SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 33
28. febrúar 2010 33
Enginn hópur sparkenda sem ólst upp
saman kemst með tærnar þar sem ’92-
kynslóðin hjá Manchester United hefur
hælana. Það er þó ástæða til að geta
þriggja öflugra hópa.
Akademían hjá Arsenal var óvenju af-
kastamikil snemma á níunda áratugnum
og skilaði þá m.a. sex leikmönnum sem
urðu landsliðsmenn, Tony Adams, David
Rocastle, Michael Thomas, Martin
Keown og Paul Merson (allir England) og Niall Quinn (Írland). Þeir
fæddust allir á árunum 1966-68, léku samtals 238 landsleiki og
unnu á heildina litið þrettán meistaratitla með Arsenal.
West Ham United er fræg uppeldisstöð fyrir unga sparkendur. Fyrir
um áratug komu þar fram á sjónarsviðið með skömmu millibili fimm
leikmenn sem allir eru landsliðsmenn í dag, Rio Ferdinand og Frank
Lampard (f. 1978), Joe Cole og Michael Carrick (f. 1981) og Jermain
Defoe (f. 1982). Samtals hafa þeir leikið
263 leiki fyrir England og unnið ellefu
meistaratitla – engan þeirra með West
Ham.
Þess má geta að Cole og Carrick voru
báðir í liði West Ham sem vann ungmenna-
bikarinn árið 1999, ásamt Richard Garcia,
ástralska landsliðsmanninum hjá Hull City
og Adam Newton, sem nú leikur með Lu-
ton Town, en hann á að baki fjóra lands-
leiki fyrir Saint Kitts og Nevis.
Við þetta má bæta að í sigurliði Leeds United í ungmennabik-
arnum vorið 1997 voru sjö leikmenn sem síðar áttu eftir að leika
landsleiki, Paul Robinson, Jonathan Woodgate og Alan Smith (Eng-
land); Alan Maybury og Stephen McPhail (Írland); Matt Jones (Wales)
og Harry Kewell (Ástralía). Aðeins einn þeirra hefur á hinn bóginn orð-
ið enskur meistari, Smith með Manchester United 2006-07.
Aðrir hópar afreksmanna
Paul RobinsonFrank Lampard Tony Adams
Fór í skiptum fyrir Cole
Fyrstan skal nefna útherjann Keith Gill-
espie (f. 1975) sem lék hvorki fleiri né færri
en 85 landsleiki fyrir Norður-Írland. Þann
síðasta árið 2008. Gillespie var mikið efni
og ósjaldan nefndur í sömu andrá og
Beckham og Giggs þegar hann knúði þétt-
ingsfast á dyr aðalliðs United snemma á tí-
unda áratugnum. Eftir aðeins níu leiki
ákvað Sir Alex Ferguson hins vegar að
skipta við Newcastle United á honum og
miðherjanum Andrew Cole árið 1995.
Gillespie lék í þrjú ár þar nyrðra við ágæt-
an orðstír og þar á eftir var hann í fimm ár
hjá Blackburn Rovers. Á heildina litið náði
hann þó aldrei að standa fyllilega undir
væntingum. Þrálát meiðsli höfðu þar tals-
vert að segja. Gillespie hefur komið víða
við undanfarin sjö ár en leikur nú með
Glentoran á Írlandi.
Næst skal kynntur til sögunnar miðvell-
ingurinn Robbie Savage (f. 1974). Honum
tókst aldrei að brjótast inn í aðallið Man-
chester United en lék eigi að síður um ára-
bil í úrvalsdeildinni, lengst af með Leicest-
er City, Birmingham City og Blackburn
Rovers. Savage er sparkelskum ógleym-
anlegur vegna tápmikils leikstíls. Hann lék
39 landsleiki fyrir Wales á tíu ára tímabili.
Savage er enn að, er nú fyrirliði Derby
County í B-deildinni. Hvort sem menn
trúa því eður ei var kappinn miðherji á
United-árum sínum.
Enn einn miðvellingurinn, Simon Dav-
ies (f. 1974), er einnig skilgreindur sem
landsliðsmaður enda þótt hann næði ekki
að leika nema einn leik fyrir hönd Wales.
Hann lék ellefu leiki með aðalliði Man-
chester United á árunum 1994-97 en var
síðan dæmdur til ævilangrar vistar í neðri
deildum. Davies kom víða við á ferlinum
en flesta leiki lék hann fyrir velska félagið
Bangor City, 76 talsins. Hann er nú ung-
lingaþjálfari hjá Chester City.
Þurfti að hætta 24 ára
Óheppnasti leikmaðurinn í sigurliði Man-
chester United í ungmennabikarnum 1992
hlýtur að vera miðvörðurinn Chris Casper
(f. 1975). Hann lék með yngri landsliðum
Englands og var spáð glæstum frama.
Casper náði þó aðeins að leika tvívegis
fyrir Manchester United en var í þrígang
lánaður til liða í neðri deildum. Hann var
loks seldur til eins þeirra, Reading, árið
1998. Eftir aðeins 39 leiki tvífótbrotnaði
Casper í leik með Reading veturinn 1999-
2000 og gat ekki leikið knattspyrnu aftur.
Kappinn var þó ekki af baki dottinn og ár-
ið 2006 var hann ráðinn knattspyrnustjóri
D-deildarliðs Bury. Hann stýrði liðinu í
113 leikjum áður en honum var sagt upp
störfum í janúar 2008. Casper er nú að-
stoðarknattspyrnustjóri Grimsby Town.
Annar leikmaður sem veltir því vísast
reglulega fyrir sér hvað hefði getað orðið
er útherjinn Ben Thornley (f. 1975). Hann
lék níu leiki fyrir United og þótti eiga
raunhæfa möguleika á að festa sig í sessi á
Old Trafford. Sá draumur rann út í sand-
inn þegar Thornley sleit krossband í hné í
leik með varaliðinu árið 1994. Hann var
meira en ár að ná sér og varð aldrei samur
maður. Thornley lék um tíma með Hudd-
erfield Town og Aberdeen í Skotlandi en
frá árinu 2002 hefur hann þvælst um í
neðri deildum og utan deilda. Hann leikur
nú með utandeildarfélaginu Witton Al-
bion ásamt bróður sínum, Rod, sem er á
launaskrá hjá Manchester United sem
nuddari.
Skákaði ekki Schmeichel
Markvörður liðsins, Kevin Pilkington (f.
1974), fékk að spreyta sig sex sinnum með
aðalliði United á árunum 1992 til 1998 en
var býsna fjarri því að velgja Peter gamla
Schmeichel undir uggum. Pilkington hef-
ur reynst bærilegur neðrideildamaður,
lengst af með Mansfield Town og Notts
County. Hann er nú í láni hjá Luton Town.
Hægri-bakvörðurinn John O’Kane (f.
1974) náði að leika tvo leiki fyrir United
áður en hann var seldur. Hann fékk tæki-
færi hjá bæði Everton og Bolton Wander-
ers en náði að hasla sér völl á hvorugum
staðnum. O’Kane lauk ferlinum hjá ut-
andeildaliðinu Hyde United árið 2006.
Vinstri-bakvörðurinn George Switzer
(f. 1973) átti ennþá ómerkilegri feril. Eftir
stutta viðkomu hjá Darlington lá leið hans
til Hyde United. Þar var kappinn í sex ár.
Switzer er enn á ferðinni, leikur nú með
hinu fornfræga utandeildaliði Irlam.
Miðherjinn Colin McKee (f. 1973) lék
einn leik fyrir United áður en hann sneri
heim til Skotlands. Hann spilaði 76 leiki
fyrir Kilmarnock á árunum 1994-97 en var
þá látinn fara. Brösuglega gekk að finna
nýtt félag og McKee lagði skóna á hilluna
árið 2001.
Engum sögum fer af sparkiðkun tveggja
varamanna, Joes Roberts og Leonards
Taylors, eftir að þeir yfirgáfu Manchester
United.
Smávaxinn og veikburða
Glöggir lesendur hafa eflaust löngu áttað
sig á því að hér vantar eitt mikilvægt nafn:
Paul Scholes (f. 1974). Hann var á mála hjá
Manchester United á þessum tíma en
komst hreinlega ekki í liðið. Skýringin var
skortur á líkamlegu atgervi. Scholes var
smávaxinn og veikburða, auk þess sem
asmi gerði honum lífið leitt. Raunar höfðu
fáir trú á því að hann yrði nokkurn tíma
atvinnumaður í faginu. Annað kom á dag-
inn. Enn og aftur sá Sir Alex það sem aðrir
sjá ekki.
Ekki fölnar afrekaskrá liðsmanna sé
Scholes tekinn með. Hann hefur leikið 632
leiki fyrir Rauðu djöflana og níu sinnum
verið í meistaraliði. Scholes skrýddist
enska landsliðsbúningnum 66 sinnum áð-
ur en hann hætti að gefa kost á sér árið
2004, alltof snemma að flestra mati.
Manchester United lék aftur til úrslita
um ungmennabikarinn árið eftir en
áþekkt lið (með Scholes innanborðs) tap-
aði illa fyrir Leeds United, 4:1 samtals.
Harrison og lærisveinar hans endur-
heimtu bikarinn hins vegar vorið 1995. Þá
voru í liðinu menn á borð við Phil Neville,
Ronnie Wallwork, Michael Clegg og Terry
Cooke.
Ekkert félag unnið oftar
Eric Harrison lét af störfum sem knatt-
spyrnustjóri ungmennaliðs Manchester
United fyrir um áratug en er enn á launa-
skrá hjá félaginu sem ráðgjafi. Hann varð
72 ára fyrr í þessum mánuði.
Ekkert félag hefur unnið ungmenna-
bikarinn oftar en Manchester United, níu
sinnum. Þar af fimm fyrstu árin 1953-57
þegar Duncan Edwards og hin „Börnin
hans Busbys“ léku lausum hala um
grundir.
Síðast vann félagið bikarinn árið 2003.
Þá voru í liðinu sjö menn sem nú leika í
úrvalsdeildinni. Það vekur hins vegar at-
hygli að aðeins einn þeirra er ennþá
samningsbundinn United, varamarkvörð-
urinn Tom Heaton. Hinir eru Phil Bardsley
og Kieran Richardson (Sunderland); Dav-
id Jones og Sylvan Ebanks-Blake (Wolv-
es); Paul McShane (Hull) og Chris Eagles
(Burnley).
Það undirstrikar styrk Beckhams, Giggs
og félaga.
Paul Scholes
Ryan Giggs hefur ungmennabik-
arinn á loft vorið 1992. Gary Neville
og David Beckham fylgjast með.
Simon Davies
’
Óvenju margir úr þessu frækna liði
komust í fremstu röð, ekki bara í
Englandi, heldur í heiminum öllum,
og allmargir þeirra eru ennþá að, tæpum
átján árum síðar. Samtals hafa þeir leikið
429 landsleiki fyrir hönd þjóða sinna og
unnið hvorki fleiri né færri en 32 meist-
aratitla, 31 í Englandi og einn á Spáni.