SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 52
52 29. nóvember 2009 E itt mesta hrós sem hægt er að skenkja rithöfundi er að segja hann vera frábæran stílista. En ef sama höfundi er sagt þetta oft þá kemur að því að hann fyllist óör- yggi og fer að verja fyrir sig fyrir hrós- inu með orðunum: „Ég er ekki bara stíl- isti.“ Þessi vörn rithöfundarins stafar vita- skuld af því að honum finnst að með því að vera stimplaður sem stílisti sé um leið verið að hafa af honum þann heiður að vera sögumaður. Og rithöfundar vilja langflestir segja sögur. Vel stíluð saga veitir yndi og fær mann til að lesa áfram í næstum leiðslu- kenndu ástandi. Stílistarnir fanga les- andann. Það eru þeir sem fá hann til að líta upp úr bókinni segja upphátt: „Mik- ið óskaplega er þetta góð bók!“ Og góð bók eftir afburða stílista getur varla ver- ið of löng. Þegar kemur að skorti á góðum stíl hvarflar hug- urinn óneit- anlega til barna- og unglinga- sagnahöfunda og glæpa- sagnahöfunda. Á þessum bæjum er furðu lítið lagt upp úr stíl. Almennt – og nú er verið að tala almennt – einkennast ís- lenskar barna- bækur af eins konar sam- ræmdum stíl, talmálslegum og hversdagslegum. Þar koma alltof sjaldan fyrir setningar sem hægt er að dást að. Ungur aldur lesenda ætti ekki að vera afsökun höfunda fyrir að dekra ekki við stílinn. Góður stíll á alls staðar við. Höfundarnir eru hins vegar uppteknir af söguefninu og stíll verður útundan. Það er engu líkara en þeim finnist að það sé ekki þeirra hlut- verk að sýna tilþrif í stíl. Hið sama á sannarlega við um spennusagnahöfunda. Íslenskir spennusagnahöfundar hafa fæstir áhuga á stíl. Í huga þeirra er morðið í forgrunni og líf spæjarans, sem er yfirleitt markað af alls kyns veseni. Það er of mikil flatneskja í íslenskum spennusögum, tafskenndar endurtekn- ingar og óvandað málfar. Sjálfsagt telja höfundarnir sig með þessu vera að end- urspegla nútímaraunveruleika. Þeir vilja ekki dútla við eitthvert textafínerí. Ef rithöfundar vilja að bækur þeirri lifi og séu einhvers virði verða þeir að huga að stílnum. En kannski er þeim mörgum alveg sama um ódauðleikann. Hvar eru stíl- istarnir? Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórs- dóttir kolbrun@mbl.is Almennt – og nú er verið að tala almennt – einkennast ís- lenskar barna- bækur af eins konar samræmd- um stíl, talmáls- legum og hvers- dagslegum. Þar koma alltof sjald- an fyrir setningar sem hægt er að dást að. M innisvarðinn um Stephan G. Stephansson rís hátt yfir Skagafirði, á Arnarstapa, og margir staldra þar við. Stephan G. fæddist á kotbýli í Skagafirði árið 1853. Fjölskyldan bjó síðar á öðru koti nærri þeim stað þar sem minnisvarðinn stendur, og Stephan lést í Alberta í Kanada árið 1927, tæplega 74 ára gamall. Stephans G. er minnst sem „Kletta- fjallaskáldsins“, enda ól hann sinn full- orðinsaldur sem fátækur bóndi í Banda- ríkjunum og Kanada, bóndi sem eyddi frístundum í skriftir og skapaði merkileg verk á íslenskri tungu, fjarri fósturjörð- inni. „Mun ýkjulaust, að einginn ein- stakur höfundur hafi auðgað túngu vora í svipuðum mæli sem hann,“ skrifaði Hall- dór Laxness í minningargrein. Stephan G. kom í heimsókn til Íslands árið 1917 og var hylltur hvar sem hann kom. Eins og oft gerist með verk lista- manna, þá fennir í sporin og vissulega hefur það verið raunin með Kletta- fjallaskáldið, þótt margir þekki hans þekktustu kvæði, á borð við Úr Íslend- ingadagsræðu: „Þó þú langförull legðir / sérhvert land undir fót …“ Fyrir nokkrum árum ritaði Viðar Hreinsson vandaða ævisögu Stephans og má segja að þá hafi verk hans komist aftur í umræðuna. Nú hefur Skólavefurinn gefið út athyglisvert og afar aðgengilegt verk, „Hlývindi – Ljóð og laust mál eftir Steph- an G. Stephansson“. Baldur Hafstað ritar inngang og rýnir í texta eftir skáldið, bæði í ljóð og laust mál, og skýrir hvað verið er að fara. „Vinur aftansólar sértu“ Í bókinni Hlývindi rýnir Baldur Hafstað í ljóð og laust mál eftir skáldið Stephan G. Stephansson. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sem dæmi má nefna vísuna Hug og hjarta frá árinu 1901: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað – vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Í athugasemdum segir Baldur meðal annars: „Á þessa vísu mætti líta sem ein- kunnarorð Stephans G. Þetta er ákall eða hvatning: menn haldi vöku sinni og rækti vináttu og frændsemi. Náttúran er per- sónugerð – og morgunn og kvöld renna saman við æsku og elli …“ Í „Hlývindi“ eru birt ljóð og prósa- textar, og að auki drög að sjálfsævisögu. Verkið er vel til þess fallið að kynna skrif skáldsins fyrir nýjum lesendum, og af- staða skáldsins til lífs og listar er útskýrð. Eins og kemur fram var Stephan oft um- deildur. Hann tók afstöðu til málefna samtíma síns, deildi til að mynda á strísð- rekstur – og hlaut bágt fyrir. En þessi maður þekkti lífið, þekkti basl hins fá- tæka, en „lét baslið ekki smækka sig“, eins og hann segir. Stephan var ekki sáttur við allar stéttir, prestar og við blaðamenn beittu til að mynda ekki alltaf frumlegri hugsun að hans mati. Sú skoðun hans birtist í smáprósanum Sjöundi dagurinn: Á sex dögum skapaði Guð himin og jörð. Hann fann upp eitthvað nýtt hvern þann dag. Sjöunda daginn hvíldist hann. Eða, sama sem – hann skapaði þá bergmálið, prestana og ritstjórana. Stephan G. Steph- ansson sat við skriftir hvenær sem færi gafst. Bækur Allar bækur 1. (1.) Brauð– og kökubók Hagkaups – Jóhannes Felixson / Hagkaup 2. (2.) Svörtuloft – Arnaldur Indriðason / Vaka– Helgafell 3. (–) Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson / Bjartur 4. (–) Vigdís – kona verður for- seti – Páll Valsson / JPV 5. (8.) Karlsvagninn – Kristín Marja Baldursdóttir / Mál og menning 6. (–) Ef væri ég söngvari – Ragnheiður Gestsdóttir / Mál og menning 7. (–) Stórskemmtilega stelpu- bókin / A.J. Buchanan & M. Peskowitz / Vaka–Helgafell 8. (–) Núll núll 9 – Þorgrímur Þráinsson / Mál og menning 9. (–) Skúli Skelfir og jólin – Francesca Simon / JPV 10. (5.) Snorri – Ævisaga – Óskar Guðmundsson / JPV Ævisögur, handbækur og almennt efni 1. (1.) Brauð– og kökubók Hagkaups – Jóhannes Fel- ixson / Hagkaup 2. (–) Vigdís – kona verður for- seti – Páll Valsson / JPV 3. (4.) Snorri – Ævisaga – Óskar Guðmundsson / JPV 4. (–) Heimsmetabók Guin- ness 2010 / Vaka– Helgafell 5. (–) Útkall við Látrabjarg – Óttar Sveinsson / Útkall 6. (–) Matur og drykkur – Helga Sigurðardóttir / Opna 7. (–) Landsliðsréttir Hag- kaups –Landslið mat- reiðslumeistara /Hagkaup 8. (7.) Hjartsláttur – Hjálmar Jónsson /Veröld 9. (5.) Prjónadagar 2010 – Kristín Harðardóttir/ Tölvusýsl 10. (–) Veisla – Matreiðslubók Nóatúns / Nóatún Barna– og unglingabækur 1. (1.) Ef væri ég söngvari – Ragnheiður Gestsdóttir / Mál og menning 2. (–) Stórskemmtilega stelpu- bókin / A.J. Buchanan & M. Peskowitz / Vaka–Helgafell 3. (7.) núll núll 9 – Þorgrímur Þráinsson / Mál og menning 4. (2.) Skúli Skelfir og jólin – F. Simon / JPV útgáfa 5. (3.) Skúli skelfir og hræðilegi snjókarlinn – F. Simon / JPV 6. (6.) Jólasveinarnir 13 – B. Pilkington / Mál og menning 7. (4.) Lubbi finnur málbein – Eyrún Ísfold Gíslad. og Þóra Másd. / Mál og menning 8. (10.) Nýtt tungl – Stephenie Meyer / Mál og menning 9. (–) Spurningabókin 2009 / Bókaútgáfan Hólar 10. (–) Prinsessan á Bessa- stöðum – Gerður Kristný / Mál og menning Íslensk og þýdd skáldverk 1. (1.) Svörtuloft – Arnaldur Indriðason / Vaka–Helgafell 2. (–) Loftkastalinn sem hrundi – S. Larsson / Bjartur 3. (2.) Karlsvagninn – Kristín Marja Baldursdóttir / Mál og menning 4. (5.) Hyldýpi – Stefán Máni / JPV 5. (–) Stúlkan sem lék sér að eldinum – S.Larsson / Bjartur 6. (3.) Enn er morgunn – Böðvar Guðmundsson / Uppheimar 7. (4.) Sex grunaðir – Vikas Swarup / JPV 8. (–) Harmur englanna – Jón Kalman Stefánsson / Bjartur 9. (–) Karlar sem hata konur – S. Larsson / Bjartur 10. (10.) Berlínaraspirnar – Anne B. Ragde / Mál og menning Metsölulisti Morgunblaðsins Listinn byggist á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar Laugavegi, Bókaversluninni Iðu í Lækjargötu, Hagkaupum Eiðistorgi, Kringlunni, Skeifunni, Holtagörðum, Spönginni, Smaára- torgi, Garðabæ, Njarðvík, Borgarnesi og Akureyri, Nettó Mjódd, Salavegi, Grindavík, Akureyri og Höfn, Strax Hófgerði, Búarkóri, Flúðum, Akranesi og Búðardal, Úrval Hafnarfirði, Selfossi, Njarðvík, Borgarnesi, Ísafirði, Blönduósi, Dalvík og Akureyri, Krónunni Akranesi, Árbæ, Bíldshöfða, Breiðholti, Granda, Hvaleyrarbraut, Lindum, Mosfellsbæ, Reyðarfirði, Reykjavíkurvegi, Selfossi og Vestmannaeyjum, Nótaúni Austurveri, Grafarholti, Hamraborg, hringbraut og Nóatúni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.