SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 47

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Side 47
29. nóvember 2009 47 LÁRÉTT 1. Á herra einn fyrir verkun? (5) 3. Að morgni missa dásamlegir mal. (7) 7. Fim fer úr loftstreymi út því sem erfitt. (8) 8. Stök feit kona er þrjósk. (7) 9. Happapeningar sem þarf að greiða til baka. (7) 10. Nafn á nýju fangelsi fyrir sérstaklega mikla glæpamenn eða staðurinn þar sem það rís? (10) 11. Hrútleiðinleg er á förum. (6) 12. Víð teikning er alltaf í þremur víddum. (7) 13. Þýskur bær sem endaði í Hafnarfirði. (9) 15. Svört fær afl í talíu. (10) 19. Berja tvisvar með fimleikaáhaldi. (6) 21. Orðskýringar á dylgjum. (6) 23. Ráðvandur og án þess vera að með diskó- hljómsveit að því að sagt er. (8) 26. Heyra af Tý með afrek og þau tafsöm. (8) 27. Fimmtíu bræddar í tón. (8) 28. Risnir ná einhvern veginn að gera atlögur. (8) 30. Við Helsingfors ná öngvar inn að kórmeðlimnum. (13) 31. Enn æstir hjá eftirfarandi. (5) 32. Eitt hægindi við glugga. (9) LÓÐRÉTT 1. Það hefur frést að Bára hefur fengið einhvers konar sendingu. (9) 2. Frek nær að naga díl. (6) 3. Tímabil fer ofan út af hávaða. (7) 4. Enginn bolli fyrir Jón Pál. (6,3) 5. Stig rengd af þaninni. (7) 6. Sinnir erindum fyrir þær sem eru boðnar. (8) 8. Næri ástleitni fyrir matreiddan (7) 9. Flott er í happdrætti. (7) 14. Veiðidýr kýs mjög fallega. (7) 16. Gull gast einn ná í líkamshluta. (10) 17. Bera út með hljóðfæri. (6) 18. Sjávardýr kemur að jórturdýri og þau geta af sér skeldýr. (8) 19. Tonn og króna á ný kaupa afl. (10) 20. Þola og vera rétt. (8) 22. Píla snýst við þegar hún kemur að góðum mat og stingst í það sem finnst í tölvum. (6) 24. Mark með engan efa er skotfimur (8) 25. Fugl sem seldur hefur verið mansali? (8) 29. Fífl hvernig sem á þá er litið. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn kross- gátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 29. nóvember rennur út næsta föstudag. Nafn vinningshafans birtist laugardaginn 5. desember. Hepp- inn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 21. nóvember sl. er Jón Guðmundsson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun NORSKA undrið Magnús Carls- son sem verður 19 ára gamall á mánudaginn sló tvær flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síðustu viku. Í fyrsta lagi komst hann upp fyrir Búlg- arann Topalov í efsta sætið á stigalista FIDE og í öðru lagi sigr- aði hann með glæsibrag á heims- meistaramótinu í hraðskák sem á eftir fylgdi. Þegar aðeins tvær umferðir af aðalmótinu voru eftir hafði Magn- ús gert jafntefli í öllum skákum sínum en á lokasprettinum reif hann sig upp og lagði Ponomariov og síðan Peter Leko. Samkvæmt óbirtum stigalista FIDE munar þó ekki miklu á efstu mönnum: 1. Magnús Carlsen 2.805,7 2. Ven- selin Topalov 2.805,1 Hvað varðar efsta sætið á minningarmótinu kom enda- sprettur Magnúsar of seint; Vladimir Kramnik, sem eins og Magnús átti við veikindi að stríða á meðan á mótinu stóð, hafði þá unnið þrjár skákir og stóð að lokum einn uppi sem sigurvegari. Í mótslok lét hann þess getið að hann væri staðráð- inn í að endurheimta heims- meistaratitilinn. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Vladimir Kramnik 6 v. 2.-3. Magnús Carlsen og Vasilí Ivantstjúk 5½ v. 4.-5. Levon Ar- onjan og Wisvanthan Anand 5 v. 6. Boris Gelfand 4½ v. 7. Ruslan Ponomariov 4 v. 8. Peter Svidler 3½ v. 9.-10. Peter Leko og Alex- ander Morozevich 3 v. Sigurskák Magnúsar við Ponomariov fylgir hér á eftir. Í ensku árásinni kemur nýr „snúningur“ í 11. leik, De1 og eins og svo oft áður snýst taflið um það hvort svartur nái að koma skipulagi á liðsafla sinn. Oft þarf ekki nema einn óná- kvæman leik og 16. … Dc5 virð- ist ekki svara kröfum stöðunnar. Magnús gerir sig reiðubúinn til að fórna á e6 með 17. Db3! og fyrsta sprengjan fellur í 19. leik. Það er svo 29. leikur hvíts sem endanlega gerir út um taflið. Gott dæmi um alhliða stíl Norð- mannsins sem nýtur sín ekki síður í rólegri stöðubaráttu: Magnús Carlsen – Ruslan Ponomariov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. Dd2 Rbd7 9. g4 h6 10. 0- 0-0 Re5 11. De1 Dc7 12. h4 b4 13. Rce2 Rc4 14. Rf4 Rxe3 15. Dxe3 Db6 16. Bc4 Dc5 17. Db3 d5 18. exd5 Bd6 19. Rfxe6 fxe6 20. dxe6 Be7 21. Dd3 0-0 22. Bb3 Hd8 23. g5 Rh7 24. gxh6 Dh5 25. De4 Dxh6+ 26. Kb1 Ha7 27. Rf5 Hxd1+ 28. Hxd1 Df6 29. Hd7 Bxd7 30. exd7+ Kf8 31. Dd5 – og svartur gafst upp. Heimsmeistaramótið í hrað- skák sem fram fór strax á eftir dró til sín 22 skákmenn sem tefldu tvöfalda umferð. Mótið stóð í tvo daga. Framan af var Anand í far- arbroddi en Magnús seig fram úr á lokasprettinum og vann glæsi- legan sigur hlaut 31 vinning af 42 mögulegum sem er nálega 75% vinningshlutfall. Hann var með 10 vinninga af 10 mögulegum á þá fimm skákmenn sem komu næst- ir á töflunni: 1. Magnús Carlsen 31 v. (af 42) 2. Anand 28 v. 3. Karjakin 25 v. 4. Kramnik 24½ v. 5. Grichukm 24 v. 6.-7. Svidler og Ponomariov 23½ v. Tímafyrirkomulagið var 3 2 eða þrjár mínútur á alla skákina og síðan tvær sekúndur til viðbótar á hvern leik. Þetta er sennilega of stíft því alltof mörgum skákum lauk með því að annar féll allt í einu á tíma í óljósri stöðu. Grein- arhöfundur renndi yfir flestar skákir sigurvegarans en hægt var að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á ýmsum vefsíðum. Óhætt er að fullyrða að hand- bragðið hafi verið gott. En hjá honum og öðrum sem þátt tóku vantar dálítið upp á þá töfra sem einkenndu Tal. Að lokum: Í síðasta pistli var sú ágæta kona Guðrún sögð Jónsdóttir en er Sigurjónsdóttir og er beðist vel- virðingar á því. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Carlsen heimsmeistari í hraðskák og stigahæstur Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.