SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Side 34

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Side 34
34 28. febrúar 2010 Þ orsteinn Vilhjálmsson er rit- stjóri Vísindavefjarins og segir að hugmyndir um vef af þessu tagi hafi kviknað haustið 1999 þegar verið var að undirbúa þátttöku Háskóla Íslands í verkefninu Reykjavík – Menningarborg 2000. „Það var hópur manna að undirbúa verkefnið og ein hugmyndin var að opna fyrir spurningar frá almenningi og svara þeim. Og þetta var undirbúið dálítið, það var settur upp hugbúnaður samkvæmt nýjustu tækni og svo var þetta tilbúið 29. janúar árið 2000.“ Þorsteinn segir að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. „Ég bara sat eins og í flóði af spurningum. Ég hélt að þetta myndi verða rólegt og ég myndi sinna einni og einni spurningu, nokkr- um á viku, en það var aldeilis ekki. Það komu oft margir tugir af spurningum á dag,“ segir hann. Verkefnið var upp- haflega ekki hugsað sem langtímaverk- efni en þegar menn áttuðu sig á því hversu vinsæll vefurinn var, var ákveðið að halda áfram. „Það má segja að það hafi fest sig í sessi þegar vefurinn var um það bil árs gamall, í ársbyrjun 2001. Þá fengust kostunaraðilar og síðan var ráðið starfsfólk og slíkt,“ segir Þorsteinn og bætir því við að fyrst um sinn hafi hann sinnt þessu einn í hjáverkum og einn eða tveir námsmenn verið honum til að- stoðar en nú starfa fjórir fastir starfs- menn við vefinn í þremur stöðugildum. Svarað af fróðasta fólki Á þessum tíu árum hafa átta hundruð manns svarað átta þúsund og tvö hundr- uð spurningum en Þorsteinn segir suma vera áhugasamari en aðra við að svara. „Það virðist stundum fylgjast að, viljinn, getan og áhuginn. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að fylgjast með fólki sem kemst upp á lag með að skrifa svona, og finna þennan áhuga sem höf- undarnir hafa á því að gera þetta. Vís- indamenn vilja margir vera fyrst og fremst á kafi í sínum eigin rannsóknum og eigin grúski, en það er líka sem betur fer talsverður hluti þeirra sem hefur skilning á því sem er kallað vísinda- miðlun, að miðla vísindunum til al- mennings. Og að það sé nauðsynlegt fyrir vísindin sjálf til þess að þau þrífist. Að það sé áhugi á þeim í landinu,“ segir Þor- steinn og bætir við að ritstjórnin felist svo í því að tryggja að svörin séu á góðu máli; að þau séu skiljanleg. Aðspurður segir Þorsteinn langt í frá að öllum spurningum sé svarað. „Því miður, það berst svo mikið af spurningum. En það er nú samt ekki allt sem sýnist með það, því við erum oft að svara fleiri en einni spurningu í sama svari. Þau eru þokkalega rækileg. Fullgild alvöru svör eru yfirleitt ein til tvær síður. Við tókum þá stefnu í upphafi að við vildum segja heila hugsun í svörunum og þetta er sú lengd sem þarf til þess. En svo erum við líka með styttri svör við einfaldari spurningum,“ segir Þorsteinn og bendir á að fyrir utan hin hefðbundnu svör hafi Vísindavefurinn einnig boðið upp á nám- skeið fyrir börn þar sem þeim hefur verið gefinn kostur á því að svara spurningum á sinn hátt, en þau svör séu þá eðlilega veigaminni og einfaldari. Föstudagssvörin Það er einn flokkur spurninga og svara sem hefur skorið sig úr og notið mikilla vinsælda, en það eru föstudagssvörin. „Ég held að fyrsta spurningin sem við fengum af þessu tagi hafi verið af hverju við göngum í nærbuxum. Og við höfðum alltaf þá hugmynd að við gætum svarað hverju sem er. Og það var náttúrlega far- ið í það að reyna að finna fólk til að svara þessari spurningu. Svo kom svar frá hópi í félagsvísindadeild. Þessari spurningu var aðallega svarað út frá félagslegum forsendum en á léttum nótum,“ segir Þorsteinn. Og spurningar af þessu tagi héldu áfram að berast. Næst var spurt að því hvort kindurnar í Færeyjum væru með styttri fætur öðrum megin til að ná betra jafnvægi í bröttum brekkunum þar. Þegar búið var að svara nokkrum spurn- ingum í þessum dúr var sérstakur flokk- ur búinn til fyrir svör af þessu tagi. Þor- steinn segir fólk hafa verið fljótt að ganga á lagið, en reynt sé að halda þessum flokki svara í einhverju hófi þó spurning- arnar séu margar vissulega mjög skemmtilegar. „Við reynum líka að hafa þessi svör þannig að það sé í þeim, þrátt fyrir grínið, eða á bak við grínið, einhver boðskapur um vísindin, hvernig vísindin vinna og hvernig tekið er á málunum. Til dæmis í svarinu um Færeyjar þá er eitt- hvað komið inn á Darwin og þróun- arkenninguna,“ segir hann. Á þeim tíu árum sem Vísindavefurinn hefur verið starfræktur hafa vinsældir hans verið gríðarlega miklar og hefur fjöldi heimsókna á vefinn haldið sér þrátt fyrir harðnandi samkeppni við nýja upp- lýsingavefi sem hafa sprottið upp. Í mæl- ingum Modernus hefur vefurinn iðulega verið í kringum 15.-25. sæti þegar kemur að heimsóknum á íslenskar vefsíður en Þorsteinn segir þeim eitthvað fækka yfir sumartímann. Ástæðuna má rekja til þess að skólarnir loki yfir sumarið, en vef- urinn er mikið notaður í skólunum og þrátt fyrir að þeir sem sendi inn spurn- ingar séu á öllum aldri berast þær flestar frá ungmennum á aldrinum 14-18 ára. Vefurinn þróist og nýtist sem best Að sögn Þorsteins hefur ávallt verið lögð áhersla á að nýta sér nýjustu tækni til að miðla þekkingunni áfram. Núna er til dæmis stefnt að því að taka upp hlaðvarp og myndbandsupptökur. Hann segir til dæmis námu af fróðleik að finna á You- Tube en segir höfundarréttarmál koma í veg fyrir að hægt sé að beina fólki þang- að af síðum Vísindavefjarins. Það stend- ur þó til að nýta sér myndbandstæknina að einhverju leyti, til dæmis til að út- skýra eitthvað sem auðveldara er að sýna en segja frá. Í því skyni að reyna að komast að því hvernig vefurinn nýtist best til að miðla vísindum til ungs fólks hefur Vís- indavefurinn undanfarið tekið þátt í Evrópuverkefni og voru þar bornar sam- an niðurstöður frá til dæmis Frakklandi, Skotlandi, Búlgaríu og Spáni. Þorsteinn segir Íslendinga hafa komið mjög vel út úr verkefninu. „Við fáum mjög góðan móralskan stuðning út úr þessu verk- efni. Niðurstaðan er að við erum að gera þetta á nokkuð réttan og skilvirkan hátt. Þetta er það sem krakkarnir vilja og við komum vel út,“ segir hann og bendir á að vefurinn hafi alltaf verið í nánu sam- starfi við skólana. „Við höfum verið í samvinnu við þá öðru hverju á þessum tíu árum. Þá höfum við sest niður í kennslustund í tilteknum bekk í ein- hverjum skóla og krakkarnir eru þá öll í tölvuveri og setja inn spurningar til okk- ar í þessari kennslustund og við svörum svo mjög fljótlega, jafnvel í kennslu- stundinni eða seinna um daginn.“ Skólarnir eru þó ekki einu samstarfs- aðilar Vísindavefjarins en hann hefur í gegnum árin verið í samstarfi við fjöl- miðla sem hafa birt svör frá honum vikulega og svo eru nokkur fyrirtæki með svokallaða rss-glugga þar sem hægt er að sjá svör frá vefnum, sem eru jafnvel afmörkuð við starfsemi fyrirtækisins. Eiga svar við öllu Vísindavefur Háskóla Íslands fagnar á þessu ári tíu ára af- mæli sínu. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og allt kapp er lagt á að svara spurningum fróðleiksþyrstra Íslendinga. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þorsteinn Vilhjálmsson hefur verið ritstjóri Vísindavefsins frá upphafi og segir starfið hafa verið mikið ævintýri. 1. Why are one of the world’s richest fishing grounds situated around the coast of Iceland? 2. Er jörðin flöt? 3.How many different Sudoku’s is it possible to make? 4. Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi? 5. Hvað eru jöklabréf? 6. Where did the Icelandic horse originate? 7. Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest? 8. Er sjósund í köldum sjó hollt? 9. Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? 10. Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn? Tíu mest lesnu spurningarnar 2009

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.