SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 39
28. febrúar 2010 39 É g bý í Gostingen, litlu sveitaþorpi í Lúx- emborg spölkorn frá Móseldalnum sem er í austurhluta Lúxemborgar og sker sig nokkuð úr öðrum hlutum landsins. Áin Mósel, sem á upptök sín í Frakklandi og rennur gegnum Frakkland, Lúxemborg og Þýskaland, mark- ar landamæri landsins við Þýskaland, fyrst við bæ- inn Schengen – sem Schengen-sáttmálinn er kenndur við – þar sem mætast Lúxemborg, Þýska- land og Frakkland. Eins og á við um margar miðevrópskar ár þá býr Móseldalurinn yfir mikilli náttúrufegurð og kynngi. Dalurinn er vinsæll ferðamanna- staður á sumrin en meðfram ánni má sjá kastala rísa upp með jöfnu millibili sem bera vott um mikilvægi árinnar í gegnum árhundruðin og Trier – elsta borg Þýska- lands reist rétt fyrir Krists burð – trónir síðan með sínum rómversku virkisveggjum sem voldugur minnisvarði um blómleg við- skipti og mikilvægi árinnar síðustu tvö ár- þúsundin. Með vorinu færist óneitanlega líf í Mó- seldalinn – er fer að líða á sumarið fyllast flestir bæir og þorp við Mósel af ferðamönnum og áin og bæirnir iða af lífi. Fjölmörg veitingahús og vínsmökkunarstaðir bjóða upp á vel úti látnar kræsingar í þýsku magni og frönskum sjarma og torgin eru und- irlögð af skransölu og útimörkuðum. Fyrir þá sem vilja kynna sér hvítvín og freyðivín innfæddra ætti það að vera hægðarleikur einn því vínhátíðir eru haldnar í einhverjum bæ við ána flestar helgar frá maí til september. Handbragð hins iðna vínbónda má sjá hvarvetna í bröttum hlíðum dalsins og ekki er laust við að maður fyllist lotningu við að verða vitni að þeirri vinnu sem lögð er í ræktun þessarar gjöf- ulu jurtar. Seint mun verða beitt stórvirkum vinnuvélum við upp- skeruna því sérhver vínberjaklasi er klipptur í höndunum og tínd- ur á tveimur jafnfljótum. Bændurnir keppast allt árið um kring við að nostra við vínviðinn til að tryggja að sem best uppskera fáist, þar sem meginhluti starfsins er unninn í höndunum. Kalk- ríkur jarðvegurinn í Móseldalnum og héraðinu upp af honum hentar vel til vínberjaræktunar fyrir vínframleiðslu. Þó er hitastig- ið þannig að það hentar illa fyrir ræktun dökkra þrúgna og eru Móselvínin því aðallega hvítvín og freyðivín. Freyðivínin eru það sem innfæddir eru stoltastir af en þau eru lítið þekkt utan Lúx- emborgar enda næstum öll framleiðslan seld á innanlands- markað. Frá sjónarhóli Lúxara hafa viðskiptin í dag færst að mestu frá bökkum Mósel og Trier til höfuðborgarinnar, Lúxemborgar. Borg- in Lúxemborg er í dag einn af suðupunktum alþjóðaviðskipta með tilheyrandi hamagangi og hverfulleika en megintekjur lands- ins eru af fjármálaumsýslu. Öfugt við okkur Íslendinga virðast Lúxarar vera nokkuð flinkir að sýsla með peninga fyrir alþjóða- samfélagið. Ef til vill má skýringanna leita í því að græðgi og krafa um stjarnfræðilegan hagnað af innihaldslitlum pappírs- eignum er ekki beint mottó innfæddra heldur frekar traust og ör- yggi og „eðlileg“ ávöxtun á raunverulegum eignum. Þessi eig- inleiki þeirra í peningaumsýslunni hefur breytt frekar snauðu bændasamfélagi í eitt ríkasta land heims á fáeinum áratugum. Í landinu sjálfu býr um hálf milljón manna en áætlað er að á degi hverjum komi um 200 þúsund manns frá nærliggjandi lönd- um til starfa í landinu. Við í Móseldalnum erum hins vegar að mestu laus við skark- alann og verðum einungis vör við hann snemma morguns og seint á daginn þegar þýskir bílar bruna eftir þröngum sveitaveg- unum og hellulögðum bæjargötum til og frá vinnu. Sjálfsagt með freyðivín í farteskinu til að halda upp á viðskipti dagsins. Póstkort frá Gostingen ’ Eins og á við um margar miðevr- ópskar ár þá býr Mó- seldalurinn yfir mikilli náttúrufegurð og kynngi. Torfi Rafn Halldórsson Fjallkonur Íslands á toppi Hvanna- dalshnjúks. Skíðaganga á Snæfells- jökul 2009. Telemarkað niður. Inga og ferðafélagar hennar gistu í tjöldum í sex nætur á Vatnajökli. Árið 2009 fór Inga í gönguskíða- leiðangur á Hvannadals- hnjúk. Páskana 2006 gekk Inga 100 km yfir Vatna- jökul á einni viku. Ljósmyndari/Inga Dagmar Karlsdóttir Ljósmyndari/Sif Arnarsdóttir Ljósmyndari/Inga Dagmar Karlsdóttir Ljósmyndari/Ólafur Freyr Gíslason Ljósmyndari/Inga Dagmar Karlsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.