SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 51
29. nóvember 2009 51 Myndröðin að neðan er úr kaflanum um Mýrdalsjökul í bókinni Jöklar á Íslandi og sýnir nið- urstöður líkanareikninga um myndun jökulsins. Áður en jökull huldi Kötlu gaus hún væntan- lega upp úr stöðuvatni í öskjunni en eldstöðin er sú næststærsta á landinu. Til hægri er þversnið Mýrdalsjökuls og Kötluöskjunnar. Jökullinn rís víða í um 1.300 metra hæð og er allt að 700 metra þykkur. Í köflunum um einstaka jökla landsins fjallar Helgi meðal annars um sögu rannsókna á þeim. Í undirkaflanum „Jökulbotn og jarðfræði“ um Mýrdalsjökul segir meðal annars: „Könnun á þykkt Mýrdalsjökuls og landslagi undir honum hófst sumarið 1955 með jarð- sveiflumælingum á níu stöðum á hákolli jökulsins. Mælingar sýndu 300-400 m þykkan ís. Árið 1977 var ísþykkt mæld með íssjá í nokkrum sniðum á jöklinum og kom þá í ljós hrika- legt botlandslag. Á miðjum Mýrdalsjökli var ísinn 500-600 m þykkur og staðfesti að þar lá mikil askja undir. Áður höfðu gervitunglamyndir (ERTS Landsat) sýnt yfirborðsform sem sterklega bentu til þess að jökullinn hyldi mikla öskju. Myndun jökuls og þversnið Helgi hitti að máli einn af okkar kunnustu náttúru- ljósmyndurum og falaðist eftir jöklamyndum. Þegar ljósmyndarinn fékk útskýringu á því hvernig myndir Helgi vildi sagði hann: Þessar myndir finnur þú ekki hjá mér, þú verður að taka þær sjálfur. „Það var rétt hjá honum,“ segir Helgi. „Á ferðum mínum hef ég oft tækifæri til að taka myndir eins og ég vil sjá og nota.“ Þegar ljósmyndunum er hrósað brosir Helgi hógvær og segir að þær séu teknar með fræðslugildið í huga. „En ég viðurkenni að ég er kominn með ljósmynda- dellu og hef geysilega gaman af að taka myndir. Ég hef engan áhuga á veiði og langar ekkert í golf; ég get alveg eins veitt með myndavél.“ Jöklarnir rýrna hratt „Jöklar rýrna nú hratt um alla jörð og sjávarborð hækk- ar svo ógnar láglendi, vatnafar og loftslag breytist. Spurningar og svör um jökla snerta því alla jarðarbúa um ókomna tíð,“ skrifar Helgi í formála bókarinnar. Hann segir tilgang bókarinnar vera þann „að segja sögu þekkingar og skilnings á tilurð jökla og hegðun. Þannig metum við verk þeirra. Rakinn er þráður frá fyrstu öld- um Íslandsbyggðar til nútímarannsókna þegar hulunni hefur verið svipt af landinu undir jöklunum. Einnig er því lýst hvernig rannsóknir á sporum eftir jökla hafa opnað augu manna fyrir síbreytilegu loftslagi jarðar. Að lokum er lýst ítarlega jöklum á Íslandi“. Helgi segist hafa reynt að skrifa auðlesinn texta með einföldum skýringarmyndum, forðast torskilin fræði- heiti og sett í viðauka töflur og staglkenndan fróðleik. Myndheimur bókarinnar er afar forvitnilegur. Gömul landakort, handrit og ljósmyndir frá löngu förnum ferðalögum; myndir af frumkvöðlum og frásagnir af af- rekum þeirra, í rannsóknum og uppgötvunum. Forn- maðurinn Ötzi, sem fannst í bráðnandi jökli á mörkum Austurríkis og Ítalíu, verður Helga að sögu rétt eins og heildarlýsing Þorvalds Thoroddsens á Íslandi og jöklum þess, fyrir rúmri öld, ferðir landpósta yfir jöklana, sagnir af gömlum Kötlugosum og ótalmargt annað. Eftir að hafa fjallað um jöklarannsóknir og tilurð jökla og eðli fremst í bókinni fjallar Helgi um hina einstöku stærstu jökla landsins. Hann flettir bókinni og þegar við komum að Vatnajökli segir hann: „Þessi kafli er í raun heil bók í sjálfu sér.“ Enda fær þessi stærsti jökull landsins, og Evrópu, umfjöllun sem hæfir. Í bókarlok birtir Helgi annál jöklarannsókna á Íslandi, samantekt á ensku, einstaklega ítarlega skrá yfir sér- heiti og atriðisorð. Þá eru einnig annálsbrot úr sögunni, allt frá því að þrælar Ingólfs Arnarsonar fara yfir jökulár á Suðurlandi við landnám til samtímans, en við árið 2009 segir: „Skeiðará hverfur úr farvegi sínum.“ Morgunblaðið/Rax Helgi Björnsson jöklafræðingur og rithöfundur í ríki sínu, með myndavélina á snjóbjörtum jökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.