Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 31
- 151 l Svo langt sem augað J t eygir er jörðin snævi hulin. • Innsti bærinn í dalnum er orðinn samlitur ^jörðinni, þakið hulið þykku snjó- lagi, snjoskaflar teygja sig upp eftir veggjunum. Á stöku stað skjóta snjólaus- ir girðingarstaurar upp kollinum og stinga í stúf við hvítan lit lífvana jarðarinnar. Bærinn hefur til skamms tíma verið grænmálaður, en er nú farinn að láta á sjá, enda að vonum, þar eð veður eru hór oft með eindæmum válynd, sér í lagi á vetrum, þegar vindurinn blæs nístings- káldur frá opnu hafinu. Ber bærinn ótví- rætt svipmót hinna óblíðu náttúruafla. Skamman spöl frá bænum standa útihúsin, fremur lágkúruleg, veggirnir hlaðnir úr torfi og grjóti, timburþak yfir ; allt er nú snævi hulið, hvergi sóst vottur um hið minnsta lífsmark. Og nú gnauðaði vindurinn á glugganum á bænum og myndaði annarlegan sam- hljóm við grát lítils drengs, sem klóraði í helaða rúðuna með dofnum fingrum. Það megnaði ekkert að vinna bug á sorg hans.því áðinnan stundar kæmi guð til að vitja föður hans. Hann rýndi út yfir endalausa snjóbreiðuna og hlýddi óttasleginn á þetta gnauð, sem myndaði svo ógnþrungið undirspil við slitróttan andardrátt föður hans og reglu- bundið tif vekjaraklukkunnar. í>að var fátæklegt um að litast í litlu stofunni. Undir glugganum stóð rúmið og við enda þess var fornfáleg dragkista. Faðir drengsins litla lá í drifhvítu rúm- inu, andlitið var fölt, svipurinn bjartur og hreinn. Hann horfði sljóum augum á konu sína, sem kraup við rúmstokkinn í hljóðri bæn; sneri sér síðan að syni sín- um. Hann rétti fram aðra höndina og sagði með viðkvæmni í röddinni : "Nonni minn, þú hefur alltaf verið góð- ur drengur ; ég vona, að þú verðir það alltaf. Vertu alltaf góður við hana móður þína. Treystu gúði, og þá mun þér ganga allt að óskum. " Drengurinn vissi ekki, hvað hann átti Ulif VE.TUR. að segja, f hann bara kinkaði kolli. Svo horfði hann á móður sína og sá tár- in, sem hrundu niður á vanga hennar. Hann hafði aldrei séð hana gráta fyrr ; hann hélt ekki að fullorðið fólk gæti grát- ið. Það færðist yfir hann undarleg tóm- leikafilfinning, hann sneri.sér við og fór að virða fyrir sér frostrósirnar, sem skrýddu rúðuna með margbreytilegu mynztri. Þegar hann hafði skamma hríð staðið við gluggann, fann hann að móðir hans lagði hönd sína varfærnislega á öxl hans. Hann leit spyrjandi á hana. Hún var þreytuleg eftir svefnlausa nótt, hvarmarn- ir voru þrútnir, hárið úfið og rytjulegt. Það var eins og henni þætti leitt að þurfa að segja það, sem hún ætlaði að fara að segja. "Nonni minn, " sagði hún loks, "þu verður að fara til hans séra Sigtryggs, og biðja hann um að koma ; hann faðir þinn á ekki langt eftir ólifað. " Drengurinn svaraði ekki, enda var þess ekki þörf. Móðir hans var þegar byrjuð að tína til föt handa honum. HÚn sagði, að hann yrði að búa sig vel í þessu veðri, það gæti skollið á blindbyl- ur, þegar minnst varði. Hann var tólf ára, stór eftir aldri og kraftalegur, hárið gulleitt og fallega lið- að, augun blá. Séra Sigtryggur hafði oft sagt við hann, að hann væri sönn ímynd föður síns, og það þótti honum gott að heyra, því að hann elskaði föður sinn meira en nokkuð annað í þessum heimi. "Þegar hann faðir þinn fellur frá, ert þú það eina sem ég á, " sagði móðir hans, þegar hann var tilbúinn að leggja af stað; það brá fyrir beiskju í röddinni. Drengurinn viknaði, honum fannst hann þegar vera orðinn fullorðinn. "Vertu óhrædd, mamma mín, " sagði hann, "ég skal fara varlega, - og ef veðrið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.