Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Síða 36

Skólablaðið - 01.04.1960, Síða 36
- 156 - gömlu, því hún hefur aldrei lært aS draga til stafs. Reyndar er henni ekkert um þetta lærdomsstand, eins og hún kemst að oröi. Það spillir drengnum kannski, og fær hann eftilvill til að gleyma Guði. Og aftur er tilbreytingarleysi hvers- dagsins og Guðs rofið á dálítið skemmti- legan hátt. NÚ hefur hengt sig maður, sem bjo í einum skúrnum uppí lóðinni. Dag nokk- urn, þegar fólkið í húsinu kemur á fætur, hangir hann í snúrustaur fyrir utan skúr- inn sinn eins og hver annar golþorskur. Það var reyndar ekki mikill skaði skeð- ur, þetta var auðnuleysingi, sem var að burðast við að skrifa hitt og þetta, sem enginn heilvita maður vildi líta við. Það var ekki einusinni stuðlað. Kannski að hann hafi gert það af góð- semi við blöðin að drepa sig svona. Það er þó altént skemmtilegra að hengja sig, heldur en drepast úr leti og ó- mennsku, þegar hver sem vill getur feng- ið atvinnu hjá útlendingnum. Svo var hann skorinn niður, og fólkið rak í hann löppina, rétt sisvona uppá grín, og til að ganga úr skugga um að hann væri áreiðanlega dauöur. Hann Vi^gó, sem hafði flutt í kjallar- ann hans Joseps gamla, og hafði orð á sér í húsinu sem skáld, og hafði snúið klámvísu uppá Fínu gömlu og drenginn, sagði að bezt væri að nota þessi blöð skáldsins í skúrnum sem uppkveikju, það gengi oft illa að kvikna í kolum, ef hvorki olía né uppkveikja væri notuð. Svo tínd- ist fólkið burtu, smátt og smátt. Sumt., einkum gamlar konur, gaf sér tíma til að fara með faðirvorið sitt og Fína gamla söng "Styrk mig að standa", og það var ekki örgrannt um, að gamla konan tárað- ist yfir þessum dauðans aumingja, sem lá þarna með tvöfaldan snærisspotta um hálsinn. Það er ekki á hverjum degi að menn hengja sig. Um kvöldið þótti sjálfsagt að fá sér einhverja lögg, svona til hátíða- brigða og til að hressa uppá sálina. Svo söng fólkið, fólk syngur aldrei betur en þegar það er örlítið við skál, og Viggó í kjallaranum fór með vísur. Reyndar fannst fólkinu ofurlítið sorglegt, að hann skyldi hafa drepið sig. En fólk verður ætíð svo vitlaust með víni. En hversu undarlegt, sem það kann að virðast, þá átti skáldið í skúrnum, eftir sína hengingu, eiginlega aðalsök á atburð- um kvöldsins. Þegar líða tók að miðnætti voru menn orðnir harla kátir, enda allir mikilmenni á sína vísu. Þá datt Viggó í hug, að eiginlega hefðu'þeir ekki sýnt líki skálds- ins í skúrnum tilhlýðilega virðingu. "Þetta var þó alltaf maður, sem hafði löngun til að skapa, rétt einsog hann sjálfur, " einsog hann komst að orði. Það þýddi ekki að fást um þótt getuna vantaði, ásamt stuðlum og höfuðstöfum. Og svo slagaði fylkingin útí skúrinn til skáldsins til að leggja hann til og veita honum nábjargirnar, syngjandi : "Komdu og skoðaðu í kistuna mína, " af tilfinning. En alltíeinu var einsog helgiblærinn ryki af í skyndingi. Húsið, þetta hrófa- tildur þriggja kynslóða og þriggja kreppna, var að brenna. Ölvíman rann af fólkinu, einsog vatn af hallandi þaki. Það hafði líkast til einhver gleymt logandi vindlingi uppi á loftinu. Og hver og einn hljóp upp til handa og fóta til að bjarga því sem bjargað yrði. Mundi svo kannski á seinasta augnabliki eftir ungbarni í vöggu eða brennivínspela uppí efstu hillu í eld- hússkápnum. En enginn mundi eftir drengnum né Fínu gömlu, sem voru á fundi með Guði, og sungu "Styrk mig að standa" og "Allt einsog blómstrið eina". Þau urðu ekki eldsins vör fyrr en um seinan, og gang- urinn útúr kjallara þrig^ja kynslóða var orðinn alelda. En þá rámaði einhvern í, að til væru lítill drengur og gömul kona. Það var brotizt innum vegginn, inní her- bergi gömlu konunnar, en það var of seint, því að hann Guð, sem er svo óum- ræðanlega góður, hafði tekið þau bæði til sín af einskærri náð og miskunnsemi. Magnús Tómasson. A Ð V O R I , frh. af bls. 144. félagsstarfseminni að Ijúka. Sá tími kemur senn, er enginn Menntlingur sést á ferli meðan sól er á lofti, þeir eru allir inni að lesa. En svo eru prófin einnig á enda og nemendahópurinn, sem hefur þraukað saman enn einn vetur, tvístrast. Og áður en við vitum af, stöndum við frammi fyrir nýjum vetri, því að tíminn flýgur hratt, máske hraðar en við kynnum að óska. í aprílbyrjun 1960.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.