Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1960, Page 12

Skólablaðið - 01.04.1960, Page 12
132 - EKKÍ (jIDJRSÍ DJÖFLUn DRNS , Nenr DRUKKIÐ 5E m is hans, sem er uppi undir þaki. Yakti það athygli mína, að víöa voru fest á veggi spjöld, er báru áletranir eins og : "You can brighten up this room. . . . by just leaving it". "EXIT the same way you came in and the sooner the better". Fyrir framan herbergi Hannesar var forstofa, þar voru málaratrönur og á þeim var hálfkláruS auglýsing um list- kynningu. Fyrir ofan herbergisdyrnar stoð letraö : "Þekktu sjálfan þig". Herbergið sjálft var lítið en ákaflega vistlegt. Fyrir öðrum enda þess var bókaskápur, beint á móti honum var skáp- ur fastur viö vegginn og nokkrar mál- verkaeftirprentanir. Meðfram öðrum veggnum var dívan og fyrir ofan höfða- lagið var spjald með áletruninni: "Allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi". Meðfram hinum veggnum var skrifborð, fyrir ofan það hengu myndir. Þarna inni var fullt af smá- hlutum eins og hnífar frá Finn- landi og Kamer- un, vatnsberi frá Síam, lítið goðalíkneski frá Perú, bókastoðir frá Mexico, kertastjaki frá Indlandi, ölkrús frá Þýzkalandi og myndir frá Persíu og Japan. Fyrir framan bókaskáp- inn var klippt lambs - gæra, en það sást varla í hana, því að hún var öll þakin bókum. Alls staðar voru bækur, þar sem hægt var að koma þeim fyrir. Þar voru heimspekirit, sálfræðirit, læknisfræðirit, dul- spekirit, helgirit æðri trúarbragða, sið- spekirit og bækur um dáleiðslu. Skáldsögur, leikrit, íslendingasögur, þjóð- sögur, sagnfræðirit, bókmenntasögur, orðabækur, málsháttasöfn, Ijóðabækur, hryllings sögur og síðast en ekki sízt glæsilegar bækur um myndlist og tonlist. Þar voru einnig fjölmörg tímarit, sem fjölluðu flest um listir. Á gólfinu voru tvö teppi, hvort ofan a Varla er hægt að segja, að listaáhugi og -þekking Menntlinga sé upp á marga fiska, en ýmsir menn hafa þó reynt með misjöfnum árangri að bæta þar um. Er skemmst að minnast hins góðkunna Hannesar Hávaröar- sonar, sem verið hefur for- seti hins nýstofnaða lista- félags í vetur við góðan orðstír. Sem kunnugt er, hefur nokkuð verið deilt á hann í vetur og fór ég því heim til hans kvöld eitt snemma í aprílmánuði til að kynnast viðhorfum hans og persónuleika. Það var tekið að rökkva á götum Reykjavíkur, þegar ég barði á dyr Hannesar. Sólskin og logn hafði verið um daginn, en nú var nokkuð tekið að kula. Hannes tók sjálfur á móti mér og bauð mér inn. Hann var klæddur í ljósar buxur með þröngum skálmum, prjónað vesti og flókaskó. í forstofunni voru stórar eftirprentanir á verkum Picasso og Chagall. Harmes gekk síðan á undan mér upp þröngan stiga, sém þaðan lá til herberg

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.