Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Síða 24

Skólablaðið - 01.04.1960, Síða 24
- 144 - launahæf, en hins vegar fékk hver höfund- ur hundrað krónur í umbun fyrir viðleitni. Það kom síðan af sjálfu sér eftir þetta, að ekki var hægt að halda skólaskálda- vöku eins og venja hefur verið til. Mikil eftirsjá er að henni, ef hún á eftir að leggjast niður og er þá eitthvað bogið við andlegt líf og þroska Menntlinga, ef þeir fá ekkert að gert. Sagt er að í fyrndinni hafi skáldskapur verið í miklum metum hér í skóla. Voru kvæði manna rituð á sérstaka bók og síðan lesin og rædd. Fékk þar marg- ur harðan dóm. Síðan þetta var hafa mörg vötn runnið til sjávar og' mjög fjölgað nemendum í skólanum. Er það vænlegt verkefni fyrir heimspekinga að grafast fyrir um orsökina til þessarar hnignunar. ^_Hi_c LUlfLSJLi h ‘ Rekstur íþöku hefur yfirleitt gengið vonum framar í vetur. Fjórðubekkingar halda uppteknum hætti og sækja þangað sem ákafast og busar hafa bætzt í hóp- inn. Hefur aðsóknin verið góð, miklu betri en í fyrra. Hins vegar mætti hún gjarnan vera betri, því sé betur að gáð, sést, að það er að miklu leyti sami hóp- urinn, sem mest sækir ]þ>öku, allt of margir koma þangað ekki nema einu sinni, tvisvar á vetri. Slíkir menn eru oft kallaðir nihil af félögum sínum. Er það ágætt nýyrði, en betur væri, að þessa væri ekki þörf. Dansæfingar hafa verið haldnar hæfi- lega oft. Hefur þeim verið fækkað nokk- uð síðan í fyrra og var það skynsamlega gert. Hins vegar er það í meira lagi vafasöm stefna að leggja niður að mestu leyti dansleiki á sal. Mun svo vera um flesta efribekkinga, að þeim finnast þeir miklu virðulegri samkomur en Iþökuböll. Er því sjálfsagt að fækka þeim ekki meir en orðið er. B_ójca._s a;f_n_i_ð__o_g___pJL_ö_t u_s_a^n^i_ð_. Tvö söfn eru starfrækt hér í skóla, bóksafnið og plötusafnið. Bæði eru þessi söfn mjög góð, hvort á sínu sviði, en eru þó ekki nærri því nógu vel notuð af nem- endum. Svo er jafnvel um plötusafnið, sem líklega er ein glæsilegasta stofnun nemenda, að fjöldi nemenda veit ekki af tilvist þess. Bókasafnið er heldur síðra en plötusafnið, enda býr það við hin verstu skilyrði. Ekki er hægt að bæta nokkru við safnið nema læsa jafn mikið gamalla bóka niðri í kössum, þar sem aldrei sólin skín. Er þetta líklega ástæð- an til þess, hve lítið bætist við af nýjum bókum. En þrátt fyrir þetta er safnið ákaflega gott og vil ég hér með hvetja menn til að nota bæði þessi söfn miklu meir en þeir gera. L_a_ga b r e^t i n_g_a_r . Mikil gangskör hefur verið að því gerð undanfarið að breyta lögum skólafé- lagsins. Allir virðast sammála um, að þau séu löngu úrelt orðin og þeim þurfi að breyta. í fyrra var skipuð nefnd til endurskoðunar laganna. Sú nefnd skilaði áliti og virtust menn sammála um, að flestar breytingartillögurnar snerust um orðalag en ekki innra bjarma þess, er breyta þurfti, samt voru tillögurnar allar samþykktar. í vetur hafa síðan verið skipað- ar tvær nefndir. Tillögum þeirrar fyrri var snarla vísað aftur til föðurhúsanna, en flestar tillögur seinni nefndarinnar voru samþykktar. Ýmsar þeirra voru ágætar, m. a. lagfærði þessi nefnd ýmislegt.sem nefndin frá í fyrra hafði grautað í, og svo hafa verið gerðar breytingar, sern allir voru sammála um að gera þyrfti. En nefnd þessi hefur einnig komið með svo furðuleg- ar og fánýtar orðalagsbreytingar, að engu er líkara en hún hafi ætlað að gera gys að Menntlingum. Hafi það verið ætlunin hefur það vissulega tekizt. Sem dæmi um þessar furðulegu breytingar má nefna hina alræmdu eo ipso breytingu og niðurstuirður á "góðri" úr lagagreininni, þar sem stend- ur : "Hlutverk plötusafnsins er að gefa nemendum kost á að kynnast góðri tón- list til einhverrar hlýtar. " Breytingu þessa börðu jazz\innendur í gegn, því að þeir töldu, að þetta gerði innreið jazzins í plötusafnið auðveldari ! Minna má og á það, að fyrril nefndin frá í vetur vildi fella niður orðijti "til ein- hverar hlít'ar " og er vandsétt, hver end- irinn verður, ef fleiri slíkum. nefndum verður hleypt af stokkunum. Niðurlag. Nú fer brátt að líða að pj.’ófum og Frh. á. bhs. 156.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.