SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 14
14 28. febrúar 2010
L
ífið brosti við Sonju Sigurjóns-
dóttur og Óla Jóni Sigurðssyni.
Óli Jón hafði komið heim frá
Danmörku 2006 með meistara-
próf í vélaverkfræði frá háskólanum í Ála-
borg í farangrinum og það var nánast eins
og að vera með ávísun á góða og vel laun-
aða vinnu. Þau keyptu sér húsnæði fyrir
sig og börnin tvö – það þriðja var á leiðinni
og nú eru börnin orðin fjögur – að vand-
lega yfirlögðu ráði og gættu þess að reisa
sér ekki hurðarás um öxl en það fór á ann-
an veg. Nú er Óli Jón atvinnulaus og húsið
orðið að skuldafangelsi. En fjölskyldan
heldur í bjartsýnina eins og yfirskriftin yf-
ir hjónarúminu ber vitni: Megi allir þínir
draumar rætast.
„Þegar við fórum að leita að húsi
ákváðum við að miða verðið við 20 millj-
ónir króna sem var viðtekið á þeim tíma.
Til að vera viss um að við tefldum ekki of
tæpt, að afborganirnar yrðu ekki of miklar
– þetta ræddum við fram og til baka –
skoðuðum við gengi íslensku krónunnar.
Fyrst fór ég aftur til þess tíma þegar gengi
krónunnar var látið fljóta, en síðan ákvað
ég að fara 15 ár aftur í tímann. Ég komst að
því að gengisvísitalan hefði verið á milli
116 og 118 og hugsaði með mér að ég gæti
tekið lán í erlendri mynt án þess að taka
mikla áhættu, jafnvel þótt gengisvísitalan
færi upp í 160. Við ákváðum þó að taka
ekki lán í dollurum því að gengið var svo
lágt að það gat aðeins farið upp á við og
tókum myntkörfu með japanskt jen,
svissneska franka og evrur í staðinn. Við
reyndum því að draga úr áhættunni eins
og hægt var.“
Afborganirnar þrefölduðust
Þau keyptu sér 115 fermetra húsnæði fyrir
sex manna fjölskyldu. „Við hefðum getað
keypt stærra hús, en gerðum það ekki,“
segir hann. „Jafnvel þótt afborganirnar
hafi í upphafi verið talsverðar, um 160
þúsund krónur á mánuði, var það ekkert
miðað við það sem var í vændum. Í des-
ember 2009 voru afborganirnar komnar
upp í næstum því 420 þúsund á mánuði,
næstum þrefalda upprunalega upphæð.“
Til að hafa meira pláss fyrir sex manna
fjölskyldu bætti Óli Jón þriðju hæðinni við
húsið án þess að taka lán, smíðaði allt
sjálfur ásamt pabba sínum. „Upprunalega
áætlunin var að stækka húsið og færa veð,
litla upphæð, sem var á húsnæði tengda-
móður minnar, á húsið mitt,“ segir hann.
„Nú ætti húsið að vera að minnsta kosti sjö
milljónum krónum meira virði en við
keyptum það á, en viðbótarveðið var að-
eins þrjár milljónir, sem hefði þýtt áhvíl-
andi 24 milljóna króna skuld. Við höfum
borgað næstum því átta milljónir af lán-
unum, en skulda samt 41 milljón í húsinu.
Heildarlánið vegna hússins er komið upp í
næstum 48 milljónir. Ég átti von á að
borga 21 milljón, 27 milljónir með vöxtum
á 15 til 20 árum. Á tveimur árum hefur
upphæðin hækkað upp í 48 milljónir.
Hluti af þessu er 8 milljóna króna íslenskt
lán, en það stendur nú í 11 milljónum
þannig að meira að segja það hefur hækk-
að þrátt fyrir að við höfum verið að borga
af því. Það gerir verðtryggingin.“
Óli Jón lýsir stöðunni eins og hún blasir
við sér: „Fasteignamarkaðurinn er í lægð
og húsnæðisverð fer lækkandi, lánin
hækka og laun standa í stað. Bilið á milli
verðmætis hússins og húsnæðislánsins
vex óháð því hvernig lán var tekið. Gjald-
eyrislánið skellur á okkur núna, en verð-
tryggðu lánin munu bíta af fullum þunga á
næstu árum. Ríkisstjórnin sagðist ætla að
hjálpa okkur með einhvers konar
greiðsluaðlögun, sem myndi draga úr af-
borgununum, en höfuðstóll lánsins yrði
tengdur launavísitölu. Þar sem launin hafa
staðið í stað í tvö ár geta þau aðeins þróast
í eina átt og það er upp á við. Það myndi
bæta hlutfallslega við höfuðstól lánsins.
Framfærslukostnaður hefur einnig hækk-
að um 20 til 30%, sem þýðir að höfuðstóll
upprunalega lánsins mun einnig hækka.“
Óli Jón er menntaður rafvirki og bif-
vélavirki. Áður en hann fór til náms hafði
hann rekið bifvélaverkstæði og unnið sem
rafvirki bæði í húsum og virkjunum. Þegar
hann kom heim frá Danmörku fór hann að
starfa hjá fyrirtæki í jarðhitageiranum.
„Fyrirtækið var með verkefni í Kína,
Bandaríkjunum og Þýskalandi,“ segir
hann. „Vegna minnkandi umsvifa hjá fyr-
irtækinu ákvað ég að skipta um starf. Ég
réð mig til frumkvöðlafyrirtækis í orku-
geiranum. Þar fékk mjög gott tilboð og
Samhent fjölskylda. Sonja Sigurjónsdóttir og Óli Jón
Sigurðsson ásamt börnunum sínum (f.v.), Sigurði
Breka, Viktori Inga, Kötlu Mist og Thelmu Rún.
’
Ef ég sæi fram á að
geta haldið húsinu
myndi ég leggja sér-
staklega hart að mér, fólk
er þrautseigt og tilbúið að
leggja sig fram til að halda
sínu, en það verður þá að
vita að það sé hægt.
Sonja Sigurjónsdóttir og Óli Jón Sigurðsson sáu fram á
áhyggjulaust fjölskyldulíf en nú blasir við þeim framtíð
á skuldaklafa og lausn er ekki í sjónmáli.
Karl Blöndal kbl@mbl.is