SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 24
24 28. febrúar 2010
legum gæðum á mjög skömmum tíma. Ég var
enn í námsmannalífsstílnum og rétt náði endum
saman. Ég fór sannarlega ekki í að starfa við
fjölmiðla vegna peninganna! Ég er í þessu af því
mér finnst það gaman. Fyrir hrunið hugsaði ég
stundum: ég er allavega í öruggri vinnu. En í
dag er þetta ekkert öruggari vinnustaður en
hver annar.“
Ýmsir segja að staða kvenna í fjölmiðlastétt
sé slæm. Ertu sammála því?
„Mér hefur aldrei verið mismunað af því ég er
kona, þvert á móti. Mér finnst reyndar að konur
eigi ekki stöðugt að velta sér upp úr kynferði
sínu. Þær eiga að vita að þær eru alveg jafngóðar
og karlarnir. Með þannig hugsunarhætti ná þær
árangri. Ég hef áhyggjur af því að konur sem
stöðugt velta sér upp úr því að þær eru konur
og fái ekki vinnu af því þær séu konur, eða séu
með lægri laun af því þær eru konur, festist í því
sem þær óttast mest. Það er svo skýtið að það
sem maður hugsar gerist og það sem manni
finnst það verður. Í vinnunni hugsa ég fyrst og
fremst um sjálfa mig sem manneskju, ekki
konu.“
En þú ert kona sem ert á skjánum og eins og
nýlegt dæmi sannar þá er tekið eftir því hverju
sjónvarpskonur klæðast þegar þær eru á skján-
um. Ertu meðvituð um það hvernig þú klæðir
þig í sjónvarpi?
„Að sjálfsögðu hugsa ég um það. Ég er inni í
stofu hjá fólki og mæti ekki í hverju sem er. Ég
hef ákveðið að halda mig við frekar látlaus og
einföld föt. Í fréttatíma mega föt þularins aldrei
verða að aðalatriði því þá taka þau athyglina frá
því sem hann segir. Þá fellur allt um sjálft sig.
Maður verður að vera í einhverju sem er settlegt
og smekklegt og vekur ekki umtal. Ég nota ekki
kollinum að stór hluti þjóðarinnar væri að horfa.
Þennan fréttalestur bar að með tiltölulega
skömmum fyrirvara og ég leitaði ráða hjá því
góða fólki sem ég vinn með og er búið að vera í
fjölmiðlum í áratugi, til dæmis Boga Ágústssyni
og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Þau gáfu mér
mjög góð ráð sem ég hef haft að leiðarljósi:
Vertu þú sjálf, haltu ró þinni og láttu ekkert
koma þér á óvart.
Þetta hefur gengið vel og ég er mjög fegin því.
Það hefði verið verulega leiðinlegt hefði þetta
farið illa af stað. Þá væri ég með kvíðahnút í
maganum við fréttalesturinn. En auðvitað fylgir
þessu stress. Ég finn hjartslátt þegar talið er nið-
ur fyrir fréttir og ef svo væri ekki þá væri ég
ekki mjög mannleg. Allra reyndustu fréttamenn
segja mér að það komi ennþá fyrir þá að stres-
sast. Og maður þarf að vera á tánum í þessu
starfi því allt getur gerst í beinni útsendingu og
vægur skammtur af stressi gagnast. Ef maður fer
að verða of rólegur verður maður kannski of
kærulaus og ekki eins viðbragðsfljótur. Við
fréttaútsendingar vinnur einstaklega gott fólk og
færustu tæknimenn og útsendingarstjórar gæta
þess að allt sé í lagi, þannig að ég er í góðum
höndum. Mér finnst mjög gott að vita af því að á
bak við mig, inni í myndstjórninni, er topplið
sem ræður við allar aðstæður og hvíslar í þráð-
lausa eyrað mitt ef eitthvað kemur uppá.“
Í dag er vinna í fjölmiðlum einhver ótrygg-
asti starfsvettvangur sem hægt er að velja sér.
„Ég geri mér fulla grein fyrir því. En jafnframt
er þetta einhver sá líflegasti og mest spennandi
geiri sem hægt er að starfa í. Mér finnst óskap-
lega gaman að vera þar sem hlutirnir gerast. Ég
vakna á morgnana og hef grófa hugmynd um
hvað ég ætla að gera yfir daginn en svo mæti ég
og verkefnin verða oft einhver allt önnur og
skyndilega er ég farin út í bæ til að tala við
manneskju sem ég hef kannski aldrei hitt áður. Í
þessari vinnu eru engir tveir dagar eins og það á
óskaplega vel við mig.
Ég hef mikinn metnað til að gera vel og
standa mig. Þá aukast líkurnar á að maður haldi
vinnunni. Annars eru þetta svo sérkennilegir
tímar. Þegar ég kom hingað til starfa á RÚV á
uppgangstímum hafði ég á tilfinningunni að ég
væri á öruggum vinnustað. Margir vinir mínir
sem voru með mér í hagfræðinni fóru til starfa í
bönkunum og tóku langt fram úr mér í verald-
M
aría Sigrún, sem er þrítug, hóf störf
á RÚV vorið 2005. „Það var fyrir
hálfgerða tilviljun,“ segir hún. „Ég
hafði lokið námi í hagfræði og var í
mastersnámi í fréttamennsku uppi í Háskóla og
kennarinn skikkaði okkur í fréttamannapróf
sem eru haldin á RÚV. Eftir prófið var mér boð-
in vinna sem ég þáði. Ég spurði Elínu Hirst, sem
var fréttastjóri, af hverju ráðin hefði verið
óreynd manneskja. Hún sagði að ég hefði flest
það sem þyrfti í starfið, hagfræðigráðan sem ég
hafði lokið kæmi sér vel og að ég myndi læra
það sem upp á vantaði. Ég stefndi alltaf í fjöl-
miðlastarfið en þetta gerðist allt miklu hraðar en
ég þorði að vona. Ég hugsaði þetta frá upphafi
sem framtíðarstarf og geri enn.“
Nýlega var mikið um uppsagnir á RÚV. Það
hlýtur að hafa verið erfitt að sinna vinnunni í
einhvern tíma á eftir.
„Auðvitað er þetta erfitt. Maður er að sjá á
eftir fólki sem maður hefur unnið með í mörg
ár. Ég sakna verulega mikið þeirra sem hafa far-
ið. Þetta er líka nokkuð sérstakur vinnustaður
að því leyti til að á fréttastofunni er unnin
vaktavinna og þá vinnur maður í tvo til þrjá og
jafnvel fjóra daga í röð með sama mannskapnum
í tæpa tólf tíma á dag. Þannig að þetta eru ekki
bara vinnufélagar manns, heldur líka vinir
manns. Það er hundfúlt og leiðinlegt að þurfa að
kveðja góða félaga. Maður veit af hverju það er,
það verður að skera niður og þá verður að fækka
fólki. Þeir sem eru eftir verða að vinna hraðar
en áður og vera duglegir.“
Engir tveir dagar eins
Þú ert fréttamaður hjá RÚV og ert svo til-
tölulega nýbyrjuð að lesa fréttir. Þú ert orðin
eins konar heimilisvinur. Finnurðu að þú ert
inni á gafli hjá þjóðinni?
„Ég er ekki búin að lesa fréttir nema í rúman
mánuð og finn svosem ekki mikla breytingu. Ég
myndi duga skammt í þessu starfi ef ég væri
stöðugt meðvituð um að það væru hundrað þús-
und manns að horfa á mig. Mér finnst best að
ímynda mér að ég sé bara að tala við eina fjöl-
skyldu, hjón með börn og unglinga og að amm-
an og heyrnardaufi afinn séu í heimsókn, þannig
að aldurssviðið sé vítt. Mér finnst mjög fínt að
halda mig við þetta. Ég er ekki viss um að ég
gæti lesið fréttirnar ef ég væri stöðugt með það í
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ég er óskap-
lega forvitin
María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona og fréttaþulur á
Ríkisútvarpinu, hefur vakið mikla athygli á skjánum, sér-
staklega eftir að hún hóf að lesa kvöldfréttir. Hún segir
mikilvægt í því starfi sem hún gegnir að skilja skoðanir
sínar eftir heima og gæta hlutleysis í hvívetna.