Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1960, Page 22

Skólablaðið - 01.04.1960, Page 22
- 142 - EINAR MÁR JÓNSSON Veturinn, sem nú er senn á enda, hef- ur veriö minnisstæöur um marga hluti. Felagslífið hefur yfirleitt verið fremur gott, þótt ýmislegt megi að því finna. Helzta undantekningin frá þessu er starf Framfíðaiijnnar, sem hefur verið ákaf- lega lélegt. Fer þar tvennt saman, dug- lítil stjórn og áhugalausir félagsmenn, og má nærri geta, að ekki er kombínasjónin góð. Þegar þetta er skrifað hafa fimm málfundir verið haldnir. Þrír þeir fyrstu voru mjög lélegir. Einn þeirra var um stjórnmál almennt og var það einum fundi of mikið. Vart er hægt að hugsa sér andlausari umræður en þær, hvort betur gangi rekstur hænsnabúa í Garðaríki austur eða Vínlandi veötur, einkanlega þó, þegar ræðumenn hafa á hvorugan staðinn komið. Miklu nær væri að halda málfund um heimspekilegan grundvöll hinna ýmsa stjórnmálas tefna. Annar málfundurinn var þriðjabekkjar- fundurinn. Aðalgallinn við hann var sá, að mjög var þar hlaupið úr einu efni í annað. Umræðuefni voru fjögur og var það auðvitað allt of mikið. Nauðsynlegt mun vera að breyta að einhverju leyti forminu á þriðjabekkjarfundunum. Þriðji fundurinn var um siðgæði. Hann hefði getað orðið góður, ef undir- búningurinn hefði verið það. Framsögumenn töluðu um sitt hvort efnið og voru umræður eftir því. Tveir síðustu málfundirnir hafa verið nokkuð sæmilegir og sést á því, að stjórn- in hefur tekið rögg á sig, er hún fékk gagnrýni. Fjorði fundurinn, sem fjallaði um tak- mark mannsins, var bezti fundur vetrar- ins. Framsöguræðurnar voru mjög góð- ar, einkanlega þó ræða Jakobs Möller, sem var frábær og líklega sú bezta, sem ég hef heyrt Jakob flytja. Umræðurnar eftir framsöguræðunum voru ágætar, enda voru þær þannig upp byggðar, að auðvelt var að tala á eftir þeim. Síðasti fundurinn var nokkuð góður, en náði þó ekki þessum fundi. Einn liðurinn í starfsáætlun Framtíðar- stjórnarinnar var sem kunnugt er sá, að koma á fót mælskunámskeiði í vetur, en á því mun sízt vanþörf. Einhverra hluta vegna varð ekkert úr þessu námskeiði og eru það e. t. v. mestu misfellurnar í stjórn félagsins í vetur. Ekki er hægt að skilja svo við Fram- tíðina, að þess sé ekki getið, sem vel er. Á ég hér við umræðuefni málfund- anna, sem hafa yfirleitt verið vel valin, og sýnir það, að stjórninni er það Ijóst, að ekkert tjáir að koma með "brandara- umræðuefni". En eins og kunnugt er hafa margar Framtíðarstjórnir freistazt til þess að halda fundi, þar sem til þess eins er ætlazt að menn segi brandara. Slíkir fundir reynast venjulega lélegir og fáum til góðs, nema þá helzt Skóla- blaðinu, sem alltaf er í vandræðum með brandara eins og kunnugt er. Sú merka nýbreytni var gerí5 í vetur, að félögin Baldur og Bragi og tónlistar- nefnd voru lögð niður og í staJSinn stofnað

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.