SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 29

SunnudagsMogginn - 29.11.2009, Síða 29
29. nóvember 2009 29 L inda Blair var að- eins 14 ára þegar hún sló í gegn sem andsetna stúlkan Regan MacNeil í Exorcist ár- ið 1973. Umboðsskrifstofa hennar hafði upphaflega litla trú á henni þar sem hún mælti með 30 skjólstæð- ingum sínum í hlutverkið og var Blair ekki í þeim hópi. Fyrir atbeina móður sinnar komst Blair hinsvegar í prufur og árið 1974 hlaut hún Golden Globe-verðlaun- in fyrir frammistöðu sína og var að auki tilnefnd til Óskarsverðlauna en tapaði fyrir annarri barnastjörnu, hinni 10 ára Tatum O’Neal. Talið var víst að Blair hlyti verðlaunin en eftir að í ljós kom að útvarpsleikkona nokkur léði hinni andsetnu Regan rödd sína og að stað- genglar og brúður hefðu verið notaðar að miklu leyti, þótti ljóst að Óskarinn yrði ekki hennar. Í kjölfarið lék hún í nokkrum afar umdeildum sjónvarpsmyndum, þar sem hún var iðulega í hlutverki misnotaðs barns, og loks framhaldi Exorcist, sem kom út 1977. Eftir það lék hún mestmegnis í litlum, sjálf- stæðum kvikmyndum en Blair sóttist aðallega eftir hlutverkum í myndum ólík- um Exorcist þar sem hún óttaðist að festast í hlutverki andsetnu stúlkunnar. Þar að auki tók hún að sér fjölda aukahlutverka í sjónvarps- þáttum en oftar en ekki tengdust þeir að einhverju leyti hryllingi eða yfirnátt- úrulegum hlutum. Farin í hundana Eins og stundum hendir barnastjörnur átti Blair erfitt með að fóta sig þegar frægð- arsólin tók að dvína. Hún leiddist út í eiturlyf, drakk áfengi ótæpilega og átti í skammvinnum og storma- sömum ástarsamböndum. Síðustu árin hefur hún hins- vegar heldur betur snúið við blaðinu. Hún gaf út bókina Going Vegan um hvernig ætti að tileinka sér líf án dýraafurða og þó hún leiki í einstaka sjónvarpsmynd snýst líf hennar að miklu leyti um samtök hennar, Linda Blair WorldHeart Fo- undation. Samtökin einbeita sér að því að bjarga og þjálfa upp hunda sem hafa verið misnotaðir og vanræktir og skildir eftir á götum Los Angeles eða í hundaskýlum víðsvegar um borgina. Það er ekki hægt að segja annað en að Linda Blair hafi fríkkað með ár- unum. Tvær aðrar leikkonur komu til greina í hlutverk Regan. Framleið- endum fannst önn- ur of þekkt og for- eldrum hinnar fannst söguþráð- urinn helst til óhugnalegur. Hvað varð um ... Leik- konuna Lindu Blair? Forréttir Nautacarpaccio með parmesan, klettasalati og sítrónu kr. 2680,- Humar á þrjá vegu: smjörsteiktur, í súpu og grillaður í skel kr. 3010,- Salat með gráðosta-terrine parmaskinku og valhnetudressingu kr. 2210,- Ofnbakaður kræklingur með kryddjurtum og hvítlauk kr. 2110,- Laxa- og lúðulög vafin í reyktan lax með sítrónusósu kr. 2710,- Parmaskinka á glóðuðu brauði með geitaostasósu kr. 2680,- Pasta Humar-ravioli með humargljáa, tómat og basil kr. 3310,- Graskers-gnocchi með salvíusmjöri og parmesan kr. 2980,- Svart spaghetti með smokkfiski, chili og hvítlauk kr. 2980,- Fiskur Saltfiskur með hvítlaukskartöflustöppu og sósu portkonunnar kr. 3580,- Sjávarrétta-burrida með kryddkremi og crostini kr. 3410,- Kjöt Kalkúnabringa með brauð- og ávaxtafyllingu og salvíusósu kr. 3690,- Lambahryggur fylltur með ferskjum, kastaníum og kóngasveppasósu kr. 3860,- Hreindýrasteikur með gruyére, parmaskinku og marsalasósu kr. 5670,- Eftirréttir Súkkulaðifrauð með mangókavíar kr. 1500,- Ofnbökuð pandoro með eggja- og vanillukremi kr. 1500,- Rabarbari með skyri og mascarpone kr. 1500,- Ítölsk jól á La Primavera La Primavera - Austurstræti 9 - Sími: 561 8555 Við erum einstaklega stolt af jólamatseðlinum okkar að þessu sinni og hlökkum til að taka á móti þér og freista þín með spennandi nýjungum í blandi við sígilda standarda.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.