SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 36
36 29. nóvember 2009
E
rfitt er að hugsa sér lífið án tónlistar. Af því hún
hreyfir við einhverju inni í okkur. Stundum kemur
hún fram tárunum, stundum fyllir hún okkur gleði
og stundum vekur hún slíka girnd að við nötrum af
þrá.
Ég brá mér norður yfir heiðar um síðustu helgi og fór með-
al annars á tónleika á Græna hattinum, með þeim félögum
Mugison og Björgvini Gíslasyni.
Ég hafði ekki séð Björgvin á sviði í áraraðir og það var un-
aður að fylgjast með því hvernig þessi hlédrægi afalegi maður
breyttist í galdrakarl þegar hann fór höndum um gítarinn.
Áhrif tónanna voru líkamleg, einhver fugl vaknaði í brjóstinu
og flaug með eld um æðarnar. Magnað tónaflóðið tendraði bál
og það var gott að vera til.
Það losnaði um efni í hausnum og maður færðist yfir á ein-
hverja óútskýrða bylgjulengd þegar þeir félagar miðluðu
þessu ósnertanlega í gegnum tónlist sína.
Mugison var ekki síður sjarmerandi, með hjartað á réttum
stað (sem skiptir auðvitað öllu máli í listsköpun), hann var
dásamlega slakur, segjandi sögur af gúanó-konum sem voru
teknar aftanfrá upp við síldartunnur, karlarnir skelltu sér
umsvifalaust á þær þegar þær beygðu sig ofan í tunnu, pilsin
sviptust upp í golunni og við blasti nærbuxnaleysið.
Lái þeim hver sem vill að geta ekki staðist það.
Engin uppskrift er til að kynþokkafullri tónlist, þessari sem
snertir strengina hið innra. Hún getur verið margskonar og
ekki ólíklegt að tíðarandinn hverju sinni ráði þar einhverju
um. Sjálfsagt hitnar gelgjum nútímans innan í sér þegar þær
hlusta á hiphop- eða R&B-tónlist, á meðan Vilhjálmur Vil-
hjálmsson veldur titringi í hnjám þeirra sem voru ungar á
sama tíma og hann.
Besta af öllu er þegar saman fara kynferðisleg útgeislun
flytjandans og tónlistarlegir hæfileikar. Elvis hafði til dæmis
hvort tveggja, enda lágu konur í öngviti í hrönnum þar sem
hann hóf upp raust sína. Þær urðu gjörsamlega frávita af
ómótstæðilegri blöndu þokkans og tónlistarinnar.
Siðprúðar mæðgur hér í bæ fundu sterklega fyrir þessari
sömu blöndu þegar þær brugðu sér á tónleika með Leonard
Cohen og sögðu að þeim loknum: „Hann söng með þessari
djúpu sexí rödd sem hljómaði alveg niður í eistu.“
Ekki er ólíklegt að þessi sami víbringur sé það sem veldur
því að fyrirbærið grúppíur er og verður alltaf til, en vert er að
taka fram að þær eru af báðum kynjum. Fætur þessa fyrir-
bæris færast sundur í návist goðanna, það missir alla mót-
stöðu og breytist í viljalaust verkfæri. Eða eins og maður
nokkur á miðjum aldri í íslenskri hljómsveit sagði: „Bara af
því að ég stend á sviði og spila tónlist, þá vill ótrúlegasta fólk
sofa hjá mér.“
Gott dæmi um ofurmátt þeirra sem hafa til að bera réttu
útgeislunina og hæfileikana er heimsókn flamenco-
dansarans Joaquins Cortes hingað til lands. Stuttu eftir að
hann steig á svið ásamt hljómsveit sinni hafði hann hvern
einasta kjaft í stútfullri Laugardalshöll á valdi sínu. Úff, það
var næstum of mikið af því góða. Forleikurinn einn fékk
blóðið til að sjóða: Spænsku tregafullu söngraddirnar smugu
inn í hverja taug í bland við gítar, fiðlur, þverflautur og
áslátt. Þegar dansarinn með sinn sveitta skorna kropp fór svo
að steppa um sviðið með eldheitri líkamstjáningu, þá var
hverri konu lokið. Maðurinn dansar þannig að það veldur
andköfum. Súludans allra heimsins kvenna er eins og hvert
annað fálm í samanburði við hreyfingar hans í einbeittum
flamencodansinum. Það eru engar ýkjur að segja að konur
þær sem fóru til að sjá goðið, þær runnu nánast fram af stól-
um sínum í lokin. Slíkur er máttur unaðsfagurra sviðslista.
Tónar
sjóða blóð
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Gatan mín
M
argrét Örnólfsdóttir, tónlistarkona
og rithöfundur, hefur sl. fimm ár
búið ásamt eiginmanni og fjórum
börnum á Þinghólsbraut í Kópa-
vogi. „Gatan er mjög löng. Ég bý í númer 80 og
þegar við vorum að leita að húsinu í fyrsta skipti
ætluðum við aldrei að komast út á enda.“ Mar-
grét segir lítið hafa breyst í götunni síðustu árin
og í raun hafi hverfið lítið breyst frá upphafi.
„Reyndar fyrir tveimur árum voru miklar fram-
kvæmdir við sum hús hérna, það voru BM Vallá-
hersveitir fyrir utan ákveðin hús þar sem var
verið að endurnýja allt en það hefur róast aftur.
Núna nýtur fólk þess sem það hefur, Innlit/útlit-
tíminn er liðinn.“
En hvað heillaði Margréti við götuna í upphafi?
„Það fyrsta sem heillaði mig var þegar við vorum
að keyra hér og leita að húsinu, þá voru krakkar
úti að leika sér í götuleikjum og það var einhver
nostalgía sem kviknaði hjá mér. Þetta er rosalega
rólegt hverfi, næstum eins og að búa í litlum bæ
úti á landi. Maður fer t.d. upp á bensínstöð að
kaupa mjólk og það er lítil umferð. Ég bý rétt
fyrir ofan höfnina svo það er hægt að ganga
beint niður á bryggju, þannig að það er smá
sveitafílingur og þorpsstemning.“ Hún segir
gallann hins vegar þann að gatan sé ekki í
göngufæri við búðir svo íbúarnir séu háðir því að
vera á bíl.
Hins vegar er afar gott að ala upp börn í göt-
unni. „Það hefur reynst mér mjög vel. Það eru
margir krakkar hérna, hér er góður leikskóli og
skóli, stutt niður í fjöru og í höfnina svo börnin
eru sátt við þetta.“
Morgunblaðið/Heiddi
Götuleikir og
þorpsstemning
Brátt er á enda alþjóðlegt
stjörnufræðiár sem minnst hef-
ur verið með ýmsum hætti hér
heima og erlendis. Væntanlega
hefur það glætt áhuga manna á
að skima út í geim, en til þess
að stunda þá iðju þarf almenni-
legar græjur eins og til að
mynda Celestron FirstScope-
sjónaukann sem hér er tekinn
til kosta; opinber sjónauki
stjörnufræðiársins.
Strangt til tekið má vitanlega
komast af með minni græjur til
þess að rýna aðeins í stjörn-
urnar, en þá fyrst átta menn sig
á um hvað málið snýst þegar
þeir horfa í alvörusjónauka – þá
fyrst sér maður stjörnurnar al-
mennilega.
Celestron FirstScope-
sjónaukinn er ekki mikill um
sig 76 mm spegilsjónauki á svo-
nefndu Dobson-stæði, stalli
sem hægt er að snúa og eins
stilla halla sjónaukans, en hon-
um fylgja tvö augngler, 20 mm
og 4 mm sem gefa 15x og 75x
stækkun. Eitt af því sem gerir
sjónaukann frábrugðinn mörg-
um öðrum sem ég hef komist í
tæri við hið minnsta er að hann
er ekki á þrífæti. þetta er kost-
ur því að hann er meðfærilegri
(og ódýrari) fyrir vikið, en
ókostur að því leyti að þá þarf
maður að skaffa stöðuga und-
irstöðu. Ég leysti það með því
að fara með koll út á svalir við
fyrstu tilraunir, en frekari
prófanir voru gerðar með að-
stoð áltröppu.
Celestron FirstScope fæst á
tilboði hjá www.sjonaukar.is
og með fylgir pakki með leit-
arsjónauka, augnglerjum, hug-
búnaði og tunglsíu sem kom í
góðar þarfir í vikunni.
arnim@mbl.is
Græjan Celestron FirstScope
Fyrstu skrefin í stjörnuskoðun
Celestron FirstScope er með-
færilegur og handhægur sjónauki
fyrir byrjendur og lengra komna.