SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 52
52 28. febrúar 2010 Þ að hefur sína galla að búa á litlu málsvæði, en líka sína kosti. Gott dæmi um kosti þess að hér sé ekki talað heimsmál er það hve bókavinir njóta góðs af þýðingum. Því þó maður geti kannski kraflað sig framúr bókmenntum á einhverjum er- lendum tungumálum þá opna þýðing- arnar fyrir okkur heim sem við hefðum annars ekki komist í. Dæmi um það er fjallað um hér til hliðar, þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir segir frá meistaraverki Stefans Zweigs, Veröld sem var, en þau eru nánast óteljandi. Nú hnussar kannski í einhverjum að það sé nóg að kunna ensku og þá sé mað- ur kominn með sæti við gnægtaborð heimsbókmenntanna, en því er öðru nær; fáir eru eins latir við að þýða skáldverk á ensku og Englendingar – nema ef vera kynni að Bandaríkjamenn slægju þeim við. Þar vestan hafs er málum nefnilega svo háttað að þýðingar eru ekki nema tvö til þrjú prósent af þeim bókum sem koma út árlega og það er þá á vegum smáfyr- irtækja með tak- markaða dreif- ingu. Hér á okkar litla málsvæði, örsvæði, búum við aftur móti svo vel að snar þáttur í útgáfu hvers árs er þýðingar á allskyns skáldverkum; víst er oft verið að þýða það sem kalla má dæg- urbókmenntir og reyfara, en líka heil- mikið af heimsbókmenntunum og því yf- ir litlu að kvarta. Gott dæmi um það eru til að mynda þær bækur sem tilnefndar voru til Ís- lensku þýðingaverðlaunanna nú í desem- ber: Málavextir eftir enska rithöfundinn Kate Atkinson, Öll dagsins glóð sem hef- ur að geyma safn portúgalskra ljóða, Um- myndanir eftir rómverska skáldið Pu- blius Ovidius Naso, Kirkja hafsins eftir spænska lögfræðinginn Ildefonso Falco- nes og Yfir hafið og í steininn eftir finnska rithöfundinn Tapio Koivukari. Vissulega eru þarna tveir reyfarar, en líka bókmenntaleg stórvirki og mjög for- vitnileg nýsköpun. (Verðlaunin verða af- hent 23. apríl næstkomandi.) Ég nefndi það áðan að þýðingar væri um 2-3% af skáldverkum sem gefin eru út vestan hafs. Hér á landi er annað upp á teningnum því um 65% þess skáldskapar sem kemur út á hverju ári eru þýdd úr ýmsum tungumálum. Þetta er einn af bónusunum við það að svo fáir tali ís- lensku en svo margir lesi bækur; það eina sem útaf stendur er að ekki er nógu mikið þýtt af ljóðum. Þýða meira, takk Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Hér á landi er annað upp á ten- ingnum því um 65% þess skáldskapar sem kemur út á hverju ári eru þýdd. Þ egar Veröld sem var, sjálfs- ævisaga Stefans Zweig, kom út á dögunum í kilju rataði hún rakleiðis í sjötta sæti á met- sölulista Eymundssonar. Þessi klassíska bók hefur notið umtalsverðra vinsælda hér á landi í gegnum árin og er örugg- lega flestum sem hana hafa lesið afar kær. Hún kom fyrst út árið 1958, önnur útgáfa, í kilju, kom út 1996 og nú kemur hún út í þriðja sinn í þýðingu Halldórs J. Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar. Hin langa nótt Austurríski gyðingurinn Stefan Zweig var rithöfundur, húmanisti og frið- arsinni. Hann var mikill einstaklings- hyggjumaður sem unni frelsinu umfram allt annað. Slíkum manni reynist erfitt að verða að vitni að því þegar mannrétt- indi eru fótum troðin, einstaklingsfrelsi einskis virt og mannslíf léttvæg fundin. Zweig lifði að sjá tvær heimsstyrjaldir en lifði ekki nógu lengi til að sjá þeirri seinni ljúka. Hann taldi sig ekki geta lif- að í heimi þar sem vitfirringurinn Adolf Hitler réð ríkjum og sagði í kveðjubréfi, áður en hann fyrirfór sér, að hann kveddi lífið af frjálsum vilja og með réttu ráði. Hann var einungis sextugur en kraftar hans voru á þrotum. „Ég tel því betra að ljúka í tæka tíð og óbugaður því lífi sem þekkti enga óblandaðri gleði en andlegar iðkanir og engin gæði á jörðu æðri persónulegu frelsi. Ég bið að heilsa öllum vinum mínum! Megi þeim auðnast að sjá roða af nýjum degi eftir þessa löngu nótt! Ég hef enga biðlund og fer því á undan þeim.“ Bréf til Mussolini Í Veröld sem var segir Zweig á einum stað að hann sé ekki fyrst og fremst að segja frá eigin afdrifum heldur örlögum heillar kynslóðar „sem forsjónin hefur lagt meira á herðar en flestum öðrum í tímans rás.“ Þetta var kynslóðin sem sá tvær heimsstyrjaldir. Það er hins vegar ekki svo að svartnætti hvíli yfir end- urminningabók Zweig. Hann er of mikill fagurkeri til að leyfa sér það, of næmur fyrir því fagra til að geta gleymt því og hefur svo mikla trú á listinni og sköp- unarkrafti mannsins að hann kýs að beina athyglinni þangað fremur en að einblína á það illa og skelfilega. Hann kallar tímabilið á undan heims- styrjöldinni fyrri gullöld öryggisins og þegar hann lýsir menningarborginni Vín, þar sem listunnendur fylltu borgina og höfðu engan áhuga á stjórnmálum og þjóðfélagsmálum, er frásögn hans full af söknuði og eftirsjá eftir veröld sem var. Það er þó mikill þungi og dimma í frásögn hans af kreppunni og verð- bólgutímabilinu 1924-1933 sem gerðu almenning auðnæman fyrir boðskap Adolfs Hitlers. En boðskapurinn um mátt listarinnar birtist aftur á síðunum þegar hann segir frá því hvernig bréf sem hann skrifaði Mussolini þar sem hann bað fanga griða skilaði árangri, einfaldlega vegna þess að Mussolini var ástríðufullur lesandi verka Zweigs. Vingjarnleg mikilmenni Frásagnir Zweig af listalífinu í Vín eru einkar heillandi og innblásnar. Sterkar svipmyndir af listamönnum, eins og Rodin, James Joyce, Richard Strauss og Romain Rolland streyma fram og Zweig þarf ekki mikið pláss til að lýsa manneskju á þann hátt að hún standi ljóslifandi fyrir framan lesand- ann. Zweig er langt frá því að vera sjálf- hverfur höfundur. Hann er einlægur mannvinur. Í verkinu má hvað eftir annað finna skilaboð um mikilvægi ein- staklingsfrelsis og trú á sköpunarmátt manneskjunnar. „Sönn mikilmenni eru öllum öðrum vingjarnlegri,“ segir Zweig á einum stað, fullyrðing sem hljómar hugsjónarík fremur en raunsæ. En Zweig hafði ein- faldlega svo sterka trú á listamanninum og göfgandi hlutverki hans á jörðinni að bjartsýnisrík fullyrðing eins og þessi er fullkomlega í takt við lífsskoðanir hans. Bók sem á stöðugt erindi Veröld sem var er bók sem á stöðugt erindi og mannúðleg hugsjón hennar ratar auðveldlega til allra frelsisunnandi og friðelskandi einstaklinga. Þetta er bók sem er full af hlýju og viðkvæmni og þar er undirliggjandi tregi og sökn- uður vegna þess sem gerðist þegar hin góða veröld varð grimm og hættuleg og mannslíf urðu einskis virði. Veröld sem var er ein merkasta sjálfs- ævisaga sem skrifuð hefur verið og það ber að fagna endurútgáfu hennar. Þetta er bók sem á heima hjá öllum þeim sem vilja skilgreina sig sem bókaunnendur. Stefan Zweig er höfundur einnar bestu sjálfsævisögu sem skrifuð hefur verið. Heimur húmanistans Hin marglofaða sjálfs- ævisaga Stefan Zweig, Veröld sem var, kom út í íslenskri þýðingu í kilju á dögunum. Þetta er í þriðja sinn sem bókin er gefin út hér á landi. Í febrúar 1942 sendi Zweig handritið í póst til útgefanda. Daginn eftir stytti hann sér aldur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bók sem „ á heima hjá öllum þeim sem vilja skilgreina sig sem bókaunnendur.“ Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.