SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 11
28. febrúar 2010 11 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Samsung hefur merkilega litla útbreiðslu hér á landi þegar litið er til þess að símar frá fyrirtækinu eru alla jafna skemmtilega útfærð- ir og á fínu verði. Hugsanlega mun S8000 snertisíminn breyta því, en hann gengur undir nafninu Jet. Jet er semsé með snertiskjá og á bak við það eru notendaskil sem Samsung kallar TouchWiz. Touch- Wiz hefur áður verið notað í Sam- sung-síma, en birtist nú í breyttri og endurbættri mynd, ef marka má Samsung-bændur, en ég er ekki í aðstöðu til að sannreyna það. Síminn fer einkar vel í hendi og virkar meira að segja smágerður eða jafnvel fínlegur, í það minnsta samanborið við aðra ágæta snerti- síma sem ég hef handfjatlað, Nokia 5230 og iPhone. Munurinn er þó ekki mikill, en hönnunin gerir sitt. Til samanburðar: Nokia 5230 er 11,1 x 5,17 x 1,5 sm, iPhone 11,55 x 6,21 x 1,23 og svo Sam- sung S8000 10,88 x 5,35 x 1,19. Í símanum er allt það sem einn síma má prýða núorðið og sitthvað til viðbótar. Hann styður Quad- band GSM og náttúrlega 3G-sími, 3,6 Mbita HSDPA, og með inn- byggt þráðlaust net (WiFi) og GPS. Ofan við skjáinn er ljósskynjari sem stillir skjábirtu eftir umhverf- isbirtu, en þar er líka skynjari sem slekkur á snertiskjánum þegar síminn er borinn upp að eyranu. Jet er líka með innbyggðan hrey- fiskynjara og veit því hvernig skjár- inn snýr sem nýtist eðlilega þegar slá á inn texta (lyklaborðið stækk- ar ef maður snýr símanum á hlið- ina), en kemur sér líka vel í leikj- um, sérstaklega í ljósi þess að hann er með hraðaskynjara líka. Skjárinn er 3,1" 16 milljón lita með upplausnina 800 x 480. Ör- gjörvinn í símanum er vel sprækur, 800 MHz, og myndavélin er 5 millj- óna díla með sjálfvirkum fókus, andlitsgreiningu, brosgreiningu og svo má telja. Minni í símanum er 2 GB og rauf fyrir microSD-kort þó henni sé komið fyrir á heldur sérkennilegum stað undir baklokinu. Fyrir einhverjar sakir hefur Sam- sung kosið að setja saman eigin vafra, Dolphin heitir sá, en það er reyndar áþekkt því sem ýmsir aðrir símaframleiðendur hafa gert. Í sjálfu sér er ekkert út á vafrann að setja og hann er meira að segja þeim kostum búinn að að vera með Flash-stuðning sem er harla gott fyrir farsímavafra og eins að hann styður Java. Í ljósi þess að síminn spilar DivX/XviD-myndir er notagildið óneitanlega býsna mik- ið. Á honum er meira að segja sjónvarpstengi og microUSB tengi. Ein skemmtileg viðbót er að hægt er að smíða forritlinga, ef svo má kalla, Widgets eða smá- forrit sem samansett eru úr virkni sem fyrir er í símanum en sem er þá sett í annað samhengi og fyrir vikið getur maður smíðað sér- stakan upphafsskjá á símann. Í sem stystu máli þá er þessi nýi Samsung-sími einkar forvitnilegur og til marks um að þar á bæ séu menn á tánum, enda er í honum flest eða allt það sem maður gæti látið sér detta í hug að hægt væri að koma í einn síma. Græjan: Samsung P8000 Einkar forvitni- legur farsími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.