SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Side 18
18 28. febrúar 2010
Í
KSA nýtur í kvöld gróskunnar sem varð í íslenskri
kvikmynda- og sjónvarpsmyndaframleiðslu þegar
peningagáttir þjóðfélagsins stóðu allt í einu opnar
upp á gátt og áratuga fjársvelti tilheyrði allt í einu
fortíðinni. Bæði einstaklingsframtakið og hið opinbera
losaði takið á pyngjunni á undanförnum ófremdarárum
á meðan við lifðum eins og enginn morgundagur væri í
nánd.
Hvað sem segja má um þá daga víns og rósa þá varð
óeðlilega mikil uppsveifla í allri kvikmyndagerð um sinn
og í kvöld er komið að uppskeruhátíð þessara gósentíma
og hætt við að risið verði ekki jafn hátt á næstu Eddu-
afhendingu. „Den tid den sorg,“ í kvöld eigum við von á
glæsilegri hátíð því það hefur aldrei komið betur í ljós en
á þessu tímabili peningaflæðis til listgreinarinnar hversu
mikið við eigum af mögnuðu kvikmyndagerðarfólki og
það í öllum geirum.
Keppnin um Edduna verður því óvenjuhörð í kvöld,
öfugt við flest undangengin 11 ár, þegar við höfum mátt
telja okkur sæl með að eiga einn frambærilegan kandídat
í sumum flokkunum.
Að venju ætla ég að „skjóta á“ þá listamenn og -verk
sem ég álít sigurstranglegust og af ofangreindum ástæð-
um má reikna með óvenjumörgum feilskotum í kvöld.
Ég þekki lítið til þeirrar misjafnlega miklu vinnu sem
listamenn og framleiðendur vinna á bak við tjöldin fyrir
sig og sína umbjóðendur og geta skipt sköpum um hver
hreppir hnossið. Slíkt er viðtekið baktjaldamakk á
uppákomum sem þessum og ekki hundrað í hættunni.
Þetta er til gamans gert og gott að minnast þess að eng-
inn er útilokaður þegar kemur að því að sigurvegararnir
verða kynntir á sviðinu. Ég set sigurstranglegasta kepp-
andann í efsta sætið, þann næstlíklegasta nr. 2 o.s.frv.
Að endingu óska ég væntanlegum Eddu-höfum til
hamingju og framleiðendum með góðan árgang af kvik-
mynda- og sjónvarpsefni.
Stuttmynd ársins
Fimm frambærilegar stuttmyndir kljást um Edduna í
þessun jafnan áhugaverða flokki. Mér sýnist Njálsgata –
Committment, eftir hina eftirtektarverðu Ísold Ugga-
dóttur (Góðir gestir). Einkar vel heppnuð og einföld saga
um vandamál gamalt og nýtt; afbrýði og vantraust hjá
ungum manni sem er að hefja sambúð.
Njálsgata – Leikstjóri Ísold Uggadóttir.
Framleiðandi: Númer 9
Epik Feil – Leikstjóri Ragnar Agnarsson.
Framleiðandi Sagafilm
Far Away War – Leikstjóri Fahad Falur Jabali.
Framleiðandi Ljósband
Góða ferð – Leikstjóri Davíð Óskar Ólafsson.
Framleiðandi Mystery Island
Reyndu aftur – Leikstjóri Sverrir Kristjánsson.
Framleiðandi Milk & Cookies
Barnaefni ársins
Tvær myndir skera sig úr og hljóta að teljast sig-
urstranglegastar í ár. Höfða báðar beint til barnssál-
arinnar – í okkur öllum. Skoppa og Skrítla er nánast
óaðfinnanleg skemmtun fyrir yngstu kynslóðina, sem
oft verður útundan og hvatning til hópsins að halda
áfram á sömu braut
Skoppa og Skrítla í bíó – Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson.
Framleiðandi Skrítla
Algjör Sveppi og leitin að Villa – Leikstjóri Bragi Þór
Hinriksson. Framleiðandi Hreyfimyndasmiðjan
Á uppleið – Leikstjóri Óskar Jónasson. Framleiðandi
Ríkisútvarpið
Latibær – Leikstjórar Magnús Scheving og Jonathan
Judge. Framleiðandi Latibær
Stundin okkar – Dagskrárgerð Eggert Gunnarsson og
Björgvin Frans Gíslason. Framleiðandi Ríkisútvarpið.
Skemmtiþáttur ársins
Hér er valið auðvelt frá mínum bæjardyrum séð. Ég hef
reyndar gaman af þeim félögum í Popppunkti, Logi í
beinni á sín augnablik en Gettu betur, þessi gamalgróni
gleðigjafi er í tilvistarkreppu. Upp úr stendur Útsvar,
sem er betrumbætt útgáfa hans með styrkum stjórn-
endum við stýrið.
Útsvar – Framleiðandi Ríkisútvarpið
Popppunktur – Framleiðandi Ríkisútvarpið
Logi í beinni – Framleiðandi Sagafilm
Gettu betur – Framleiðandi Ríkisútvarpið
Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 – Framleiðandi
Ríkisútvarpið
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Gísla Einarssyni fatast ekk flugið á flakki meðal for-
vitnilegra og fyrirferðarlítilla dreifbýlismanna. Hann er
fundvís á frumlegt og skemmtilegt fólk sem er mun
ferskara og áhugaverðara en gamli hringurinn. Jón Ár-
Hver tekur
Eddu í kvöld?
Kvikmynd ársins
Hér stendur tvísýn barátta á milli Bjarnfreðarsonarins og Mömmu Gógóar. Hinar yfirgengilegu vinsældir „vakt-
mannanna“ ráða að líkindum úrslitum um hver sigrar af þremur myndum sem hver hefur margt til síns ágætis.
Bjarnfreðarson – Leikstjóri Ragnar Bragason. Framleiðendur Kjartan Þór Þórðarson, Magnús Viðar Sigurðsson,
Harpa Elísa Þórsdóttir og Arnbjörg Hafliðadóttir fyrir Sagafilm
Mamma Gógó – Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson. Framleiðendur Friðrik Þór og Guðrún Edda Þórhannesdóttir
fyrir Hughrif
Desember – Leikstjóri Hilmar Oddsson. Framleiðendur Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir fyrir
Ljósband.
Kristbjörg Kjeld leikur mömmu Gógó.
Bjarnfreðarson er punkturinn yfir i-ið í sögu lífskúnstnersins Georgs Bjarnfreðarsonar.Desember er nýjasta kvikmynd hins margreynda Hilmars Oddssonar.
Edduverðlaunin eru að slíta barnsskónum, en
nú verður þessi heiðursvottur Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunnar afhentur í
12. skipti í kvöld, 27. febrúar og fer athöfnin
fram á Hótel Sögu með tilhlýðilegri viðhöfn
Sæbjörn Valdumarsson saebjorn@heimsnet.is
Eva María
Jónsdóttir
Sölvi
Tryggvason
Bogi
Ágústsson
Þóra
Arnórsdóttir
Egill
Helgason
Sjónvarpsmaður ársins
Í mínum huga á enginn þessa nafnbót frekar skilið en hin skelegga fréttakona
og líflegi þáttastjórnandi Þóra Arnórsdóttir. Skiptir ekki máli við hvern hún
ræðir, innlendan sem erlendan, er alltaf jafn vel undirbúin og gefur sig ekki.
Orðheppin, kankvís og hefur aðlaðandi útgeislun sem gleður mannsins
hjarta.