SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 37
28. febrúar 2010 37 Í myndið ykkur að njóta ásta á rólegan og munúðarfullan hátt þar sem skynjunin ein skiptir máli. Hvort sem þið þurfið á til- breytingu að halda eða þurfið að leysa ein- hvers konar vandamál varðandi kynlífið getur skynmiðun hjálpað við að endurnýja nándina í sambandinu með því að hjálpa ykkur að læra hvort á annað upp á nýtt. Æfingar í skynmiðun fela í sér að báðir aðilar í sambandinu einbeita sér að eigin skynjun meðan á örvun stendur. Með því að auka fjölbreytni og bæta sjálfsmeðvitund ein- staklingsins með einföldum snertingum geta þessar æfingar hjálpað elskendum að takast á við vandamál eins og of brátt sáðlát, skort á fullnæg- ingu og risvandamál, og getur einnig hjálpað þeim sem vilja:  Uppgötva nýjar snertingar og unaðslega upplifun  Auka sjálfsöryggi og meðvitund um eigin líkama  Styrkja sambandið  Auka samskipti í kynlífinu  Meiri spennu í kynlífið Með því að hafa engar væntingar um að kynlífið endi með fullnægingu hjálpa æfingarnar ykkur að njóta augnabliksins í stað þess að keppa að því að ná einhverju markmiði. Æfingarnar eru gerðar stig fyrir stig á löngum tíma. Þegar pör vinna með kynlífsráðgjafa eru æfingarnar sérsniðnar að þörf- um parsins og markmiðið er að losa einstak- lingana undan álaginu sem fylgir kröfunni um fullnægingu. Þær hjálpa til við að losa um það stress sem bæði fylgir og leiðir til kynferðislegra vandamála og eykur jafnframt meðvitund ein- staklingsins um alla þá möguleika til örvunar sem skynfærin bjóða upp á. Og hvar byrjar maður þá? Reglur:  Í fyrstu skiptin eru kynfærin bannsvæði  Halda ber samræðum í lágmarki nema til að gefa til kynna vanlíðan eða sársauka  Ekki reyna að kalla fram kynferðislega örvun  Gefið ykkur tíma til að íhuga æfingarnar eftir að þeim lýkur Gefið ykkur að minnsta kosti klukkutíma í æf- ingarnar sem ættu að fara fram í hlýju og notalegu svefnherbergi. Takið ykkur góðan tíma, í mörgum lotum, til þess að gera eftirfarandi æfingar. Æfing I Þegar maki þinn hefur komið sér þægilega fyrir skaltu byrja á því að snerta og strjúka nakinn lík- ama hans í 10 mínútur. Snertu allan líkamann, frá toppi til táar og báðar hliðar, á þann hátt sem færir þér ánægju. Taktu eftir áferðinni, sköpulag- inu og hlýju líkamans á meðan þú strýkur hann. Skiptið nú um hlutverk og einbeittu þér að þeim tilfinningum sem snertingar maka þíns vekja og hvernig snertingin hefur áhrif á þig. Reynið að vera eins orðfá og þið getið og einbeitið ykkur að líkamlegri upplifuninni. Skiptist á að nudda hvort annað í 20 mínútur í senn (í næstu æfingu má einnig nudda brjóst og kynfæri). Snertið og kannið líkama hvort annars sam- tímis í 20 mínútur og einbeitið ykkur að snerting- unni en ekki að kynferðislegri örvun. Æfing II Þessi æfing byggist á æfingu I en nú má snerta brjóst og kynfæri. Byrjið þó á því að snerta aðra líkamsparta og einbeitið ykkur að líkamlegu upp- lifuninni, áður en þið færið ykkur að kynfær- unum. Skiptist á um að leiðbeina hvort öðru með því að setja hönd ykkar á hönd makans til að gefa til kynna hvers konar snertingu þið viljið, hraðari eða hægari snertingu, meiri eða minni þrýsting, eða leiðbeina honum á þann stað á líkamanum sem þið viljið helst láta snerta. Reynið að nota sem fæst orð og munið að þó svo að það sé í lagi að gefa leiðbeiningar þá ræður sá sem er að snerta för. Æfing III Þessi æfing snýst um gagnkvæma snertingu sem gerir samskiptin eðlilegri og líkari venjulegu kyn- lífi en æfingarnar á undan. Gagnkvæm snerting gerir ykkur kleift að einbeita ykkur meira að lík- ama hvort annars en að eigin upplifun. Á þessu stigi ætti parið að ræða hvað þeim finnst gott og hvað þau vilja fá út úr kynlífinu án þess þó að leggja áherslu á fullnæginguna sem markmið. Æfing IV Ef par er að kljást við vandamál í kynlífinu ætti það að vinna með kynlífsráðgjafa til þess að kom- ast að því hvort fleiri og frekari æfinga er þörf. Þessar æfingar ættu þó að hjálpa flestum pörum að komast á það stig að geta stundað kynlíf án vandamála. Þegar þið hafið uppgötvað nýjar leiðir til þess að ná hvort til annars er vel hugsanlegt að þið eigið eftir að stunda betra kynlíf en nokkurn tímann fyrr! Skynmiðað kynlíf Kynfræðingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright kyn@mbl.is fjöldanum með greinilega þekkingu sína á sniðum og efnisgæðum. Smekklegt, fal- legt og nútímalegt,“ klykkir dómnefndin út með í umsögninni. „Nokkrir úr dóm- nefndinni töluðu við mig eftir á og sögðu að þetta hefði verið einróma ákvörðun,“ bætir Þórhildur við og virðist enn vera hálfundrandi á sigrinum. Innblástur úr daglegu lífi Það var haust- og vetrarlínan 2009-2010 sem Þórhildur kynnti í Gautaborg og færði henni sigurlaunin. „Þessi lína er vel rómantísk og kvenleg, fötin eru ekki of flókin og þau eru mjög klæðileg en með einhvers konar tvisti sem gerir þau sérstök. Þegar ég hanna leitast ég við að gera nýja hluti sem koma beint frá mér, ég vil ekki vera undir áhrifum frá einhverju öðru. Það er mjög misjafnt hvaðan ég fæ inn- blástur en aðallega er það bara úr daglegu lífi. Ég held að ég sé frekar opin fyrir mis- munandi stílum og get yfirleitt séð eitt- hvað fallegt í öllu. Það er líka hluti af því að hafa gaman af tískunni, tíska er ekkert heilög fyrir mér og mér finnst ekki gaman að fylgja ríkjandi straumum,“ segir Þór- hildur. TOTA, merki Þórhildar, er nú til sölu í versluninni Tjallamalla sem er í Stokk- hólmi og Malmö og er einnig netbúð. „Mig langar rosalega mikið að koma fötunum heim en ég hef ekki komist í að vinna í því, en það er hægt að kaupa af mér í gegnum heimasíðuna mína, tota.is.“ Næsta á dagskrá hjá Þórhildi er að sækja um fatahönnunarnám í skólum í Svíþjóð eða London. „Ég þarf að komast í skóla og læra tæknina á bak við fatahönnun betur. Ég er lærður hárgreiðslumeistari og átti hárgreiðslustofuna Hárhönnun á Skóla- vörðustígnum þangað til ég flutti út og ég á reyndar hlut í henni ennþá. Ég hef aldrei farið í neitt nám tengt fatahönnun,“ segir þessi 27 ára hæfileikaríki Reykvíkingur. Einhver lokaorð? „Ég vil þakka fyrir allan þann áhuga sem fólk hefur sýnt mér og bara bið að heilsa Íslandi,“ segir Þórhildur að lokum og hlær dátt. Kjóll úr vetrarlínunni sem nú er í sölu. ’ Þessi lína er vel rómantísk og kvenleg, fötin eru ekki of flókin og þau eru mjög klæðileg en með einhverskonar tvisti sem gerir þau sérstök. Þegar ég hanna leitast ég við að gera nýja hluti sem koma beint frá mér, ég vil ekki vera undir áhrifum frá einhverjuöðru. Menningarstarf í Kópavogi          Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna /viðburða á sviði menningar og lista í Kópavogi. Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjóðnum. Styrkþegum ber að skila greinargerð um nýtingu styrks eigi síðar en 6 mánuðum eftir úthlutun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 7. apríl nk., ásamt fylgiskjölum. Eyðublöðin fást í Þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2, og á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is Lista- og menningaráð Kópavogs veitir styrki til verkefna / viðburða í Kópavogi tvisvar á ári, í nóvember og maí en styrkir til félaga og stofnana í formi rekstrarstyrkja eru veittir einu sinni á ári, í maí. Umsóknum skal skilað til: Lista- og menningarráð Kópavogs Starfs- og verkefnastyrkir Fannborg 2 200 Kópavogi Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri menningarmála, Linda Udengård í síma 570- 1500 eða linda@kopavogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.