SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Blaðsíða 10
10 29. nóvember 2009 H ver áttar sig á því hvað er satt og hvað er logið í sambandi við skuldamál 1998 ehf. og Haga inni í Arion banka? Skyldi nokkur skilja fléttuna til fulls, nema þá aðalhandritshöfundur og leikstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson? Trúir einhver því að breskir fyrrverandi viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs séu á hraðferð til landsins, með marga milljarða í ferðatöskum, til þess að fjárfesta með vini sínum í Högum? Er Jón Ásgeir ennþá vinur þeirra? Voru þessir „vinir“ Jóns Ásgeirs, þeir Tom Hunter og Don McCarthy, ekki skaðbrenndir eftir viðskipti sín með Baugi Group, sem er nú í yfir 300 milljarða króna gjaldþrotameðferð? Tom Hunter átti hlut í Glitni og FL Group og hann fjárfesti með Baugi í fasteignaverkefnum í Lúxemborg. AMX sagði m.a. um Hunter fyrr í vikunni: „Á auðmannalista Sunday Times árið 2008 var talið að verðmæti eigna Toms Hunters væri um 1,05 milljarðar punda. Hann komst ekki á listann á þessu ári en talið er að eignir hans hafi minnkað um allt að 300 milljónir punda. Áður var Tom Hunter sagður auðugasti maður Skotlands. Tom Hunter er aðaleigandi fjárfestingarfélagsins West Coast Capital. Það félag var einn eigenda Jötuns, ásamt Baugi og Fons. Jötunn var síðan hluthafi í Glitni banka og gegndi lyk- ilhlutverki í valdabaráttu um bankann. Þá áttu West Coast Capital og Baugur í samstarfi í ýmsum fjárfestingum í Bret- landi. West Coast var m.a. hluthafi í matvælaheildsölukeðjunni Booker, ásamt Baugi. Baugur og Tom Hunter áttu einnig sam- starf um eignarhluti í House of Fraser.“ Talsmaður Hunters sagði hér í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að Hunter væri ekki í hópi erlendra fjárfesta sem sagðir voru ætla að endurfjármagna 1998 ehf., móðurfélag Haga. Malcolm Walker stofnaði Iceland-matvörukeðjuna árið 1970, sem var reyndar engin keðja þá, heldur aðeins ein versl- un. Hann byggði hins vegar upp á 30 ára tímabili gífurlega öfl- uga verslanakeðju og seldi hana svo árið 2001. Þegar Baugur Group, Fons, Landsbankinn og fleiri aðilar keyptu Iceland- keðjuna árið 2005 var Walker ráðinn sem forstjóri að keðjunni á nýjan leik, með einhverjum kauprétti, ef vel gengi, en Bill Grimsey, sem hafði rekið keðjuna með tapi frá því Walker hætti, var rekinn. Walker tókst það sem hann ætlaði sér, hann snarsneri rekstrinum við og Iceland fór að stórgræða og Walker eignaðist þannig hlut í keðjunni. Ég hef tvisvar sinnum tekið viðtal við Walker. Í fyrra skiptið snemma árs 2005 úti í Bretlandi þegar Íslendingarnir höfðu keypt keðjuna og hann var um það bil að hefja störf sem for- stjóri og síðara skiptið var hér á Íslandi sumarið 2006, en þá var hann hér á landi í auðkýfingalaxveiðiboði. Þar fyrir utan ræddi ég margsinnis við Walker símleiðis, nú síðast á mánudags- kvöldið, þar sem hann sagðist enga ákvörðun hafa tekið um að fjárfesta í Högum. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að Walker segði að til greina kæmi að hann fjárfesti lítillega í Högum. Af kynnum mínum af Malcolm Walker að dæma held ég að mér sé óhætt að fullyrða að hann er grjótharður „business- nagli“. Grjótharður! Ég leyfi mér líka að fullyrða að hann myndi ekki taka þátt í því að endurfjármagna Haga fyrir þá Bónus-feðga, nema slík fjárfesting lofaði feitum gróða. Ég veit ekkert um fjármál Dons McCarthys, stjórnarfor- manns House of Fraser, en hallast þó að því að hann geti ekki verið áfjáður í að koma hingað með peninga, ef hann á ein- hverja, til þess að fjárfesta í fákeppnisrekstri þeirra feðga, sem ráða yfir um 60% matvörumarkaðar á Íslandi og eiga vonandi yfir höfði sér að fá á sig löggjöf, sem geri þeim ókleift að halda slíkri hlutdeild til frambúðar. DV hélt því fram fyrr í vikunni, að Kaupþing hefði afskrifað um 25 milljarða króna af skuldum 1998 ehf. þegar bankinn tók yfir bréf 1998 ehf. Það hefur ekki fengist staðfest, en sé það rétt, þá þurfa stjórnendur bankans, sem nú heitir Arion banki, að gera grein fyrir því, með hvaða hætti slík vinnubrögð féllu undir hinar „skýru og gegnsæju verklagsreglur bankans“. Geta stjórnendur og stjórnarmenn bankans gert slíkt? Geta þeir haldið störfum sínum og andlitinu, ef þeir leyfa sér slík vinnu- brögð? Ég bara spyr! Flækjustigið vex frá degi til dags Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is 6:30 Heiðar fer fyrstur fjöl- skyldumeðlimanna á fætur, hellir upp á kaffi og hleypir hundinum Pjakki út. Síðan sest hann niður með kaffibolla og les blöðin. Að blaðalestrinum lokn- um vekur Heiðar börnin, Myrkva, 3 ára, og Eneku, 9 ára. Þá er kveikt á morgunsjónvarp- inu og krakkarnir fá sér morg- unkorn yfir teiknimyndunum. „Svo mætum við Myrkvi saman í vinnuna klukkan hálfníu. Ég sæki morgunmatinn og fer með hann út í skúr þar sem elsta deildin er. Ég sest svo niður með krökkunum og fæ mér að borða,“ segir Heiðar um upphaf vinnudagsins. Þegar Heiðar hefur rennt nið- ur hafragrautnum mætir hann á deildarstjórafund þar sem vinnudagurinn er skipulagður. Að fundinum loknum fer Heiðar aftur inn á deild og þá byrjar hópastarf. „Ég er með skólahóp, elstu börnin. Þau eru algjörir snillingar. Við erum með vinnu- stund og í dag erum við að æfa okkur að skrifa nöfnin okkar eftir forskrift,“ segir Heiðar. Á deildinni hans Heiðars, Krummakoti, er 21 barn og þar af eru 12 börn sem eru að fara í skóla. „Eftir hópastarfið er myndrænt val. Það er vinsælast að fara í tölvu og þá eru bara uppbyggilegir leikir í boði eins og Doppa og Bogi blýantur.“ Á meðan börnin eru í vali eru kaffitímar starfsmanna. „Þetta er kvennavinnustaður og það er mikil kvennamenning í gangi, sérstaklega í kaffitímanum. Það er setið og prjónað og oft komið inn á eitthvað sem ekki snertir endilega mitt áhugasvið og ég læt prjónaskapinn alveg eiga sig,“ segir Heiðar sem er þrátt fyrir ólík áhugamál afar ánægður með samstarfsfólk sitt. Að valinu loknu er samveru- stund og þá kemur sér vel að vera með tónlistarbakgrunn. „Ég dreg fram gítarinn og við syngj- um í okkur hungrið og síðan gæðum við okkur á grjónagraut og slátri,“ segir Heiðar. Eftir matinn fer Heiðar út og rifjar upp fótboltatakta, börnunum til mikillar gleði. Rjóð í kinnum fara börnin síðan inn í samverustund þar sem Heiðar les um ævintýri Talnapúkans. Í kaffinu er boðið upp á maltbrauð með kindakæfu og mjólk, sem leggst jafn vel í Heiðar og börnin. Því næst fara börnin aftur í val. 17:30 Vinnudegi er lokið og Heiðar og Linda, kona hans, ákveða að drífa sig beint í Suð- urbæjarlaugina í sund með börnin. „Þetta er besta sund- laugin á landinu. Það er bara eitthvað við það að fara í sund úti. Þeim mun kaldara sem það er, þeim mun þægilegra. Ég syndi fyrst svona 15 ferðir og svo syndir konan.“ Það er ákveðið að hafa hakk og spaghettí sem fellur í góðan jarð- veg hjá yngri fjölskyldumeðlim- unum. „Föður mínum áskotn- aðist heilt naut um daginn og hakkið kemur úr því nauti. Við erum að fara nú um helgina að ganga frá tuddanum og úrbeina hann. Nú á að fylla allar frysti- kistur í fjölskyldunni,“ segir Heiðar. Þegar Heiðar er inntur eftir því hvort þeirra sjái oftar um elda- mennskuna er hann skjótur til svars: „Eldhúsið er minn heima- völlur og ég er kóngurinn þar því mér finnst svo gaman að elda. Pabbi er sko kokkur, kannski hef ég smitast eitthvað af honum.“ Að kvöldmatnum loknum er börnunum komið í ró. Sonurinn Myrkvi fær að sofna í mömmu og pabba rúmi, en það þykir honum gott. Heiðar les fyrir hann sögu um Tomma lest. Dóttirin Eneka dundar sér örlítið lengur enda töluvert eldri en litli bróðir. 21:00 Heiðar fer út að ganga með hundinn og saman leggja þeir undir sig Vellina í Hafn- arfirði í klukkustundargöngu. Þreyttir koma svo pjakkurinn og húsbóndinn heim. Heiðar sest fyrir framan sjónvarpið með Lindu og dottar yfir dansþætti. „Ég er oft skammaður fyrir það að sofna fyrir framan sjónvarpið. Þegar ég byrja að detta út fyrir framan skjáinn fer ég að drífa mig upp í rúm. Sjónvarpið er ágætis svefnmeðal. Það slokknar svo yfirleitt á mér milli klukkan ellefu og tólf,“ segir Heiðar. signyg@mbl.is Dagur í lífi Heiðars Arnar Kristjánssonar leikskólakennara Heiðar vílar ekki fyrir sér að skella sér fótbolta eða eltingaleik með krökkunum. Morgunblaðið/Heiddi Syngur í sig hungrið www.noatun.is GRÍSALUNDIR KR./KG 1199 Nóatún bestir í kjöti 40% afsláttur 1998 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.