SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 48
48 29. nóvember 2009 „Ég samdi tónlist við Gunnarshólma, sem er eitt af hinum miklu kvæðum Jónasar – erum við ekki öll sammála um það?“ spyr Atli Heimir Sveinsson. Blaðamaður frétti að tónskáldið hefði samið lag við hið kunna ljóð Jónasar Hall- grímssonar og verður það frumflutt af Fífilbrekkuhópnum á fullveldissamkomu Heimssýnar í Salnum í Kópavogi 1. des- ember næstkomandi. Fífilbrekkuhópurinn flutti á sínum tíma lög Atla Heimis við 26 önnur ljóð skálds- ins á tónleikum, og á tveimur hljóm- diskum að auki. „Á sínum tíma gerði ég þessi lög við ljóð Jónasar að áeggjan Bríetar Héðinsdóttur, sem ætlaði sér að gera lítið leikrit og fara með það í skóla. Hún bað um lög sem væru svo einföld að krakkar gætu lært og sungið, eftir að hafa heyrt þau svona tvisvar sinnum,“ segir Atli Heimir Ekki varð neitt úr samstarfi við Bríeti en þegar hún lést hafði tónskáldið samið nokkur lög sem Fífilbrekkuhópurinn, kammerhópur sem Sigurður Snorrason leiddi, tók upp á arma sína og flutti víða. „Vinir mínir stóðu í raun fyrir því,“ segir Atli Heimir. „Einna fremstur í flokki var gamall vinur minn, Halldór Blöndal, sem elskar falleg lög og góðan skáldskap. Signý Sæmundsdóttir söng lögin af mikilli snilld. Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyj- ólfur Eyjólfsson sungu þessi lög líka mik- ið. Ég samdi fleiri lög, en átti Gunnars- hólma alltaf eftir. Ég náði því aldrei. Einn maður hvatti mig þó gjarnan til verksins, Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. Hann er söngmaður og Jónasaraðdáandi,“ segir Atli Heimir. Hef smámóral í lokin „Einhvern veginn kom þetta litla lag núna og ég lék það heima hjá mér fyrir vini og kunningja, eins og Styrmi Gunnarsson. Hann er gamall vinur og skólabróðir, og hafði gaman af þessu.“ – Þar er líklega komin ástæðan fyrir því að lagið við Gunnarshólma verður frum- flutt á samkomu Heimssýnar? Atli Heimir hlær. „Já, Styrmir er á móti Evrópubandalaginu, rétt eins og Ragnar Arnalds, annar gamall vinur og skóla- bróðir. Ég er nú á annarri skoðun í Evrópumálum en þeir, en finnst engin ástæða til að meina Íslendingum aðgang að Jónasi Hallgrímssyni, sama hvaða Átti Gunnars- hólma alltaf eftir V eðrið hefur leikið við okkur á höfuðborgarsvæðinu undan- farnar vikur. Sólskin og stillur hafa létt lundina og fram- kallað hátíðarstemmingu sem ég tengi hátíðleika jólanna. Sannkallað spari- veður! Tíðin í efnahags- og stjórnmálum er því miður ekki jafngóð en það fer ekki framhjá neinum sem fer á mannamót eða í verslanir Og fjölmiðlarnir hafa verið óþreytandi að upplýsa um alvarleika ástandsins. Mánuð eftir mánuð hafa þeir fjallað daglega um ýmsar hliðar krepp- unnar þótt mest hafi borið á þrotlausri umræðu um ICESAVE samkomulagið og mál sem tengjast efnahagsvanda fyr- irtækja og einstaklinga. Af öllum þessum fréttum má álykta að enn sé langt í land að ástandið muni batna eða jafnvel að það muni versna til mikilla muna. Til dæmis hafa andstæðingar ICESAVE sam- komulagsins verið iðnir við að benda á að líklegt sé að hér leggist á landflótti innan tíðar vegna samkomulagsins sem leggi slíkar klyfjar á landsmenn að ekki verði þolað. Dapurlegt innihald allra þessara frétta, og endalausar umræður um þær, skýrir kannski hvers vegna það heyrist æ oftar að jafnvel fróðleiksfúst fólk nenni ekki lengur að lesa blöð eða hlusta á fréttir. Það er öllum ljóst að takmörkuð fjár- ráð fjölmiðla og lítil markaður sniða þeim þröngan stakk. Þeir beina því fyrst og fremst sjónum að innlendum vett- vangi jafnvel þótt lítið fréttnæmt hendi frá degi til dags. Fréttir og fréttaskýr- ingar af því sem gerist utan landstein- anna eru þess vegna ákaflega takmark- aðar. Sá böggull fylgir skammrifi að það skekkir mjög sýn fólks á stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði; a.m.k. þeirra sem ekki hafa aðgang að erlendum fjöl- miðlum t.d. í gegnum áskriftarsjónvarp eða netið. Fulltrúi hollenskra sparifjár- eigenda benti einmitt á þetta vandamál í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu sl. sunnudag. Sagði hann umræðuna á Ís- landi svo sjálfhverfa að fólk hér hefði litla hugmynd um ástandið annars stað- ar. Hagræðingin innan RÚV sem fól í sér sameiningu fréttastofa sjónvarps og út- varps og styttingu fréttatíma í útvarpi hefur ekki hjálpað í þessum efnum. Stytting fréttatímans þýðir vitanlega að færra kemst í fréttir og ekki hjálpar að nú eru sjöfréttir sjónvarpsins næstum því endurflutningur á sexfréttum út- varpsins. Minna pláss fyrir fréttir, vegna tímarammans og sameiningar, þýðir að margt verður útundan sem þarft væri að fjalla um. Hætt er við að þetta minnki enn hlut erlendra frétta í fréttatímum frá því sem áður var. Við lifum hins vegar í mjög alþjóðavæddum heimi og fyrir smáríki eins og Ísland, sem á mjög mikið undir alþjóðlegum viðskiptum og góðum samskiptum við önnur ríki, er ekki hægt að láta sem umheimurinn sé ekki til. Eins og við Íslendingar höfum verið minnt svo óþyrmilega á erum við hvorki ónæm fyrir breytingum í hinu alþjóðlega umhverfi né gilda sérreglur fyrir okkur. Af þessum sökum ættu fjölmiðlar að auka og bæta umfjöllun sína um það sem gerist í nágrannalöndum okkar og víðar. Pistlar Sveins Helgasonar frá Bandaríkj- unum og Sigrúnar Davíðsdóttur frá Bret- landi eru þó ánægjulegar undantekn- ingar. Og ég vildi gjarnan heyra fleiri erlendar fréttaskýringar frá Boga Ágústssyni og Friðriki Páli Jónssyni. Hér sé ég sóknarfæri fyrir áskriftarblað eins og Morgunblaðið sem getur ekki keppt við Fréttablaðið sem er fríblað nema með því að auka bæði fjölbreytn- ina í efnisvali og dýptina í umfjölluninni. Þegar það er hins vegar orðið svo þunnt að fátt er í því nema aðsendar greinar og blessaðar minningargreinarnar er hætt við að áskrifendunum fækki frekar en fjölgi. „Stytting fréttatímans þýðir vitanlega að færra kemst í fréttir og ekki hjálpar að nú eru sjö- fréttir sjónvarpsins næstum því endurflutningur á sexfréttum útvarpsins.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Land sjálf- hverfunnar? Fréttir og frétta- skýringar af því sem gerist utan land- steinanna eru þess vegna ákaflega takmarkaðar. Fjölmiðlar Stefanía Óskarsdóttir stefosk@hi.is „öll orðin sýnast miklu raun- verulegri en þau eru í raun“ T íunda ljóðabók Ísaks Harðarsonar liggur á borðinu, blásvört og svöl svona til- tölulega nýafklædd plastinu. Rennur upp um nótt, kveðst hún heita og spyr mig um leið, hvað renni upp um nótt. Ef birtan rennur upp um dag, er það þá ekki myrkrið sem rennur upp um nótt? Kannski. Kannski er það eitt- hvað allt annað – engill? Stjörnu- ljósastaur? Hið undursamlega? Ljósið? „Ég held að þessi bók eigi í eðlilegu sambandi við fyrri ljóðabækur mínar og engin sérstök frávik,“ segir skáldið, nývaknað í Svíþjóð, og kveður nei við því að hafa samið sín rammíslensku ljóð annars staðar en á Íslandi. Það gerðist einhvern tíma á árunum 2003-2007. Sjálfri finnst mér þó andlegi þráð- urinn, jafnvel guðdómlegi, spinnast þéttar í ljóðum Ísaks en áður. „Ég veit ekki hvort það er rétt hjá þér. Í bókinni á undan, Hjörturinn skiptir um dvalarstað, var sterkur trúarlegur tónn, hugsanlega sterkari en í þessari.“ – Ertu trúaður maður? „Mér finnst rosalega erfitt að dæma um það sjálfur hvort ég er trúaður. Ég myndi vilja vera trúaður. Ég myndi vilja treysta, en svo er það spurning hvernig það reynist manni. Jú, trúin hefur hjálpað mér, það er öruggt mál.“ Bróðir Júdas Vér maðkar Júdas minn, faðmur guðs er negldur opinn, ást hans og hjarta blóðnegld opin fyrir menn eins og þig, fyrir menn eins og mig, fyrir rústaða menn sem geta engu trúað og síst af öllu að til sé ást nógu sterk fyrir maðka eins og þá. Júdas bróðir, hjarta Guðs er neglt upp á gátt við smjúgum þar inn! borum okkur inn í myrka og blóðuga óvissuna, troðumst inn Ljóðin mæta mér alls staðar Undursamlegt myrkrið, himingeimar, stjörnur, trúin og elífðin eru yrkisefni Ísaks Harðarsonar í ljóðabókinni Rennur upp um nótt, en líka ryk- ugur hversdagsleikinn. Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.