Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1960, Side 29

Skólablaðið - 01.04.1960, Side 29
- 149 - Mlr rk \ tmmí Frá upphafi tíma hefur það verið æðsta markmið, og oft hið eina, þess, sem kvenkyns er, að krækja sér í maka. Baráttuaðferðir hafa verið margvíslegar á öllum öldum, en allar stefnt að sama marki, og alltaf hefur árangurinn því miður orðið hinn sorglega sami. Venus 20.aldar hefur tekið tæknina í sína þjónustu og helgað sér jafnréttis- þvaður elliærra kvenréttindakerlinga og troðið sér með frekju, offorsi og táli í raðir menntamanna, öllum til óþurftar. Setjast þær í menntaskóla undir því yfir - skini, að þær hyggist auðga anda sinn ( ha, ha, ha ! ) og ekkert sé þeim eins fjarlægt og að hugsa um karlmenn. En gruniit er a hinu rétta eðli, eins og hjá tömdu ljóni, sem tryllist, þegar það finnur blóðþef, eins verða stulkurnar alveg óðar, ef þær komast í seilingarfæri við myndarlegan karlmann. Engin her- brögð eru þá svo lágkuruleg, að þær telji ekki sjálfsagt að beita þeim sér til fram- dráttar, og fáir karlmenn fá staðizt slíka herkænsku, sem blandin er líkamlegum og sálrænum ofstopa. Allt er þetta gert fyrir fárra stunda sigurvímu, sem þær síðan nærast á vikum saman ( sumar alla ævi ! ). Gífurleg örvænting hlýtur að grípa kveneskju, þegar henni verður Ijóst, að hún á ekki lengur vinsældum að fagna meðal karlþjóðar, og aðdráttarafl hennar er orðið að fráhrindingarkrafti. Hér sannast átakanlega sá forni máls- háttur, að dramb er falli næst, eða snuið á mál stúlknanna í 6. bekk A, að ofveið- ar karlmanna eru karlmannsleysi næstar. Eins og drykkjumaður þarf vín, finnst stúlku hún þurfa karlmann. Ef drykkju- maðurinn er félítill, leitar hann uppi sálufélaga sína, og þeir slá sér saman á flösku, sem þeir síðan skipta bróðurlega á milli sín. Eins fóru þær stöllur í 6.A að, þegar harðnaði í ári. Meyjar orðum skyli manngi trúa, né þvís kveður kona ; á hverfanda hvéli váru þeim hjörtu sköpuð, brigð í brjóst of lagið. F órnardýrið, í þessu tilfelli glæsileg- ur, ungur maður, birtist í bekknum einn gráan vetrarmorgun í þeim góða ásetn- ingi að kenna þeim enska tungu, þar eð einn karlmaður hafði þegar orðið að leita sér sjúkrahúsvistar eftir fárra mánaða kennslu í bekknum. Stúlkurnar sleiktu út um í laumi, er þær litu sveininn unga, og launráð voru brugguð. Á sömu stundu voru örlög sveinsins ákveðin, an þess að óláns unglinginn grunaði. "Sameinaðar stöndum vér, sundraðar föllum vér, " varð kjörorð sjöttubekkjar fýsa, enda vissu þær, að engin einstök úr hópnum hefði yfir nægri slægð að búa til þess að hreppa hnossið ein. Relöiar áfram af dýrslegum áhuga gerðu þær árásaráætlun á nótæm. Notfærðu þær sér aldagamlan ósið "sjens"lausra kvenna og sendu sveininum unga tvítug- falt bónorðsbréf á hlaupársdegi. Sveinninn ungi virtist lærður vel á öllum sviðum - nema einu. Það varð honum að fjörtjóni. "Operation LIDO" var hafin. Gestapo-menn höfðu þann hátt á að grípa fórnarlömb sín, grunlaus, áður en þau komust undan og færa til aftökustað- ar. Sömu óhugnanlegu aðferðinni beittu stúlkurnar og óku fórnarlambi sínu hið snarasta í Lido, þar sem sveininum hafði verið búin síðasta máltíðin. Að henni lokinni skyldi sveinninn ungi draga um stúlku þá, er hans yrði, en hann hafði af diplomatiskum ástæðum veigrað sér við að velja sjálfur. Fram að því styttu stúlkur sér stundir við svo flárátt tal, að karlpeningur hélzt ekki við borð þeirra. Sveinninn ungi var kominn í Ijónsham Frh. á bls. 158.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.