.
Lítið þarf til að breyta miklu
„Álagið hefur aukist verulega. Engu
að síður er þetta miklu léttara en áð-
ur.“
Gunnlaugur Júlíusson hlaupagarpur stefnir að því
að hlaupa 5.000 km á árinu.
„En ég náði 89 myndum, horfði á
þær allar, spólaði fram og til
baka og skrifaði setning-
arnar beint niður í tölvu
um leið.“
Guðni Sigurðsson horfði á
89 íslenskar kvikmyndir
fyrir bókina Ég
tvista til að gleyma
þar sem farið er yfir
íslenska kvikmynda-
sögu og fyndnar
setningar og frasa.
„Nei í dag getur
verið eitthvað
allt annað á
morgun.“
Heiðar Örn Kristjánsson, sem fór fyrir
hljómsveitinni Botnleðju, útilokar
ekki að hljómsveitin komi saman
á nýjan leik.
„Þetta er góð vinna sem ég er í en
leiðinlegt þegar maður fær ekki að
mæta í hana.“
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður enska úrvals-
deildarliðsins Bolton, fær lítið að spila með
liðinu sínu.
„Í einu tilviki var fólk að aug-
lýsa trúlofun sína á netinu með
myndum af trúlofunarhringum
með nöfnum og öllu á sama
tíma og það fékk greiddar
bætur frá Tryggingastofn-
un.“
Halla Bachmann Ólafsdóttir, lög-
fræðingur og forstöðumaður eft-
irlitssviðs Tryggingastofnunar rík-
isins, segir of algengt að fólk sem búi saman
og eigi börn skrái sig á sitthvoru lögheimilinu
til að fá bætur á þeim forsendum að það sé
einstætt.
„Ég var frægur fyrir það þegar ég
var að byrja að læra að syngja, að
vera kjaftfor og segja að ég ætlaði
mér á toppinn. Þangað stefndi ég
og þangað náði ég.“
Kristján Jóhannsson óperusöngvari.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
þjóðinni, af því að stjórnvöld okkar vilja ekki að
snillingarnir beri ábyrgð á snilldarverkum sínum.
Okkar hlutverk er að sitja uppi með hörmung-
arnar sem og hin slöku eftirmæli snilldarinnar.“
Fyrrum stuðningsmaður núverandi ríkis-
stjórnar heldur því fram að forráðamenn hennar
séu farnir að trúa eigin fullyrðingum um að ís-
lenska þjóðin beri ábyrgð á annarra manna skuld-
bindingum og telji því ekki nauðsynlegt að fá
dómsúrlausn í málinu. Illt er það ef rétt er. En hitt
hefur ekki breyst að þjóðin er annarrar skoðunar
og vildi láta reyna á enda tilefnið stórbrotið.
„Brjótumst undan bölvun spillingar“
Nú er hins vegar staðan sú að jafnvel þótt Íslandi í
andbyr sínum og tímabundinni ógæfu lánaðist það
að bægja burtu hinu nýja frumvarpi standa lögin
eftir. Þeim verður vísast ekki breytt. En spursmál
er hvort einhver aðkoma sé til þess að láta reyna á
þær spurningar fyrir dómi sem Sigurður Líndal
hefur haft uppi um hvort stjórnarskráin sjálf setji
ekki ríkisábyrgð af slíkri stærðargráðu takmörk.
Rökstuðningur fræðimannsins fyrir því að slíkt
verði að skoða er sterkur og sannfærandi.
Í lok greinar Einars Más Guðmundssonar, sem
fyrr var vitnað til, segir: „Þótt stór hluti góðæris-
ins væri hagbóla, byggð á draumórum, þá má ekki
gleyma því að undirstaða þess voru raunverulegar
eignir fólksins: Fiskurinn, lífeyrissjóðirnir og
ríkisfyrirtækin. Við þurfum að brjótast undan
bölvun þeirrar spillingar sem nú ríkir. Það er alveg
ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki að brjótast undan
bölvun spillingarinnar. Hafi hún ætlað að gera það
hefur hún löngu gefist upp á því. Það er fjármála-
kerfið sem er að taka allar stóru ákvarðanirnar og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er fulltrúi þess. Þetta
fjármálakerfi sem Viðskiptaráð kom á hér á landi
með ýmsar kanónur hrunsins innanborðs er úr-
sérgengið um allan heim. Engu að síður ræður það
öllu. Frelsi er að segja nei við þetta kerfi, nei við
þetta fólk, nei við Yngva Örn og bankaforkólfana.
Hlustum frekar á Ian Dury og þöngulhausana. Við
þurfum nýtt afl, breiða samstöðu fólks þar sem
ekki er spurt um flokksskírteini. Stjórnmálaflokk-
arnir hafa fengið sitt tækifæri en eru óðum að
klúðra því.“ Hvort sem menn eru sammála öllum
skoðunum hins beitta höfundar eða ekki verður
ekki fram hjá þeim horft. Enda væri það ekki hollt.