Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 7
127 - víkja etSa einhver breyting að verða á. En það er ekki svo auðvelt að losa sig með einu orði við eiginleika, sem í manninum hafa buið frá örðofi alda. Rándýrseðlið lif — ir enn í kettinum, þótt hann hafi verið hús- dýr öldum saman. Við þurfum að losa okk- ur við þennan eiginleika, ef maðurinn á ekki að komast í tölu þeirra tegunda, sem útdauðar eru á jörðu hér. Þessu verði þurfum við að kaupa það, að breytast úr merkurdýri í mann. En hvernig má sú breyting verða og hvernig stendur á því, að hún er ekki þegar orðin? Hvers vegna er allt 1 einu brýn þörf fyrir hana núna? Það, sem tafið hefur, er það, að tveir helztu þéettir í hugsun okkar mannanna hafa ekki þroast jafnt. Þekkingin hefur farið fram úr skilningunni, og mörkin voru við Bacon og Shakespeare. Þess vegna hefur maðurinn ekki. gert sér grein þessarar hættulegu framvindu, að hann hefur einblínt um of á. að afla sér þekkingar, og skilning- in setið á hakanum eða aðeins verið bundin efnisþekkingunni. Eðli mannsins sjálfs hefur ekki verið næstum nógu mikill gaum- ur gefinn og því situr hann enn uppi með þennan arf kynsloðanna, sem nú stoínar honum í voða: stríðshvötina. Það hefði verið hollast, að hvor tveggja grein hugs- unarinnar hefðu haldizt í hendur, en um það þýðir ekki að sakast úr því sem komið er. Til að jafna metin verðum við nú að snúa við blaðinu: leggja aðaláherzluna á skilning manneðlisins. Nauðsynin er orðin næsta brýn, því að aldrei er að vita, hvenær eðlishvötin brýst fram í algleymingi og þá er úti um okkur. Þið hafið sjálfsagt heyrt söguna um and- ann í flöskunni, sem fátækur fiskimaður veiddi í net sitt. Hann var forvitinn og tók tappann úr flöskunni til að athuga, hvað hún hefði að geyma. Þá belgdi andinn sig út og varð að stóru skýi, sem teygði sig til himins. Andinn var fiskimanninum þakklát- ur fyrir latusnina, en kvaðst þó verða að drepa hann, því að hann hefði strengt þess heit eitt sinn í bræði sinni, er hann lá inni- byrgður á hafsbotni, að drepa hvern þann, sem yrði til þess að leysa sig úr prísund- inni. Fiskimaðurinn varð dauðskelkaður og lá við borð að hann léti hugfallast. En neyð- in kennir naktri konu að spinna. Hann gat með fortölum fengið andann til að sýna mátt sinn með því að hverfa aftur niður í flöskuna, og þá var karl ekki séinn á sér að skella tappanum í. Andinn lofaði fiski- manninum g;ulli og grænum skógum, ef hann hleypti sér út, kvaðst mundu veita honum 3 óskir, hverjar sem hann vildi. Fiski- maðurinn sá sér nú leik á borði, því að hann var aðeins fátækur fiskimaður, og hleypti andanum út. Og sjá, hann var þegar viðbúinn til þjónustu. Við ráðum yfir slíkum anda, vandinn er bara sá að óska sér rétt. Og þar er sann- arlega vandi á ferðum. Hér stöndum við á þröskuldi hins nýja og ókunna og vitum ekki hvað gera skal. Til hvers höfum við gert þetta? Stríðshvötin ógnar okkur enn, en hún er afleiðing, ekki orsök. Orsökin er fróðleiksfýsnin, sem fráleitt gengur svo langt að vilja fá svar við, hvað gerist, þeg- ar stutt er á alla takkana í einu. Hér er það, sem hinn aðalþáttur hugsunarinnar á að koma aftur til hjálpar: skilningin. Það er ekki nóg að uppgötva, við verðum einnig að gera okkur grein þess, hvernig við eigum að notfæra okkur þessa þekkingu. Oll viljum við vera hamingjusöm, en hvern- ig eigum við að fara að því, ef við þekkjum okkur ekki sjálf. Hér verðum við að nema staðar og líta um öxl. Útrýming mannsins vofir yfir, ef ekki verður stefnubreyting. Við verðum að taka upp merki Shakespears og beina allri orku okkar að því að kynnast manninum og reyna að skilja hann. Tækniþróunin verður að reka á reiðanum um stund, en innri þekking mannsins að sitja í fyrirrúmi. Það er mikið verk fyrir höndum, því að þetta svið er sem óplægður akur, líkt og hitt var, þegar Bacon won the day. Framfarir á hans sviði hafa verið stórkostlegar, enda hefur megináher zlan legið á því að kanna það. Ef dregið er úr rennslinu í þessari kvísl, en meginstraumn- um veitt í farveg Shakespears, fer ekki hjá því, að þar verði að sama skapi gífurlegar framíarir. Þó má búast við miklum farar- tálmum, því að erfitt er að fást við það, sem við getum ekki snert, eða svo finnst okkur að minnsta kosti nú í dag í fávizku okkar. Þá liggur beint við að fá lækjar- sprænu að láni úr hinni kvíslinni til að fleyta okkur yfir farartálmana. Eyrin milli kvíslanna fer mjókkandi og samrennsli vatnsins úr kvíslunum færist í aukana. Að lokum hverfa síðustu leifar eyrarinnar og elfurin brýst fram sem órjúfandi heild. Nú getur lokasóknin hafizt, sóknin að því, sem okkur fýsir mest að vita, en vekur okkur jafnframt ótta : upphaf og e n d i r . Frh. á bls. 134.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.