SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 11
28. febrúar 2010 11
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Samsung hefur merkilega litla
útbreiðslu hér á landi þegar litið er
til þess að símar frá fyrirtækinu
eru alla jafna skemmtilega útfærð-
ir og á fínu verði. Hugsanlega mun
S8000 snertisíminn breyta því, en
hann gengur undir nafninu Jet.
Jet er semsé með snertiskjá og
á bak við það eru notendaskil sem
Samsung kallar TouchWiz. Touch-
Wiz hefur áður verið notað í Sam-
sung-síma, en birtist nú í breyttri
og endurbættri mynd, ef marka má
Samsung-bændur, en ég er ekki í
aðstöðu til að sannreyna það.
Síminn fer einkar vel í hendi og
virkar meira að segja smágerður
eða jafnvel fínlegur, í það minnsta
samanborið við aðra ágæta snerti-
síma sem ég hef handfjatlað,
Nokia 5230 og iPhone. Munurinn
er þó ekki mikill, en hönnunin gerir
sitt. Til samanburðar: Nokia 5230
er 11,1 x 5,17 x 1,5 sm, iPhone
11,55 x 6,21 x 1,23 og svo Sam-
sung S8000 10,88 x 5,35 x 1,19.
Í símanum er allt það sem einn
síma má prýða núorðið og sitthvað
til viðbótar. Hann styður Quad-
band GSM og náttúrlega 3G-sími,
3,6 Mbita HSDPA, og með inn-
byggt þráðlaust net (WiFi) og GPS.
Ofan við skjáinn er ljósskynjari
sem stillir skjábirtu eftir umhverf-
isbirtu, en þar er líka skynjari sem
slekkur á snertiskjánum þegar
síminn er borinn upp að eyranu.
Jet er líka með innbyggðan hrey-
fiskynjara og veit því hvernig skjár-
inn snýr sem nýtist eðlilega þegar
slá á inn texta (lyklaborðið stækk-
ar ef maður snýr símanum á hlið-
ina), en kemur sér líka vel í leikj-
um, sérstaklega í ljósi þess að
hann er með hraðaskynjara líka.
Skjárinn er 3,1" 16 milljón lita
með upplausnina 800 x 480. Ör-
gjörvinn í símanum er vel sprækur,
800 MHz, og myndavélin er 5 millj-
óna díla með sjálfvirkum fókus,
andlitsgreiningu, brosgreiningu og
svo má telja.
Minni í símanum er 2 GB og rauf
fyrir microSD-kort þó henni sé
komið fyrir á heldur sérkennilegum
stað undir baklokinu.
Fyrir einhverjar sakir hefur Sam-
sung kosið að setja saman eigin
vafra, Dolphin heitir sá, en það er
reyndar áþekkt því sem ýmsir aðrir
símaframleiðendur hafa gert. Í
sjálfu sér er ekkert út á vafrann að
setja og hann er meira að segja
þeim kostum búinn að að vera
með Flash-stuðning sem er harla
gott fyrir farsímavafra og eins að
hann styður Java. Í ljósi þess að
síminn spilar DivX/XviD-myndir er
notagildið óneitanlega býsna mik-
ið. Á honum er meira að segja
sjónvarpstengi og microUSB tengi.
Ein skemmtileg viðbót er að
hægt er að smíða forritlinga, ef
svo má kalla, Widgets eða smá-
forrit sem samansett eru úr virkni
sem fyrir er í símanum en sem er
þá sett í annað samhengi og fyrir
vikið getur maður smíðað sér-
stakan upphafsskjá á símann.
Í sem stystu máli þá er þessi nýi
Samsung-sími einkar forvitnilegur
og til marks um að þar á bæ séu
menn á tánum, enda er í honum
flest eða allt það sem maður gæti
látið sér detta í hug að hægt væri
að koma í einn síma.
Græjan: Samsung P8000
Einkar forvitni-
legur farsími