SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 53
28. febrúar 2010 53
Eymundsson
1. Evidence – J. Kellerman
2. Fire and Ice – J. Garwood
3. Twenties Girl – Sophie
Kinsella
4. Red Bones – Ann
Cleeves
5. The Girl Who Played With
Fire – Stieg Larsson
6. The Treasure – Iris
Johansen
7. Roadside Crosses –
Jeffery Deaver
8. Relentless – Dean
Koontz
9. The Lovers – John
Connolly
10. Just Take My Heart –
Mary Higgins Clark
New York Times
1. Worst Case – James Pat-
terson & M. Ledwidge
2. The Help – Kathryn
Stockett
3. The Lost Symbol – Dan
Brown
4. Winter Garden – Kristin
Hannah
5. Flirt – Laurell K.
Hamilton
6. Poor Little Bitch Girl –
Jackie Collins
7. Brava, Valentine –
Adriana Trigiani
8. The Postmistress – Sa-
rah Blake
9. The Midnight House –
Alex Berenson
10. Kisser – Stuart Woods
Waterstone’s
1. The Lost Symbol –
Dan Brown
2. The Girl with the Dragon
Tattoo – Stieg Larsson
3. Eclipse – S. Meyer
4. Twilight – S. Meyer
5. New Moon – S. Meyer
6. Breaking Dawn – Steph-
enie Meyer
7. The Girl Who Played with
Fire – Stieg Larsson
8. Driven to Distraction –
Jeremy Clarkson
9. Wolf Hall – H. Mantel
10. Delia’s Happy Christmas
– Delia Smith
Bóksölulisti
Lestur er lífsstíll eru einkunnarorð á mínum
vinnustað og við rekum áróður fyrir því að
foreldrar byrji að lesa fyrir börn sín strax
eftir fæðingu. Við viljum að til verði enn
fleiri bókaormar og komandi kynslóðir fari
ekki á mis við þann töfraheim sem í bókum
býr. Einnig er nauðsynlegt að fólk læri að
njóta lestrarstunda í ró og næði í öllu áreiti
nútímans.
Bókaormar segjast oft öfunda okkur,
starfsfólk bókasafna, og halda að við gerum
ekkert annað í vinnunni en lesa skemmti-
legar bækur en þó við séum umvafin bókum
alla daga þá höfum við ekkert meiri tíma til
að lesa en aðrir. Við höfum þó óneitanlega
þau forréttindi að geta auðveldlega skoðað
og flett nýjum og gömlum bókum á hverjum
degi og þannig valið úr áhugvert efni og sett
á leslistann okkar.
Ég er oftast með margar bækur í takinu í
einu og þær af ýmsum toga. Ástandið í sam-
félaginu hefur haft áhrif á mitt bókaval að
undanförnu. Ég er búin að lesa allar
„kreppubækurnar“ og svo tók við heim-
speki og siðfræði Páls Skúlasonar og nú er ég
að lesa bókina Hugsað með Páli: ritgerðir til
heiðurs Páli Skúlasyni sextugum. Þar eru 16
greinar eftir jafn marga fræðimenn um
heimspeki Páls og hugðarefni. Það er tíma-
frekt að lesa bókina, ein grein er lesin í einu
og svo þarf maður góðan tíma til að hugsa
um innihaldið á eftir.
Á mínum leslista eru núna t.d. ÞÞ í for-
heimskunarlandi eftir Pétur Gunnarsson og
Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Bald-
ursdóttur. Ég ætla einnig að lesa aftur bæði
Gerplu og Íslandsklukkuna eftir Halldór
Laxness áður en ég fer í leikhúsið en Íslands-
klukkan verður þar að auki tekin fyrir á
næstu tveim bókaspjallskvöldum á safninu.
Þá er alltaf að minnsta kosti ein glæpasaga
á ensku við höndina. Nú er ég að lesa bækur
Elizabeth George aftur því erfiðlega hefur
gengið undanfarið að finna áhugaverða nýja
höfunda á því sviði.
Ekki má gleyma ljóðabókunum en þær eru
aldrei langt undan og langar mig að ljúka
þessum pistli, í tilefni kreppunnar, með
upphafslínum ljóðsins „Vonin“ úr ljóðabók-
inni Aðeins eitt blóm eftir Þuríði Guð-
mundsdóttur:
Veiztu
að vonin er til
hún vex
inn í dimmu gili
og eigir þú leið
þar um
þá leitaðu
í urðinni
...
Lesarinn Hulda Björk Þorkelsdóttir for-
stöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar
Búin að lesa allar
„kreppubækurnar“
Hulda les greinar um pælingar Páls Skúlasonar.
Morgunblaðið/Golli
Bandaríski rithöfundurinn John
Grisham er einhver vinsælasti
spennusagnahöfundur samtím-
ans en viðfangsefni hans eru
oftar en ekki lagaflækjur þar
sem aðalpersónurnar takast á í
réttarsölum. Bækur Grishams
hafa selst í meira en 250 millj-
ónum eintaka og vinsælar kvik-
myndir hafa verið gerðar eftir
sumum þeirra.
Í The Guardian er greint frá
því að Grisham hyggist nú færa
sig inn á unglingamarkaðinn
með nýrri röð sagna um 13 ára
ungling sem „veit meira um lög
en flestir lögfræðingar“ og
dregst inn í morðrannsókn.
Grisham hefur gert samning
um fyrstu tvær bækurnar um
söguhetjuna Theodore Boone.
Útgefandi Grishams er spenntur
fyrir verkefninu og hrósar
væntanlegum bókum í hástert.
„Theodore Boone er dæmi-
gerður Grisham-karakter: í
sögunum eru frábær átök sem
byggjast á lagaklækjum, hetjan
er elskuleg og fær lesendur til að
brosa, og lesandinn er dreginn
áfram,“ segir ritsjórinn.
Margir höfundar keppast við
að komast inn í eyðuna sem hef-
ur myndast á markaðinum eftir
að JK Rowling lauk við að skrifa
hinar ofurvinsælu Harry Potter-
bækur. Talið er að Grisham taki
stefnuna þangað. Hins vegar
hafa margir höfundar sem alla
jafna skrifa fyrir fullorðna
spreytt sig á skrifum fyrir börn
og unglinga; nýlegt íslenskt
dæmi er Hallgrímur Helgason
sem sendi frá sér barnabók á
dögunum. Spennuhöfundurinn
James Patterson sinnir hvoru
tveggja jöfnum höndum, rétt
eins og t.d. Gerður Kristný.
Nær John Grisham tangarhaldi á unnendum Harry Potters?
Grisham skrifar
fyrir unglinga
Teiknimyndahefti þar sem of-
urhetjan Batman birtist í fyrsta
sinn var selt fyrir eina milljón og
75 þúsund dali á uppboði í Dall-
as nú fyrir helgina. Var þar sleg-
ið fyrra met fyrir verð greitt
fyrir teiknimyndablað, en það
var sett fyrr í vikunni þegar blað
með sögu um Súperman var
slegið hæstbjóðanda á eina
milljón dala, eða um 128 millj-
ónir króna.
Hvorki er gefið upp hver seldi
né hver keypti. Seljandinn
keypti ritið á sjöunda áratugn-
um fyrir 100 dali.
Heftið var það 27. í röð sem
nefndist Detective Comic og
kom út árið 1939. „Verðið sló út
allar okkar væntingar,“ hefur
BBC eftir talsmanni uppboðs-
hússins Heritage. „Við getum
svo sannarlega sagt að Batman
hafi lagt Súperman, að minnsta
kosti í bili.“
Sérfræðingar í teiknimynda-
útgáfu telja að þessi hefti, þar
sem hinar ástkæru hetjur eru
fyrst kynntar til sögunnar, séu
þau verðmætustu sem til eru.
Batman lagði
Súperman
Teiknimyndaheftið sem var selt
fyrir rúmar 128 milljónir króna.
Franska þjóðbókasafnið greiddi
á dögunum rúmlega níu millj-
ónir dala, ríflega milljarð króna,
fyrir handrit frægasta elskhuga
allra tíma, Ciacomo Casanova.
Þessi handrit Casanova eru
alls um 3.700 síður. Í bunk-
anum er meðal annars hin
fræga sjálfsævisaga hans, L’Hi-
storie de Ma Vie - Saga lífs
míns. Talið var að handrit ævi-
sögunnar og pappírarnir allir,
hefðu glatast í Þýskalandi í síð-
ari heimsstyrjöldinni en skjölin
fundust síðan í kössum sem
hafði verið komið fyrir í örygg-
ishólfi banka í Leipzig skömmu
fyrir loftárásir Bandamanna ár-
ið 1945.
Það voru erfingjar þýsks út-
gefanda sem seldu franska safn-
inu handritin fyrir þessa vænu
upphæð en forstöðumaður þess
sagði við fréttamann Reuters að
pappírarnir væru í góðu ásig-
komulagi. Gert er ráð fyrir að
sýna skjölin almenningi á næsta
ári.
Casanova hóf að skrá ást-
arævintýri sín árið 1789 og hélt
skráningunni áfram til dán-
ardags árið 1798.
Handrit Casanova á safn