SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 40
40 29. nóvember 2009 Æ tli þetta sé ekki bara karma. Ég millilenti hér í eina viku á síðasta ári á leið frá Bandaríkjunum til Bret- lands og heilaðist strax af landi og þjóð. Fjöllin eru engu lík, Jökulsárlón er himnaríki á jörð og fólkið elskulegt.“ Það er nepalski matreiðslumeistarinn Deepak Panday sem hefur orðið en hann opnaði fyrr á árinu veitingastaðinn Eld- hús á Laugavegi 60A. Þar er reiddur fram matur að nepölskum og indverskum hætti. Panday hitti marga landa sína meðan á dvöl hans stóð á síðasta ári en honum telst til að þeir séu á annað hundrað. Þeir hvöttu hann til dáða. Panday starfar hjá bresk-nepalskri veitingahúsakeðju, B.R.A.S.S., og hafði rætt um að opna útibú á nýjum og fram- andi slóðum. „Eftir dvölina hér var ég ekki í nokkrum vafa. Ég vildi opna veit- ingastað í Reykjavík. Eigendurnir sam- þykktu það,“ segir hann. Eldhús tók til starfa í mars og segir Panday viðtökur hafa verið vonum fram- ar. „60% gesta okkar eru Íslendingar og af viðbrögðum þeirra að dæma var löngu tímabært að opna stað af þessu tagi í Reykjavík,“ segir Panday sem hefur verið duglegur að kanna viðhorf gesta sinna til krása og þjónustu. Hann sýnir blaða- manni fáein spjöld og af þeim að dæma er viðhorfið afar jákvætt. „Það var tími til kominn að kynna Íslendingum karríið. Það er allra meina bót.“ Hollustan í fyrirrúmi Höfuðáhersla er á ævagamla nepalska matreiðsluhefð, Newari, þar sem holl- ustan er í fyrirrúmi. Annars segir Panday að hráefnið sé af afar fjölbreyttum toga. „Markmiðið er sáraeinfalt: Að færa Ís- lendingum besta mat í heimi.“ Panday tekur líka mið af nágrönnunum sínum enda er indversk matargerðarlist öllum kunn. „Nepal er svo lítið land að það er ágætt að leita í smiðju til Indverj- anna líka.“ Lítið og ekki lítið, bendi ég á en íbúar Nepals eru hundrað sinnum fleiri en við Íslendingar. Hann hlær þegar málið er Ætli þetta sé ekki bara karma Eldhús er veitingastaður á Laugavegi sem sér- hæfir sig í matargerðarlist frá Indlandi og Nepal. Deepak Panday, sem er potturinn og pannan á staðnum, féll fyrir landi og þjóð við fyrstu sýn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Steiktar rækjur með kartöflumús, fersku og grilluðu grænmeti. Pönnusteiktur lax að nepölskum sið með kartöflum, fersku salati og sósu. Matur „Ég ætla að fá eina litla kók og drekka hana hérna.“ Þessi setning var algeng í íslenskum sjoppum í gamla daga en heyrist varla lengur því nú eru glerflöskurnar einnota. Það skiptir seljandann engu máli hvort kaupandinn hefur í hyggju að tæma flöskuna á staðnum. Verðið er hið sama. Nú er Akureyri heimabær kóks í gleri. Lengi var Vesturbærinn í Reykjavík heimavöllurinn, síðan verksmiðja Vífilfells á Stuðla- hálsi en síðan fljótlega upp úr aldamótunum hefur þessum óop- inbera þjóðardrykk Íslendinga verið tappað á gler í höfuðstað Norðurlands og hvergi annars staðar hérlendis. Akureyringar segja kókið í flöskunum aldrei hafa verið betra en síðustu ár; síðan farið var að nota vatnið úr Hlíðarfjalli! Þess ber þó að geta að kolsýran í drykkinn kemur úr iðrum jarðar, til- tölulega hrein, með heitu vatni við Hæðarenda í Soginu. Kolsýran er því alíslensk, vatnið líka. Sykurinn kemur auðvitað erlendis frá og lykillinn að drykknum, leyniformúlan sem John Pemberton setti saman árið 1886 í borginni Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkj- unum, kemur hingað úr bragðefnaverksmiðju Coca Cola á Írlandi. Kók var í fyrsta skipti flutt til Íslands árið 1942. Það fylgdi bandaríska hernum hvert sem hann fór. „Litla“ kókflaskan, sem sumum finnst enn vera „alvöru“ kókið, var lengi sú eina. Í henni voru 192 ml en í glerflöskunni nú eru 240 ml. Kók er lífrænn vökvi; bragðefnin eru unnin úr jurtum sem blandað er saman skv. kúnstarinnar reglum. Lífrænir vökvar eru viðkvæmir fyrir ýmsu, kók er til dæmis viðkvæmt fyrir hita og sérstaklega sólarljósi. Og nýblandað kók er ekki nákvæmlega eins á bragðið og það sem er orðið gamalt. Þeir hörðustu fullyrða að kók í gleri sé betra en sami drykkur í öðrum umbúðum en enginn munur er á að sögn framleiðandans. Samt! segja sumir. skapti@mbl.is Drykkur vikunnar Kók í gleriTími trönuberjanna er runninn upp en það eruhárauðu berin sem koma í búðir fyrir jólin. Þau eru notuð í sósur, bökur og fleira. Sumir nota þau í staðinn fyrir rifsber og sólber í uppskriftir. Trönuber eru amerísk að uppruna og hafa verið ræktuð vestanhafs frá því snemma á 19. öld. Færri þekkja þurrkuð trönuber sem líkjast helst rúsínum en eru dökkrauð að lit. Tími trönuberja Morgunblaðið/Kristinn Njótum aðventunnar saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.