Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1960, Side 17

Skólablaðið - 01.04.1960, Side 17
137 - alin á kostafæðu undir ströngu læknis- eftirliti. Þar skyldu þau auka kyn sitt í ró og næSi og geta þroskavænlega afkomendur. Inn í glerhúsið fengu ekki aðrir að leggja leið sína en serfræðingar, svo og HUG- VITSMAÐURINN MIKLI, sem var ókrýnd- ur konungur hins nýja ríkis. f jarðlífi okkar hafði hann verið fremsti vísinda- maður heims og einbeitt sér að smíði kjarnorku- og vetnisvopna og annarra drápstækja. Hann lifði af hörmungarnar við varanleg örkuml og hugðist nú bæta fyrir mótgerðir sínar við mannkynið með nýjum og stórkostlegum hugmyndum. Við vorum komnir í aðal-samgönguæð borgarinnar og stefndum að hinu mikla torgi, sem var miðdepill hennar og bar hið fornfræga heiti FORUM ROMANUM. Húsin, sem við fórum framhjá voru lág- reist og einíöld úr ókennilegu efni, sem virtist afar traust. Þau lágu í skipuleg- um röðum meðfram breiðum, björtum strætum. Borgarbragurinn stakk mjög í stúf við það, sem við áttum að venjast úr hinum gamla heimi. Her var enginn umferðarys til að trufla taugarnar eða raska næturró íbúanna. Menn fóru ferða sinna á hávaðalausum hjólhestum, sem þutu framhjá okkur eins og vindstrókar. Sumir ferðuðust fót- gangandi. Mer duldist ekki, að allir veg- farendur báru einhver merki hinnar skað- vænu geislunar. Til dæmis tók ég eftir gildvöxnum manni, sem reikaði um gangveginn. Menn námu staðar og heilsuðu honum með lotningu. Hinn gildvaxni virtist ekki skynja það, sem fram fór, en starði framundan sér sljóum augum. "í jarðlífi okkar höfum við oftar en einu sinni séð þetta andlit á forsíðum heimsblaðanna, " sagði félagi minn. Þá þekkti ég svipmót eins af andlegum leiðtogum hins gamla heims. Það var ekki lengur vísdómsglampi í augum hans, heldur hyldjúpt myrkur gleymskunnar. Mér sortnaði fyrir augum, ef ég má komast svo að orði, og enn á ný tók ég að harma bölvun mannkynsins. En félagi minn vakti athygli mína á hin- um bjartari hliðum. "Hin annarlega tunga, sem fólkið mæl- ir á, er GULLALDARMÁLIÐ, " sagði hann. "Það er soðið upp úr því bezta og fegursta, sem gömlu þjóðtungurnar höfðu upp á að bjoða". "Mér virðist það einfaldara og meira í ætt við raddir náttúrunnar en það mannamál, sem ég þekkti, " sagði ég. "Alveg rétt. Þar höfum við eitt dæmi þess, að mennirnir leita einfaldleikans jafnframt fullkomnuninni. " Ég gerði nú árangurslausar tilraunir til að ná sambandi við einhvern vegfar- anda. "Getum við með engu móti gert jarð- arbúum aðvart um nærveru okkar, " spurði ég. "Nei, " svaraði félagi minn. "Eins og þú veizt flytjumst við af einu tilveru- stigi á annað og fjarlægjumst jarðlífið æ meira. Við erum á svo háu stigi, að við getum engin mök haft við mannfólk- ið. " Við vorum nú komnir inn á hið mikla FORUM ROMANUM. Það var mjög stórt að flatarmáli. Akvegir og gang- brautir lágu um það eins og árkvíslar. Á miðju torginu hafði verið komið fyrir voldugri klukku, sem var tímavörður allra borgarbúa. Bar hún hið fræga heiti BIG BEN fyrir þrábeiðni eftirlifandi Breta. Spölkorn frá okkur hafði flokkur ör- kumlamanna slegið hring og kyrjaði undarlegan söng, sem minnti á "Sverð- dansinn" eftir Katzatúrían. "Hópur trúaðra að bænaiðkunum, " sagði félagi minn. "Mannkynið hefur nú snúið sér meira að andlegri uppbyggingu og guðrækilegu hugarfari. NÚ tilbiðja menn sólina, sem miðdepil alheims og trúa á mátt hennar, en hafa hafnað þeirri guðstrú, sem okkur var innrætt. Hér eru orðin kapítulaskipti í trúar- bragðasögunni. Sams konar bylting og þegar okkar vísu forfeður höfnuðu Óðni og Þór, en hölluðu sér að Hvíta-Kristi. Hér er enn ein sönnun þess, að menn leita einfaldleikans og upprunans öðrum þræði. í kvöld á miðnætti fer fram virðuleg trúarathöfn til heiðurs sólinni. Hámark þeirrar athafnar er, að líkan af sólu er borið inn á torgið undir blaktandi veif- um. " "0 vesæla mannkyn, reikar þú enn á villigötum í trúarlegum efnum, " varð mér að orði, og ósjálfrátt fórnaði ég

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.