SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 50
50 29. nóvember 2009 E fninu í þessari bók hef ég safnað saman á þeim 40 árum sem ég hef unnið við jöklarannsóknir en í fimmtán ár hef ég verið að skrifa bókina,“ segir Helgi Björnsson þegar hann flettir hinu mikla verki sínu, Jöklar á Íslandi, sem dreift var í verslanir í vikunni. Þetta er nær 500 síðna bók, í stóru broti, full af hinum fjölbreytilegustu upplýsingum og fróðleik um jökla landsins; sögu þeirra og eðli, rann- sóknir á þeim og lýsingar ferðalanga fyrri alda. Í bók- inni eru ný kort af jöklunum, tölvugerðar myndir sem sýna landslagið undir jöklum og glæsilegar ljósmyndir af jöklunum og umhverfi þeirra sem Helgi hefur flestar tekið sjálfur. Þá er fjallað um og sýnt í myndum hvernig jöklarnir hafa stækkað á liðnum öldum og hvernig þeir fara nú minnkandi, og hvernig verður umhorfs þegar þeir verða horfnir – í ekki svo fjarlægri framtíð. Skylda við mig og söguefnið að ljúka þessu Jöklar þekja að sögn Helga um 11% Íslands. Engir landsmenn þekkja betur þennan hvíta og kalda heim, sem getur hrifið og gefið en líka ógnað og eytt. Helgi nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla, varði þar doktorsritgerð sína og var þar prófessor um tíu ára skeið. Hér heima hefur hann lengst af starfað við Raun- vísindastofnun Háskólans og gegnir stöðu rannsókn- arprófessors. Hann hefur um áratugaskeið verið í for- ystu um jöklarannsóknir hér og hefur kynnt rannsóknir sínar með ótal fyrirlestrum og fræðigreinum. Hann er maðurinn sem við blaðamenn höfum leitað til þegar jöklar haga sér á einhvern hátt „óvenjulega“ og komast í fréttir, og hefur ætíð verið fús að miðla þekkingu sinni. „Allar mínar tómstundir síðustu fimmtán ár hafa far- ið í þetta verk, og það hefur bitnað á öðru og öðrum,“ segir Helgi og bætir við: „En ég hef verið heltekinn af þessu verki. Stundum fylltist ég örvæntingu og lagði verkið frá mér, þegar ég gat ekki gefið því þann tíma sem ég vildi.“ Fimmtán mínútur hér eða þar, samhliða annarri vinnu, voru aldrei nóg. „Stundum þurfti ég að bíta á jaxlinn. Þegar ég var að byrja á verkinu fannst mér stundum að ég ætti að hætta við. En þegar til kom gat ég það ekki,“ segir hann og brosir. „Mér fannst það skylda mín við sjálfan mig og söguefnið að ljúka þessu; þarna á ég við allt þetta fólk sem stritaði við jöklarannsóknir og þraukaði í erfiðu sambýli við jökla allt frá landnámi, og einnig þá sem stöðugt spyrja mig hvað sé að verða um jöklana og hvaða áhrif þeir muni hafa hér á landi á komandi árum. Mér hefur aldrei fundist að ég svaraði nógu vel slíkum spurningum og vildi því reyna það með þessari bók. Þetta er kvittun fyrir það sem ég hef fengið að starfa við. Svo hef ég alltaf haft gaman af að skrifa. Tómstundirnar fóru í þetta til að byrja með en síðustu misserin hefur bókin átt stöðugt meira af mínum tíma.“ Helgi hefur lengi safnað að sér þeim fróðleik sem birtist í bókinni en hann segir að það hafi á engan hátt verið sjálfgefið hvernig fróðleiknum og öllum þeim sög- um sem eru sagðar væri komið á framfæri. „Þetta rann ekkert auðveldlega fram. Fyrir mér var ekkert sjálfgefið í þessu verki,“ svarar hann þegar spurt er hvort efnið hafi ekki brotist fram eins og jökulhlaup. Hins vegar hafi verið ánægjulegt þegar efnið tók að mótast og fann sér farveg. „Það hélt mér við verkið svo ég gat aldrei hætt við það. Ég hef alltaf verið að skrifa hjá mér einhvern fróðleik sem nýtist mér í hinu og þessu. Til dæmis gerðist ég áhugamaður um gamlar ferðabækur og safna þeim. Ég hef gaman af að lesa gamlar bækur, og skrif manna fyrri tíma, í ljósi nútíma þekkingar.“ Get alveg eins veitt með myndavél Ljósmyndir Helga eru veigamikill þáttur í verkinu. Margar þeirra breiða úr sér á heilum opnum og sýna mikilfenglegar jökulbreiður, tignarleg fjöll og ár sem teikna glóandi línur í landið. Hefur hann lengi lagt sig eftir því að ljósmynda jöklana? „Ég fór seint að kaupa mér almennilegar ljósmynda- vélar,“ segir hann, „og ég sé eftir að hafa ekki gert það fyrr. Það var ekki fyrr en ég fór að hugsa um að skrifa þessa bók að ég fékk mér hágæðavélar. Ég hef alla tíð tekið mikið af myndum í ferðum á jökla en þær eldri reyndust ekki nógu góðar.“ Jöklar urðu starfsvettvangur Helga Björnssonar. Í vikunni kom út sannkallað stórvirki, Jöklar á Íslandi, sem Helgi hefur unnið að í 15 ár. Bók sem gagnast mun fræði- og leikmönnum. Spurningar og svör um jökla snerta því alla jarðarbúa. Bækur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Heltekinn af þessu verki Lesbók Í umfjöllun sinni um einstaka jökla landsins skoðar Helgi ýmsa og ólíka þætti, birtir ljós- myndir og upplýsingar á kortum og í töflum. Hér birtist upphaf kafla um sögu rannsókna á Kötlu og Mýrdalsjökli: Fyrsta ritaða samtímalýsing á Kötlugosi (1580) birtist í Íslandslýsingu Odds biskups Einarssonar (1559-1630) frá 1590 og frá- sagnir sjónarvotta eru síðan til af öllum Kötlugosum eftir 1625. Legu gosstöðvanna var hins vegar sjaldan lýst en sjá má að gos- ið hefur bæði í einstökum gígum og stuttum sprungum svo austarlega í eldstöðinni að hlaupin hafa fallið niður á Mýrdalssand. Árið 1625 sáust lítil gosop austan við megingíg- inn sex dögum eftir að gosið hófst. Við um- brotin 1721 lækkaði jökullinn vegna bráðn- unar og klettar eða fjall komu í ljós sem höfðu verið hulin jökli í meira en 100 ár. Við þessa kletta höfðu fjörumörk á Mýrdals- sandi áður verið miðuð og upp komu landa- merkjadeilur þegar klettarnir birtust á ný. Ár- ið 1755 gaus í fyrstu á tveimur stöðum og var annar vestarlega í öskjunni, í norðri frá Holti í Mýrdal. Gosstöðvunum 1823 og 1918 var síðan ítarlega lýst. Enginn veit hver fyrstur gekk á Mýrdals- jökul en Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru upp hann norðanverðan frá Mælifells- sandi suður af Strúti í lok ágúst 1756 til þess að kanna Kötlugjá eftir gos sem hófst 17. október 1755 og minnti á sig fram á mitt ár 1756. Þeir gengu fast að Kötlu en sáu varla handaskil vegna hríðarveðurs. Nýfalln- ar hrúgur af grófgerðum vikri og smásteinum vitnuðu um nokkurt líf í eldstöðinni. Síðar um haustið, 6. október, sáu þeir úr austri „hið ægilega gin“ Kötlugjár. „Er það að sjá sem dalur mikill í jöklinum, þar sem honum byrjar að halla til austurs. Fyrir ofan gjána standa svartir tindar upp úr jöklinum, og til hliðanna liggur klettaröð niður að fjalls- rótum. Fyrir framan mynni dals þessa sést, hversu ógurlegur og næstum óskiljanlegur máttur náttúruaflanna, elds og vatns, er, þegar þau starfa saman. Þarna eru mörg hrunin björg hvert ofan á öðru og grafin sundur með djúpum gjám og gínandi hengi- flugum. Fjallarústum þessum verður einna helzt líkt við ólgandi haf, því að björgin, sem ýmist hafa hrunið eða verið hreykt upp á ný, liggja líkt og öldur, og farvegirnir, sem vatns- flóðin hafa brotizt í gegnum með grjótflugi og jakaburði, eru þó sýnilegir, þótt allar þessar umbyltingar hafi orðið. Þegar við horfðum yf- ir þetta land frá ýmsum góðum sjónarhólum kringum Höfðabrekku, varð okkur ljóst, að við urðum algerlega að hverfa frá þeirri fyr- irætlan að ganga á jökulinn að sunnan- verðu.“ Eftir að þeir Bjarni vitjuðu Kötlu orti Eggert stoltur Kötlugyllingu: Vér höfum þó farið vítt um land, veisur, öræfi, hraun og sand, fjöll, jökla, jökul-ár, hellra, björg og gljúfra-gjár, greiddist vel ferðin síð og ár. Tölvugerð mynd af Mýrdalsjökli úr bók Helga Björnssonar, Jöklar á Íslandi, en á þeirri efri hef- ur jökulhettunni verið svipt af og landið undir henni skoðað. Mýrdalsjökull er 600 ferkílómetrar. Undir honum leynist Kötlueldstöðin, sem er 300 ferkíló- metrar að grunnfleti. Fjallið rís upp að öskjubörmum sem umlykja 110 ferkílómetra spor- öskjulaga svæði. Innan þeirra er 650 - 750 metra djúp askja. Þrír skriðjöklar hafa rofið djúp skörð í öskjubarmana. Hyrfi Mýrdalsjökull gæti stöðuvatn legið í öskjubotninum. Saga Kötlurannsókna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.