SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 42
42 29. nóvember 2009
T
jáskipti í kynlífi eru afar mik-
ilvæg. Pör einblína oft um of á
tilteknar hreyfingar eða verknað
þegar til stendur að bæta kyn-
lífið en vanmeta hversu mikilvægt er að
ræða um innileikann og nándina. Mik-
ilvægt er að tala við makann og komast að
því hvort maður sé sama sinnis og hann,
læra um það sem kemur honum mest til
og hvernig hann bregst við því. Kynlífið
getur stórbatnað aðeins með því að nota
raddböndin og munninn, og svo eitthvað
meir …
Tjáskipti í kynlífi eru afar mikilvægur
hluti hvers sambands, jafnvel þótt það
hafi varað árum eða áratugum saman og
maður telji sig þekkja makann inn og út
og vita fullkomlega hvað hann vill, hvað
þarf til að örva hann og viðhalda ástríð-
unni. Séu pör opinská um hvað þeim líkar
og hvað ekki og hvað þau langar að prófa,
þá geta þau orðið nánari og meðvitaðri í
kynlífinu.
Þetta er þó allt hægara sagt en gert,
sérstaklega þegar kemur að því að tjá
sig á skilvirkan máta. Hvort sem
rætt er um hversu oft kynlíf er
stundað, hvort á upptökin, erf-
iðleika við að fá fullnægingu eða
eitthvað sem þú eða makinn þinn
vill prófa, þá þarf að fylgja eftir-
töldum aðferðum til að efla kynlífið.
Hreinskilni og ritskoðun. Þú þarft að tjá
hugsanir þínar og tilfinningar á skýran og
heiðarlegan máta. Reyndu þó aðeins að
ritskoða þig og forðastu að tala um nei-
kvæða hluti sem skipta ekki máli eða geta
sært makann.
Hlustaðu. Hlustaðu vandlega á makann
þegar þið ræðið um kynlíf og ekki setja þig
í varnarstellingar. Taktu eftir líkamstján-
ingunni, svipbrigðum og hvernig makinn
beitir röddinni og reyndu þannig að ráða
þær duldu tilfinningar sem brjótast um
með honum.
Umorðaðu. Sýndu að þú hafir hlustað á
makann með því að segja í þínum orðum
hvað þér fannst hann vera að reyna að
segja. Þannig er það alveg skýrt að þið
skiljið bæði það sem um er rætt.
Fáðu makann til að opna sig. Ekki
spyrja spurninga sem aðeins er hægt að
svara með já eða nei. Spurðu opinna
spurninga sem bjóða upp á meiri umræð-
ur, t.d.: Hvað langar þig að prófa?
Gættu að framsetningunni. Gættu að
því hvernig þú beitir röddinni, snertingu,
líkamstjáningu og svipbrigðum í um-
ræðum. Allir þessir hlutir hafa áhrif á
hvernig þú kemur þínum skoðunum á
framfæri.
Leggðu áherslu á það jákvæða. Rann-
sóknir sýna að við löðumst að þeim sem
veita okkur jákvæða styrkingu (positive
reinforcement upp á ensku) og að slíkt
styrkir sambönd og gerir pör hamingju-
samari. Þegar verið er að deila hugsunum
og tilfinningum hvort með öðru ber að
forðast að vera gagnrýninn og dóm-
harður. Ef þú þarft að leiðrétta eitthvað
skaltu gera það með uppbyggilegri gagn-
rýni, þ.e. útskýra hvað þér líkar við það
sem makinn var að segja, hvað megi betur
fara og leggja fram tillögur um hvernig
það megi verða.
Hafa ber ofangreind atriði í huga þegar
til stendur að ræða við makann um kyn-
lífið. Mikilvægt er að velja góðan tíma þar
sem hægt er að ræða málin í næði. Byrjaðu
á því atriði sem auðveldast er að tala um
og beindu samræðunum síðan að erfiðari
og viðkvæmari málum. Þegar þið talið
saman er mikilvægt að það liggi ljóst fyrir
hvort umræðuefnið sé hvernig þið getið
gert hvort öðru til hæfis eða að þið hafið
áhyggjur af núverandi ástandi.
Ein árangursrík aðferð, þegar kemur að
því að deila löngunum og þrám með mak-
anum, er að taka dæmi um það sem þið
sækist eftir. Sum pör nota kynlífsbækur,
klámblöð, ástarsögur eða klámmyndir til
að sýna hvað þau vilja eða hvað kveikir í
þeim. Slíkt getur hjálpað umtalsvert.
Láttu
langanir
þínar í
ljós
Kynfræð-
ingurinn
Dr. Yvonne Kristín Fulbright
kyn@mbl.is
E
ins og margir vita hefur Hið íslenzka reðasafn
á Húsavík átt auknum vinsældum að fagna
undanfarin ár. Það sem færri vita er að á
safninu má sjá, eða ekki sjá, meint huldu-
mannstyppi í krukku. Sigurjón Baldur Hafsteinsson,
lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, flutti um það
fyrirlestur fyrir skömmu sem kallaðist Huldumanns-
typpi og næmar konur. „Þegar ég fór á safnið sá ég
ekki þetta typpi sem er í krukkunni. Aðrir sem ég
þekki hafa ekki heldur séð það en Sigurður [Hjart-
arson, eigandi og stofnandi safnsins] hefur hinsvegar
sagt að eingöngu næmar konur sjái þetta typpi og
samkvæmt viðtölum beri þeim konum, sem hafa séð
typpið, öllum saman um stærð og lögun þess.“
Tengist menningararfi okkar
Í fyrirlestrinum fjallaði Sigurjón um að þó mörgum
þyki safnið skondið búi alvarlegri tónn að baki, safnið
sé meira en brandari. Sýn Íslendinga á hinn efnislega
hlut inni á söfnum hafi t.a.m. breyst á undanförnum
árum. „Þá hefur þessi hlutur, huldumannstyppið,
ákveðna tengingu við menningararf okkar. Við tölum
um álfatrú og álfasögur sem hluta af okkar menning-
ararfi. Þarna er Sigurður að gera sér mat úr því með
því að tengja þetta tiltekna líffæri, sem er þarna til
sýnis, við sögur t.d. af kynlífi við álfa, en samkvæmt
sagnahefð okkar voru til konur sem lögðust með álf-
um og eignuðust með þeim börn og sömuleiðis álfa-
konur sem lögðust með jarðneskum mönnum.“
Ekki kynlífssafn
Sigurjón segir að þegar Sigurður leiði gesti um safnið
og segi þeim frá næmu konunum sé hann einnig að
benda fólki á að þegar það fer á söfn setji það sig í
menntandi stellingar, auki næmni sína, skerpi skiln-
ingarvitin og þurfi að vera opið fyrir því sem safnið
býður upp á. „Með því að fjalla um huldumannstyppi
og næmar konur er hann að benda okkur á að hlutur
gestsins inn á menningarstofnun eins og safni er mjög
mikill í því að búa til það sem er inni á safninu. Merk-
ingarmyndunin er ekki síst hjá gestunum sjálfum.“
Sigurjón segir að huldumannstyppið og hugmyndin
um gestinn og næmi hans og hlutverk í að búa til
merkingu sé ákveðin tilvísun í að margt á íslenskum
söfnum hafi ekki verið kynjað. Ekki sé fjallað um gripi
út frá því hvort karlar eða konur bjuggu þá til, af
hverju og hvort kynið notaði þá frekar. „Huldu-
mannstyppið kynjar gripina fyrir okkur og verður til-
efni til að ræða um kynjapólitísk efni í tengslum við
söfnun.“
Sigurjón fékk hugmyndina að fyrirlestrinum sl.
vetur þegar hann gegndi stöðu forstöðumanns Menn-
ingarmiðstöðvar Þingeyinga. Hann kynntist þá Sigurði
og vaknaði mikill áhugi á safninu. „Það er áhugavert
að fólk kemur í pílagrímsferðir frá útlöndum til að sjá
þetta sérstæða safn. Það er mjög sérstakt því eins og
Sigurður hefur sagt sjálfur þá er þetta ekki kynlífssafn.
Til viðbótar fannst mér mjög áhugavert að safngestir
hafa verið duglegir að senda honum hluti og benda
honum á hluti. Vöxtur safnsins hefur verið í góðum
tengslum við bæði Íslendinga og erlenda gesti.“
ylfa@mbl.is
Huldu-
manns-
typpi fáum
sýnilegt
Reður og reðurminjar
Hið Íslenzka reðasafn safnar, sýnir og fræðir gesti safnsins um reði af íslenskum
spendýrum. Safnið var opnað í Reykjavík 23. ágúst 1997 í 60 fermetra bakhúsi
við Laugaveg 24. Safninu var lokað í Reykjavík í byrjun apríl 2004 og það flutt til
Húsavíkur, þar sem það var opnað 21. maí 2004. Stofnandi og eigandi safnsins
er Sigurður Hjartarson sagnfræðingur, en hann hóf söfnun á reðum árið 1974
sem tómstundagaman þegar nokkrir félagar hans gáfu honum fjögur eintök af
nautsreðum. Safnkostur og gestafjöldi hefur smám saman verið að aukast frá
stofnun safnsins. Safnið á í dag um 300 eintök af reðum og reðurhlutum og er
stærsta eintakið yfir 170 sentimetra langt eintak af búrhval. Reðirnir eru sýndir í
krukkum fylltum af formalíni eða alkóhóli, uppstoppaðir á sigurskjöldum eða
sýndir á myndum eða í sýningarskápum s.s. eins og reðurbein. Ekkert mannlegt
eintak er á safninu fyrir utan forhúð og tvö eistu. Safnið á í dag fjögur fyrirheit frá
innlendum og erlendum reðurgjöfum sem hafa ánafnað safninu sín eintök. Safn-
ið safnar einnig því sem hægt er að kalla „reðurminjar“ (e. phallobilia) og er að
finna í safninu mynd af umskurði Krists frá 18. öld og snuð í líki reðurs.
Úr Huldumannstyppi og næmar konur eftir Sigurjón B. Hafsteinsson.
Sigurjón B. Haf-
steinsson segist ekki
hafa séð huldumanns-
typpið í krukkunni.
Sérð þú huldumannstyppið?
Mannlíf