SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 15
28. febrúar 2010 15
hærri laun. Hjá því fyrirtæki vann ég í
rúmt ár. Þá þurftu þeir að draga saman
seglin og ég varð atvinnulaus í desember.“
Leitar vinnu erlendis
Sonja er heimavinnandi og Óli Jón er nú í
feðraorlofi og leitar að vinnu. „Ég er að
leita hér heima, en er einnig farinn að
svipast um erlendis, í Noregi, Kanada,
hvar sem ég get fundið vinnu,“ segir
hann. „Vandinn er hins vegar sá að ég get
ekki selt húsið. Verðið er lágt og ég skulda
næstum því tvöfalt meira en nemur verð-
mæti hússins. Að auki hefur mér ekki tek-
ist að flytja veðið af húsi tengdamóður
minnar, sem upprunalega var 3,5 millj-
ónir, en er níu milljónir í dag. Þótt ég færi í
þrot myndi ég eftir sem áður þurfa að
borga lánið, sem er með veði húsi tengda-
mömmu því að annars myndi það lenda á
henni. Við höfum þegar borgað átta millj-
ónir af húsinu. Ef við gæfumst upp myndi
dæmið kosta okkur 17 milljónir sam-
anlagt, sem er aðeins nokkrum milljónum
minna en húsið kostaði, en við ættum ekki
neitt. Þar að auki myndi ég tapa vinnunni,
sem ég hef lagt í að bæta þriðju hæðinni
við húsið. Spurningin er bara hvernig ég
get lágmarkað skaðann.“
Óli Jón og Sonja segja að bankinn hafi
ekki brugðist við vanda þeirra. Þau fái þau
svör að þau geti farið í greiðsluaðlögun,
fengið höfuðstólinn lækkaðan um fjórð-
ung, en þá þurfi þau að fara inn í áætlun
bankans. Eitt skilyrðanna fyrir því sé að
hafa vinnu og það er erfitt fyrir atvinnu-
lausan mann að uppfylla það.
„Þeir horfa á hvað það kosti mikið fyrir
sex manna fjölskyldu með einn bíl að
framfleyta sér og draga það frá kaupinu,“
segir hann. „Þannig yrði þetta í þrjú ár og
að þeim loknum yrði höfuðstóllinn lækk-
aður um 25% eftir að húsið hefði verið
endurmetið. Þar á meðal myndu þeir end-
urmeta þriðju hæðina, sem þeir lánuðu
ekki fyrir – verðmæti, sem ég bætti við
húsið. Þeir myndu því lækka lánið nokk-
urn veginn niður í það sem ég skulda nú
þegar. Næstu þrjú árin er mér því boðið
upp á að geta ekkert gert fyrir börnin mín
og vera í sömu stöðu og áður að þeim liðn-
um. Í raun væri ég að vinna fyrir bankann
og það er engin gulrót, ekkert markmið.“
Hin leiðin væri að fara með höfuðstólinn
niður í 110% af andvirði hússins. „Þá erum
við aftur í þeirri stöðu að viðbótin yrði
metin með. Húsið yrði sennilega metið á 27
milljónir þannig að höfuðstóllinn færi nið-
ur í 30 milljónir. Ég fengi verulega lækkun,
en ég hef reiknað út að mánaðarlegar
greiðslur færu úr 420 þúsund krónum nið-
ur í um 380 þúsund, sem er helmingi meira
en flest fólk hefur efni á.“
Litlar líkur eru á að Óli Jón fái jafn vel
launaða vinnu og hann var í áður, en lík-
legra að hann geti farið að vinna sem raf-
virki. „Þá gæti ég líklega fengið um 350
þúsund krónur á mánuði, ef vinnan er góð
og yfirvinna í boði gæti það jafnvel farið í
400 til 420 þúsund brúttó,“ segir hann.
„Það er jafn mikið og afborganirnar af lán-
unum, en þá á eftir að draga frá skatt.“
Óli Jón skilur ekki hvað vakir fyrir bank-
anum að vera svona ósveigjanlegur vegna
þess að enginn græði missi hann húsið.
„Ekki ég, ekki bankinn, enginn,“ segir
hann. „Þetta er skrítin staða og ég er hissa á
því að fjármálastofnanirnar á Íslandi geri
ekkert í málinu.“
Óli Jón segist ekki vera reiður út í bank-
ana eða stjórnmálamennina út af ástand-
inu. Sonja kemur inn í eldhúsið þar sem
viðtalið fer fram: „Enginn græðir á því að
vera reiður, við erum búin að fara í gegnum
reiðina og hún varð aðeins til þess að okkur
leið verr.“
„Ég mundi segja að ég hafi orðið fyrir
vonbrigðum yfir aðgerðaleysinu,“ segir
hann. „Þegar ríkisstjórnin komst til valda
fyrir einu ári voru bundnar við hana miklar
vonir. Allir héldu að nú yrði eitthvað gert.
Ekki mikið, bara eitthvað.“
„Hvað sem er,“ segir Sonja.
„Venjulegt fólk eins og við – enginn sem
ég þekki segir að ríkisstjórnin hafi gert
nokkurn skapaðan hlut, ekkert,“ segir Óli
Jón. „Það er ekki greiði að lækka greiðslur
af íslenskum lánum og tengja höfuðstólinn
við launavísitölu. Það er bara lengra reipi til
að hengja sig í. Greiðslurnar minnka örlítið
núna, en munu rjúka upp þegar laun
hækka aftur. Ef þetta væri lán, sem ég
myndi borga aftur á næstu þremur árum,
væri það í lagi, en öðru gegnir þegar á að
endurgreiða lánin á 15 til 25 árum.“
Óli Jón ber saman laun á Íslandi og í
Danmörku. „Á Íslandi eru laun að minnsta
kosti helmingi lægri,“ segir hann. „Tökum
til dæmis verkfræðistarf þar sem launin eru
400 þúsund krónur. Það eru um 16 þúsund
danskar krónur og það eru lágmarkslaun í
Danmörku. Laun fyrir verkfræðistarf í
Danmörku eru hins vegar um 27 til 29 þús-
und danskar krónur. Launamunurinn er
slíkur að laun á Íslandi geta ekki annað en
hækkað. Tvöfaldist þau mun það sama ger-
ast með höfuðstól lánanna. Þeir sem nota
leið ríkisstjórnarinnar munu fá smásvig-
rúm núna, en verða í verri stöðu síðar. Það
er eins og hlutirnir hafi ekki verið hugsaðir
alla leið.“
Óli Jón kveðst vilja fá að vita hvernig
stjórnvöld sjái næstu tíu árin fyrir sér. „Ef
niðurstaðan verður sú að lánin verða mér
um megn þá get ég einfaldlega skilað hús-
inu og orðið gjaldþrota,“ segir hann. „Þá
veit ég að minnsta kosti hvar byrjunarreit-
urinn er og hvað mun gerast. Ég held að
það sé erfiðast að vita ekki hvað er í vænd-
um. Fólk heldur í vonina um að það geti
haldið í húsin sín og unnið sig út úr þessu,
en það veit ekki hvað mun gerast á næsta
ári. Þetta er svekkjandi og sennilega það
versta við ástandið. Maður getur verið
reiður yfir því að hafa glatað eigum sínum,
en þá er að minnsta kosti hægt að hefjast
handa upp á nýtt og byrja að byggja upp.“
Sonja tekur við: „Það er sorglegt að horfa
á fréttirnar hlusta á stjórnvöld segjast ekki
skilja að fólk noti ekki úrræðin, sem standi
til boða. Það er eins og fólkið í ríkisstjórn-
inni eigi ekki fjölskyldur með vandamál,
þekki engan, sem hefur misst vinnuna.“
„Þeir tala um að bjarga bönkunum,
bjarga fyrirtækjum, bjarga hinu og
þessu,“ segir Óli Jón. „Mín spurning er:
hvað á að gera við alla þessa banka og fyr-
irtæki þegar enginn er til að vinna þar af
því að allir eru farnir? Ef ég sæi fram á að
geta haldið húsinu myndi ég leggja sér-
staklega hart að mér, fólk er þrautseigt og
tilbúið að leggja sig fram til að halda sínu,
en það verður þá að vita að það sé hægt.“
„Á hverjum laugardegi mótmælir fólk
fyrir utan Alþingi,“ segir Sonja. „Fólk
stendur hundruðum saman í röð til að fá
mat hjá Mæðrastyrksnefnd bara til að geta
gefið börnunum sínum að borða. Ég trúi
ekki að fólkið, sem er að reyna að gera
eitthvað, sjái þetta ekki. Það er útilokað.
Það er eins og þau séu í öðrum heimi. Það
sorglega er að íslenskir fjölmiðlar hafa
ekki áhuga á því sem almenningur hefur
að segja. Þeir hafa bara áhuga á eign-
unum, hvernig útrásarvíkingarnir og
bankamennirnir græddu og græddu og
eru að flytja peningana úr landi. Þeir hafa
ekki áhuga á litla manninum, sem er að
tapa peningum. Það eina sem sést í sjón-
varpsfréttum á hverjum degi eru millj-
arðamæringar, sem bankarnir hafa
ákveðið að afskrifa skuldirnar hjá og gefa
svimandi upphæðir. En sá sem skuldar tíu
milljónir fær að heyra að hann verði að
borga eða hafa verra af.“
„Þeir afskrifa milljarðaskuldir, en al-
menningur berst í bökkum við að borga af
nokkrum milljónum,“ segir Óli Jón.
„Þeir afskrifa lánin og síðan fá þeir, sem
áttu fyrirtækin og skulduðu peningana,
að kaupa fyrirtækið á útsölu. Eða þá að
þeir fá einfaldlega að halda fyrirtækjunum
vegna þess að reynsla þeirra þykir svo
dýrmæt,“ segir Sonja og háðið í hlátrinum
leynir sér ekki.
Talið berst að Icesave, sem sennilega
var óhjákvæmilegt. „Almenningur skor-
aði á forsetann að skrifa ekki undir vegna
þess að hann sá að ef við þyrftum að borga
tvöfalt og þrefalt fyrir húsin okkar, næstu
áratugina hefðum við ekki efni á öðru en
mat. Icesave-lögin hefðu þýtt að börnin
okkar hefðu þurft að ganga í gegnum það
sama,“ segir Óli Jón. „Fólk sagði einfald-
lega að nú væri nóg komið. Það væri
ótækt að láta okkur borga og börnin okk-
ar borga aftur. Þeir segja að við verðum að
borga þessa Icesave-reikninga og kannski
er það rétt, en þessar innistæður fóru ekki
í minn vasa, bankarnir borguðu skatta í
löndunum þar sem reikningarnir voru,
ekki á Íslandi. Ég spyr: hvað um ríkið,
sem fékk skatttekjurnar af reikning-
unum?“
Væri ævintýri, en völdu það ekki sjálf
„Þegar þú greiðir einhverjum atkvæði þitt
ætlastu til þess að hann standi með þér,“
segir Sonja. „Ekki eins og núna með því að
segja alltaf að við verðum að borga Ice-
save, en síðan koma sérfræðingar frá Evr-
ópu, frá London School of Economics og
segja næstum allir að við þurfum ekki að
borga. En íslenska ríkisstjórnin segir að
við þurfum að borga. Það er eins og ís-
lenska ríkisstjórnin tali fyrir bresk og hol-
lensk stjórnvöld, ekki fyrir Ísland. Þetta
fær almenningur í fréttunum.“
„Alistair Darling, Gordon Brown, ís-
lenska ríkisstjórnin og nokkrar hræður í
Hollandi segja að íslenska þjóðin eigi að
borga fyrir Icesave,“ segir Óli Jón. „Restin
af heiminum spyr sig hvað sé í gangi.“
Óli Jón segir að sig langi til að búa áfram
á Íslandi. „Umhverfið hér er gott og hér er
gott að eiga og ala upp börn,“ segir hann.
„En í nánustu framtíð myndi ég ekki
hafna starfi í öðru landi – í eitt eða tvö ár.“
„Það væri ævintýri,“ segir Sonja. „En ef
við ætlum að taka elstu börnin, sem eru 13
ára, með okkur heim aftur gætum við
ekki verið of lengi.“
„Það er allt opið,“ segir Óli Jón. „Eins
og Sonja segir væri það ævintýri, en við
völdum það reyndar ekki sjálf.“
’
Það er sorglegt
að … hlusta á stjórn-
völd segjast ekki
skilja að fólk noti ekki úr-
ræðin … Það er eins og fólk-
ið í ríkisstjórninni eigi ekki
fjölskyldur með vandamál,
þekki engan, sem hefur
misst vinnuna.
Ljósmynd/Víkurfréttir