SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 25
28. febrúar 2010 25
skartgripi í útsendingu. Um leið og maður er
kominn með hálsmen gæti áhorfandinn hugsað:
Hvar ætli hún hafi fengið þetta hálsmen? Þá er
athygli hans ekki lengur á fréttinni. Mér finnst
mikilvægara hvernig ég kem hlutum frá mér og
hvernig áherslur og raddbeiting er.“
Fréttaþulir hafa mismunandi stíl þegar þeir
lesa fréttir. Sumir sýna tilfinningar, aðrir
halda alltaf ró sinni. Hvaða týpa ert þú?
„Þarna er ég enn að læra og á eftir að finna
mér farveg. Mér finnst að fréttaþulir megi sýna
svipbrigði. Það er allt í lagi að vera með léttan
svip þegar maður les þær fáu góðu fréttir sem
berast núna, eftir að maður er búinn að lesa all-
an bölmóðinn sem eru fyrstu fréttirnar þessa
dagana.“
Ertu pólitísk?
„Þegar maður er í starfi eins og þessu er mik-
ilvægt að skilja skoðanir sínar eftir heima og
sýna hlutleysi í hvívetna. Ég held mínum skoð-
unum á hitamálum algjörlega fyrir mig og ræði
þær ekki. Um leið og maður er farinn að hafa
sterka skoðun á einhverju máli getur maður
ekki fjallað um það á hlutlausan hátt. Sumir
fjölmiðlamenn eru mjög pólitískir og tjá sig um
skoðanir sínar í bloggi eða á Facebook. Mér
finnst það nokkuð varasamt.“
Til hvers að ræða einkalífið?
Það vilja örugglega einhverjir vita eitthvað um
einkalíf þitt. Býrðu ein?
„Ég hef sett mér það sem reglu að tala ekki
mikið um einkalíf mitt. Það eina sem ég vil segja
er að ég bý með kærastanum mínum, Pétri Árna
Jónssyni. Við höfum það gott og erum ást-
fangin.“
Af hverju viltu ekki ræða einkalíf þitt?
„Allir eiga sitt einkalíf og mitt einkalíf er bara
ekkert merkilegra en annarra. Ég er tilbúin að
ræða vinnuna mína en til hvers að ræða einka-
lífið? Einkalíf mitt er ósköp venjulegt og kemur
engum við nema mínum nánustu. Þeir sem
byrja að tala opinberlega um einkalíf sitt losna
oft ekki frá þeirri umfjöllun sem verður alltaf
meiri og meiri og þá er hreinlega hætt við að
fólk fái bara nóg af þeim.“
Hvaða áhugamál áttu?
„Þetta hljómar kannski mjög leiðinlega en
vinnan er áhugamál mitt. Ég hef afskaplega
mikinn áhuga á því sem ég er að gera og hlakka
alltaf til að fara í vinnuna. Ég hef áhuga á fólki
og það kemur sér vel í þessari vinnu. Svo hef ég
mikinn áhuga á heimildarmyndum. Ég hef þegar
unnið eina mynd og gæti vel hugsað mér að gera
fleiri. Þá hef ég gaman af ferðalögum, útiveru og
göngutúrum. Svo er ég mjög heimakær og mér
finnst gaman að elda og baka og fá fólk í mat.“
Hvað er það nákvæmlega sem er svo
skemmtilegt við að vera í fjölmiðlum?
„Það að vera inni í hringiðunni og sjá þegar
hlutirnir gerast. Ég er óskaplega forvitin. Þegar
ég var lítil spurði ég stöðugt: Af hverju? Af
hverju? Af hverju? Ég var sennilega alveg óþol-
andi krakki. Mömmu finnst mjög fyndið að ég sé
komin í starf þar sem ég vinn við að spyrja.
Fjölmiðlastarfið er skemmtilegt og spennandi.
Maður er líka að vinna framhaldssögur, gerir
frétt og daginn eftir heldur maður áfram með
málið og finnur á því nýja vinkla. Verkefnin eru
fjölbreytileg og maður fær að kynnast öllum
hliðum samfélagsins. Það eru óskaplega mikil
forréttindi að fá að tala við alls konar fólk, við
mismunandi aðstæður, um alla mögulega hluti.
Það heldur í mér neistanum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
María Sigrún Hilmarsdóttir: Mér finnst best að
ímynda mér að ég sé bara að tala við eina fjöl-
skyldu, hjón með börn og unglinga og að amman
og heyrnardaufi afinn séu í heimsókn.
’
Mér hefur aldrei verið
mismunað af því ég er
kona, þvert á móti.
Mér finnst reyndar að konur
eigi ekki stöðugt að velta sér
upp úr kynferði sínu. Þær
eiga að vita að þær eru alveg
jafngóðar og karlarnir. Með
þannig hugsunarhætti ná
þær árangri. Ég hef áhyggjur
af því að konur sem stöðugt
velta sér upp úr því að þær
eru konur og fái ekki vinnu
af því þær séu konur, eða
séu með lægri laun af því
þær eru konur, festist í því
sem þær óttast mest.“
Framúrskarandi árangur
í listnámi
Lista- og menningarráð Kópavogs hefur ákveðið að veita árlega
viðurkenningu til framúrskarandi námsmanns á sviði lista.
Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur í Kópavogi.
Ráðið óskar eftir ábendingum um slíka námsmenn frá kennurum,
listamönnum og öðrum sérfróðum aðilum.
Styrkþega ber að skila greinargerð um nýtingu styrks
eigi síðar en 6 mánuðum eftir úthlutun.
Ábendingum skal skilað skriflega, fyrir 7. apríl nk. til:
Lista- og menningarráð Kópavogs
Viðurkenning - listnemi
Fannborg 2
200 Kópavogi
Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri menningarmála,
Linda Udengård í síma 570- 1500 eða linda@kopavogur.is