SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 50
50 28. febrúar 2010
F
yrir nokkru komu út 13. og 14. bindi Kirkna Ís-
lands, mikils ritverks sem hóf göngu sína árið
2001. Stefnt er að því að bindin verði alls 26. Í
þeim er fjallað um allar friðaðar kirkjur landsins,
207 að tölu, og er miðað við að síðustu bindi verksins
komi út árið 2015.
Óhætt er að segja að Kirkjur Íslands sé óvenjulega
metnaðarfullt og fallegt verk, og afar fræðandi. Lesandinn
kynnist kirkjunum og sögu þeirra, gripum, arkitektúr og
merkilegum minningarmörkum. Í nýjustu bókunum er
fjallað um kirkjur í Borgarfirði en í fyrri verkunum hafa
verið teknar fyrir kirkjur í Kjalarnesprófastdæmi, í Eyja-
firði, Húnaþingi, Skagafirði og Árnessýslu.
Ritstjórar Kirkna Íslands eru þeir Þorsteinn Gunn-
arsson og Jón Torfason. Þorsteinn hefur stýrt verkinu frá
upphafi en Jón kom að því árið 2004. Í ritnefndinni eru
auk Þorsteins, sem verið hefur formaður Húsafrið-
unarnefndar fram að síðustu áramótum, þau Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Nikulás Úlfar Másson
forstöðumaður Húsafriðunarnefndar og Karl Sigurbjörns-
son biskup.
Þegar Húsafriðunarnefnd var sett á laggirnar árið 1969
var tekið að friða kirkjur og aðrar sögulega mikilvægar
byggingar. Alls nutu 23 kirkjur verndar árið 1989 en þegar
lögunum var breytt árið eftir, tók friðunin til allra kirkna
sem reistar voru fyrir 1918, en þær eru 207.
„Árið 1996 ákváðu Húsafriðunarnefnd og Þjóðminja-
safn í sameiningu að minnast 1000 ára afmælis kristni-
tökunnar með því að ýta þessari menningarsögulegu út-
tekt úr vör. Biskupsstofa kom síðan til liðs við okkur,“
segir Þorsteinn. Hann bætir við að þetta hafi ekki verið
frumleg ákvörðun, því á Norðurlöndunum hafi slíkar
bækur verið að koma út frá því um miðja 20. öld. Hann
sýnir dæmi um norskar, sænskar og danskar bækur um
sögulegar kirkjur. „Færeyingar gáfu út fimm bækur um
sínar kirkjur og luku þannig verkinu, við erum síðust
Norðurlandanna til að hefjast handa,“ segir hann.
Rammi um trú, gleði og sorgir
Markmiðið er að gera öllum þessum friðuðu kirkjum
verðug skil í yfirgripsmiklu fræðslu- og kynningarriti.
„Þetta er ekki trúarlegt verk í eðli sínu heldur menn-
ingarsögulegt í víðri mynd. Þessi mannvirki eru rammi
um trú, gleði og sorgir, um heilagan anda,“ segir Þor-
steinn. „Kirkjan er merkilegt fyrirbæri. Vel heppnuð
kirkja gefur okkur háleita tilfinningu, ekki bara í formi
heldur líka í rými og upplifun. Það á við um bygging-
arlistina, gripina, messuföngin, altaristöfluna. Þessir
gömlu smiðir og hagleiksmenn voru að vanda sig við
verkið, að gera sitt besta. Um aldir var kirkjan listasafn
bændamenningarinnar, fólk fór þangað til að heyra guðs
orð en líka til að horfa á dýrgripi sem það átti ekki kost á
að sjá í híbýlum sínum.“
Þeir Jón segja að á þeim rúma áratug sem unnið hefur
verið að útgáfunni hafi ríflega 50 höfundar skrifað í bæk-
urnar: arkitektar, fornleifafræðingar, guðfræðingar, ís-
lenskufræðingar, listfræðingar, náttúrufræðingur, sagn-
fræðingar, skjalaverðir, þjóðháttafræðingar. Fleiri eiga
eftir að bætast í hópinn, en fyrirhugað er að á þessu ári
verði fjallað um kirkjur á Snæfellsnesi og í Dölum í tveim-
ur bindum og um sjö kirkjur í Reykjavík í einu bindi. Þá
verða sex prófastsdæmi eftir, fyrir síðustu fjögur ár verk-
efnisins. „Þau eru mörg smáatriðin sem þarf að huga að í
hverju verki þegar tengja þarf saman greinar einstakra
höfunda, velja myndir og teikningar og fella að textanum,
en okkur finnst þetta ganga býsna vel,“ segja þeir.
Samkvæmt lögum ber Húsafriðunarnefnd að kosta
framkvæmd og útgáfu byggingarsögulegra rannsókna.
Húsafriðunarsjóður greiðir því helming útgáfukostnaðar
en Þjóðminjasafn og Biskupsstofa sinn fjórðunginn hvort.
Húsafriðunarnefnd greiðir höfundarlaun þeirra sem
skrifa um sögu kirkjustaðanna og bygginga en starfsfólk
Þjóðminjasafns vinnur að gripalýsingum. Þá hefur Ívar
Brynjólfsson ljósmyndari safnsins tekið þorra ljósmynd-
anna en Guðmundur Ingólfsson hefur einnig myndað fyr-
ir útgáfuna. Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljós-
myndasafns Íslands, annast myndritstjórn. Um tíma tók
Fornleifavernd ríkisins þátt í verkefninu, Kristnihátíð-
arsjóður og Menningarsjóður hafa styrkt það og þá hafa
prófastsdæmi einnig lagt hönd á plóginn sem og byggða-
söfn heima í héruðum.
Kirkjur geta fuðrað upp á einni nóttu
Við upphaf verkefnisins tók Þorsteinn saman ritsjórn-
arstefnu sem unnið hefur verið eftir, en hann er sérfræð-
ingur í endurgerð friðaðra húsa og kirkna og eru steinhús
frá 18. öld sérgrein hans. Arkitekt var gerður út til að
skoða allar þessar kirkjur og taka af þeim myndir, það var
tveggja ára verkefni, áætlun var gerð um efnistök og þau
voru rædd og skipulögð. Þá voru skrifaðar upp allar vísi-
tasíur um þessar kirkjur sem varðveittar eru á Þjóð-
skjalasafninu. Vísitasíurnar og gögnin um kirkjurnar eru í
möppum sem fylla margar hillur.
„Þá var ráðist í að gera uppdrætti af öllum kirkjunum,
það hefur verið gríðarlegt verk,“ segir Þorsteinn. „Það
eru til teikningar af örfáum þeirra, sem hægt var að nota,
en annars þurfti að mæla kirkjurnar upp og teikna. Við
héldum á sínum tíma námskeið fyrir íslenska arkitekta,
til að skerpa á mælingatækninni og svo voru þeir sendir út
af örkinni. En þetta var á uppgangstíma í byggingariðn-
aðinum og kollegarnir íslensku voru svo uppteknir við
nýbyggingar að við fengum ekki nægilega marga í þetta.
Þá gerðum við samstarfssamning við arkitektaskólann í
Árósum og á hverju sumri hafa komið hingað nemendur
með kennara sínum, þeir hafa ferðast um landið og teikn-
að upp kirkjur. Án þess hefðum við ekki náð þessu.
Þessi mæling og teikning er gríðarlega mikilvæg. Um
átta af hverjum tíu kirknanna eru úr timbri og eins og
dæmin sanna, þá geta þær fuðrað upp á einni nóttu eins
og gerðist í Krísuvík um daginn. Þá eru þessi gögn svo
verðmæt. Mælingin og lýsingin á kirkjunni eru með
ákveðnum hætti varðveisla á mannvirki sem getur hæg-
lega glatast.“
Það er erfitt að velja eina
Hver kirkja fær sinn kafla í bókunum og er honum skipt í
sex greinar. Fremst er ágrip af sögu kirkjustaðarins. Stað-
háttum er lýst, greint frá eignarhaldi og merkum prestum
og helstu ábúendum. Í annarri grein er byggingarsaga
kirkjunnar rakin og einnig birt vísitasía prófasts en lýsir
kirkjunni nýreistri. Í þriðju greininni er lýsing kirkjunnar
eins og hún er núna, ytri og innri gerð. Er lýsingin hugsuð
þannig að jafnvel blindur maður geti upplifað mannvirkið
við að heyra lýsinguna. Þá er komið að kafla um bygging-
arlist kirkjunnar, en þar eru hlutföll hennar skýrð, sér-
kenni, og hún sett í byggingar- og listsögulegt samhengi.
Í fimmtu grein er fjallað um gripi og áhöld, sögu þeirra,
listgildi og hlutdeild í guðsþjónustunni. Séu þekkt deili á
hagleiksmönnum er sagt frá þeim. Þá er vikið að minja-
gildi fágætra gripa. Í lokagrein hvers kafla er kirkjugarði
lýst og sjónum beint að sérstökum minningarmörkum.
Bækur
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þessar kirkjur eru
allar merkilegar
Á hverju ári koma nú út ný bindi merkilegs ritverks um friðaðar
kirkjur á Íslandi. Sífellt fleiri lesendur eru að uppgötva þessi verk
og fræðast um þessar gömlu byggingar sem ritstjórarnir segja
„ómetanlegt lista- og menningarminjasafn.“ Verkefnið er ríflega
hálfnað en bækurnar verða alls 26.
’
Vel heppnuð kirkja gefur okkur
háleita tilfinningu, ekki bara í
formi heldur líka í rými og upp-
lifun. Það á við um byggingarlistina,
gripina, messuföngin, altaristöfluna.
Þessir gömlu smiðir og hagleiksmenn
voru að vanda sig við verkið, að gera
sitt besta. Um aldir var kirkjan lista-
safn bændamenningarinnar.
Í Leirárkrikju eru kaleikur og patína úr silfri, smíðuð 1796 af
Sigurði Þorsteinssyni gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn.
Lesbók