SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 26
26 28. febrúar 2010 H austið 1989 safnaðist fólk sam- an á hverju mánudagskvöldi í Leipzig í Austur-Þýzkalandi að loknu bænakvöldi í kirkjum borgarinnar til þess að mótmæla stjórnarháttum þar í landi. Fyrst voru þetta fámennir hópar, síðan þúsundir, svo tugþúsundir og loks hundruð þúsunda. Erich Honecker, þáverandi leiðtogi aust- urþýzka kommúnistaflokksins, hafði gert ráðstafanir til að bregðast við með sama hætti og skoðanabræður hans í Kína gerðu í maí sama ár, þegar þeir sendu skriðdreka út á Tiananmen-torg til þess að drepa fólk og kæfa mótmæli. Af þessu varð ekki í Leipzig í október 1989. Völdin voru tekin af Honecker. Gorbachev var ekki tilbúinn til að styðja slíkar aðgerðir. Mótmælin í Leipzig, sem byrjuðu í fá- mennum hópum, breiddust út um landið og leiddu til falls Berlínarmúrsins og kommúnismans í Austur-Þýzkalandi. Þetta var skýrt dæmi um, hvernig mót- mæli fámenns hóps fólks í upphafi gátu leitt til byltingar í stjórnarháttum. Það var ekki augljóst í upphafi að fall komm- únismans í Austur-Þýzkalandi mundi leiða til sameiningar þýzku ríkjanna. Það stóð ekki til. En þegar Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, kom í fyrstu heimsókn sína til Austur-Þýzkalands til Dresden 19. desember 1989 tók múgur og margmenni á móti honum. Á þeirri stundu fann hann að þýzku ríkin mundu sameinast og hafði sigur í þeirri baráttu að lokum þrátt fyrir andstöðu Breta og Rússa, að einhverju leyti Pólverja, að nokkru leyti Frakka og áhugaleysi Bandaríkja- manna í byrjun. Að þessum löngu liðnu atburðum er vikið hér vegna þess, að þeir sýna hvers konar áhrif mótmæli fólks geta haft, ef al- menningur gefst ekki upp í baráttu gegn því, sem fólk telur ranglæti, eða í baráttu fyrir því, sem fólk telur vera réttlæti. Við Íslendingar höfum ekki mikla reynslu af almannamótmælum enda hefur stjórnarfarið í landi okkar ekki verið með þeim hætti, að tilefni hafi verið til. Þó eru skýr dæmi í meira en ellefu hundruð ára sögu okkar um það að andstaða almenn- ings hefur ráðið ferðinni, hvort sem um er að ræða átökin við Noregskonunga á sinni tíð eða kirkjuhöfðingja. Hin svonefnda búsáhaldabylting í jan- úar 2009 er skýrasta dæmið um það hér, að mótmæli fólks á götum úti hafi leitt til falls ríkisstjórnar, sem hafði sterkan þing- meirihluta á bak við sig, og myndunar nýrrar ríkisstjórnar, sem féll betur að tíð- arandanum. Nú er rúmt ár liðið frá þeim atburðum. Athyglisvert er að grasrótin í samfélag- inu hefur ekki þagnað. Tiltölulega fá- mennir hópar hafa haldið áfram op- inberum mótmælum. Þar hafa Hagsmunasamtök heimilanna verið á ferð, samtökin Nýja Ísland og nú eru Samtök lánþega komin fram á sjónarsviðið. Mót- mælafundir þessara aðila hafa ekki verið fjölmennir en þó hefur fjölgað á þeim að undanförnu. Þeir hafa ekki gefizt upp. Tónninn í verkalýðshreyfingunni er að byrja að harðna. Það má sjá á auglýsingum frá einstökum launþegasamtökum eins og t.d. Landssambandi verzlunarmanna. Hvað er þetta fólk að segja? Í grundvall- aratriðum er það að segja, að það sætti sig ekki við að þurfa að axla þær byrðar af bankahruninu, sem felast í hækkun verð- tryggingar og gengistryggingar til við- bótar við beina kjaraskerðingu vegna al- mennra verðhækkana og atvinnuleysis. Viðleitni stjórnvalda og fjármálafyrirtækja til þess að mæta þessum sjónarmiðum hefur ekki dugað til. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar veita þessum tiltölulega fámennu mótmæla- fundum takmarkaða athygli. Hugur þeirra hefur verið bundinn við annað, ekki sízt Icesave. En það er varasamt að hlusta ekki og verra að kunna ekki að hlusta á raddir fólksins. Það er ekki að ástæðulausu, að grasrótarsamtökin, sem spruttu upp úr búsáhaldabyltingunni, eru enn við lýði. Það er ekki að ástæðulausu að það fjölgar frekar en fækkar á reglulegum mótmæla- fundum á Austurvelli. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri getur mannfjöldinn á Austurvelli margfaldast eins og á götum Leipzig forðum. Hvers vegna? Vegna þess, að fólki finnst að ríkisstjórnin, sem búsáhaldabyltingin hóf til vegs, mæti ekki þörfum þeirra og kröfum. Þegar Vinstri grænir komu inn í ríkisstjórn fyrir rúmu ári var skjöldur þeirra hreinni en annarra stjórnmála- flokka. Hann er það ekki lengur. Í Austur- Þýzkalandi voru til andófshópar, sem hóf- ust til áhrifa í kjölfar hruns Berlínar- múrsins en þekktu ekki sinn vitjunartíma og hurfu og gleymdust. Verða það örlög Vinstri grænna í stjórnmálasögu 21. ald- arinnar, að þeir verði flokkurinn, sem fékk tækifærið en kunni ekki að hlusta? Það er svo annað mál, að það blasir ekki við, að aðrir flokkar séu að hlusta eða kunni að hlusta á fólkið í landinu. Jafnvel þingmennirnir, sem voru kjörnir á vegum búsáhaldabyltingarinnar, virðast ekki ná að endurspegla tilfinningar fólksins í gras- rótinni með þeim hætti að þær skoðanir nái í gegn í umræðum á Alþingi. Sá þing- maður, sem það gerir bezt og má kannski segja að sé með einhverjum hætti af- sprengi þeirra hreyfinga, er Lilja Mós- esdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Ætli sé mikið hlustað á hana í þeim þingflokki? Lýðræðið er merkilegt fyrirbæri. Það brýst fram með einhverjum og stundum óvæntum hætti. Ef enginn núverandi stjórnmálaflokka tekur að sér það hlut- verk að endurspegla tilfinningar fólksins í grasrótinni, réttlætiskennd þess og hug- myndir þess um hvað sé rétt og hvað sé rangt getur hlutskipti þeirra orðið hið sama og Erichs Honeckers í Austur- Þýzkalandi fyrir rúmlega 20 árum. Þeir verði settir til hliðar og ný öfl brjótist fram. Hver þeirra þekkir sinn vitjunar- tíma? Að kunna að hlusta Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is E in frægasta morðgáta síðustu aldar sem aldrei hefur verið leyst er morðið á Olof Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar, sem skotinn var til bana í miðborg Stokkhólms á þessum degi fyrir 24 árum. Það var föstudagskvöld og Palme hafði brugðið sér í bíó ásamt eiginkonu sinni, Lisbet, syni og tengda- dóttur, að sjá nýjustu kvikmynd sænska leikstjórans Suzanne Osten, Mozart-bræðurna, í Grand-kvik- myndahúsinu. Eftir sýninguna skildi leiðir og Palme- hjónin röltu í hægðum sínum niður Sveavägen í átt að neðanjarðarlestarstöðinni á Rådmansgötu, fyrir þá sem þekkja til staðhátta í Stokkhólmi. Engir lífverðir voru með í för enda var Palme frægur fyrir óvarkárni í þeim efnum – þrátt fyrir stöðu sína vildi hann lifa eins eðli- legu lífi og unnt var. Fyrir það var hann oft gagnrýndur. Þegar hjónin áttu aðeins örfá skref ógengin að lest- arstöðinni vatt maður sér upp að þeim og skaut þau bæði af stuttu færi. Palme lá eftir í blóði sínu en Lisbet særðist aðeins lítillega. Ódæðismaðurinn hljóp að svo búnu niður Tunnelgötu og hvarf fljótt sjónum. Leigubíl- stjóri sem varð vitni að atburðinum hafði umsvifalaust samband við lögreglu og tvær ungar stúlkur sem voru á næstu grösum reyndu að koma hjónunum til hjálpar. Þau voru flutt á sjúkrahús, þar sem Palme var úrskurð- aður látinn. Sænska þjóðin var harmi slegin yfir morðinu. Svona lagað átti ekki að geta gerst í Svíþjóð. Viðamikil rann- sókn var sett af stað en vísbendingar voru af skornum skammti. Strax fyrstu dagana eftir morðið kom fram hörð gagnrýni á lögregluna, meðal annars fyrir að loka ekki landamærum strax. Einsýnt þótti að morðinginn hefði hæglega getað komist úr landi. Fljótlega var kunnur öfgamaður, Victor Gunnarsson, tekinn höndum en engar sannanir lágu fyrir gegn hon- um. Gunnarsson var því sleppt. Hann flutti síðar til Bandaríkjanna, þar sem hann var myrtur. Hans Holmér, lögreglustjóri í Stokkhólmi, lagði áherslu á að fylgja eftir ábendingu um að samtök Kúrda í Svíþjóð, PKK, hefðu verið á bak við morðið á Palme. Ekki var hægt að færa sönnur á það og Holmér hrökkl- aðist á endanum frá rannsókn málsins. Í desember 1988, tæpum þremur árum eftir dauða Palmes, var Christer Pettersson, drykkjumaður og góð- kunningi lögreglunnar, handtekinn grunaður um glæp- inn, eftir að frú Palme hafði bent á hann í sakbendingu. Hann var dæmdur fyrir morðið í undirrétti en eftir áfrýjun sýknaði hæstiréttur hann. Rök dómsins voru einkum þríþætt. Í fyrsta lagi var morðvopnið ófundið; í annan stað hafði hann enga augljósa ástæðu til að fremja glæpinn og í þriðja lagi þótti réttinum vitnisburður frú Palme ekki nógu trúverðugur. Petterson lá áfram undir grun en ekki var hægt að höfða annað mál á hendur honum nema nýjar upplýs- ingar kæmu fram. Frekari upplýsingar koma heldur ekki frá honum úr þessu því Petterson lést haustið 2004 af völdum heilablæðingar eftir slys. Fjöldi vitna hefur borið að Petterson hafi gengist við morðinu. Palme lét mikið til sín taka á alþjóðavettvangi. Hann hafði m.a. skömm á aðskilnaðarstefnunni í Suður- Afríku og barðist fyrir afnámi hennar. Tíu árum eftir morðið bar Eugene de Kock, fyrrverandi lögreglumað- ur, fyrir rétti í Pretoríu að Palme hefði verið myrtur af þessum sökum. Hann nafngreindi meira að segja mann- inn sem hann taldi hafa framið verknaðinn. Sænska lög- reglan sendi í kjölfarið menn til Suður-Afríku en þeir fundu ekkert sem renndi stoðum undir orð de Kocks. Mörgum fleiri kenningum hefur verið kastað fram gegnum árin, svo sem að Baader-Meinhof-hópurinn í Þýskalandi og fasisti frá Síle hafi banað Palme, en ekkert sannast í þeim efnum. Eftir stendur að morðið á Olof Palme hefur reynst sænsku lögreglunni afar þungt í skauti. Ímynd hennar hefur beðið varanlegan hnekki. orri@mbl.is Palme skotinn á götu úti ’ Strax fyrstu dagana eftir morð- ið kom fram hörð gagnrýni á lögregluna, meðal annars fyrir að loka ekki landamærum strax. Á þessum degi 28. febrúar 1986 ScanPix/SCANPIX Christer Pettersson Olof Palme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.