SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 21
28. febrúar 2010 21
Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK)
hefur starfað í mjög nánum tengslum við
norska kristniboðssambandið, NLM, en það
er stærsta lútherska kristniboðsfélag í
heimi. „Það hefur auðveldað starf íslenskra
kristniboða og veitt þeim mikið öryggi,“ segir
á heimasíðu SÍK á vefnum.
Skömmu eftir að Norðmenn ákváðu að
hefja starf í Eþíópíu á sínum tíma tókst sam-
komulag á milli forráðamanna SÍK og NLM
um að SÍK mannaði og kostaði starf á einni
kristniboðsstöð í Suður-Eþíópíu. Felix Ólafs-
son og Kristín Guðleifsdóttir, kona hans,
fóru þangað árið 1953 fyrst Íslendinga til að
hefja starf á meðal Konsóþjóðflokksins.
Á heimasíðu SÍK kemur fram að þau hjón
komu fljótlega á fót grunnskóla. Síðar var
heilsugæslustöð opnuð og Ingunn Gísladótt-
ir hjúkrunarfræðingur veitti henni forstöðu til
margra ára.
Kristniboðarnir hafa unnið við læknis- og
hjúkrunarstörf, fjármála- og stjórnunarstörf,
neyðar- og þróunarhjálp, kennslu og boð-
unarstörf í Ómó Rate, Voito, Gídole, Arba
Minch, Sollamó, Robe, Negellí, Waddera og
Addis Abeba. „Ávöxtur starfs SÍK í Konsó er
kirkja sem í eru 86 söfnuðir með um 28.000
manns en allur þjóðflokkurinn er talinn vera
um 180.000 manns. Það er því augljóst að
kirkjan hefur mikil áhrif á samfélag Konsó-
manna og ýmsir lífsfjandsamlegir siðir hafa
verið af lagðir eða eru á undanhaldi. Starfinu
hefur vaxið svo fiskur um hrygg að heima-
menn geta alfarið séð um það.“
Lútherska kirkjan í Eþíópíu, sem heitir
Mekane Yesus (staðurinn þar sem Jesús
býr), var stofnuð árið 1959. Þá voru með-
limir hennar um 20.000. Árið 2007 voru þeir
orðnir 4,5 miljónir talsins. Engin lúthersk
kirkja í heiminum vex jafnhratt.
Starf í Eþíópíu
frá árinu 1953
Krakkarnir í Voito hafa gaman af fótbolta og reyna fyrir sér í þeirri fögru íþrótt nær daglega.
Tsemay-þjóðflokknum sem byggir Voito-
dal og fjöllin þar í kring, alls um 25.000
manns.
Afrísk trúarbrögð eru afar frábrugðin
þeim sem flestir Vesturlandabúar telja
hefðbundin. „Hér snýst allt um að friða
anda forfeðranna; sá andi ræður öllu og
talar til fólksins í gegnum töfralækna og
aðra sem ákveða hvernig þarf að taka á
ýmsum málum. Út frá þessu hafa orðið til
siðir sem sumir eru skelfilegir.“
Kristján segir fólk af Tsemay-
þjóðflokknum yndislegt eins og flesta aðra
Eþíópía. „Fólk brosir mikið og er
skemmtilegt.“ En einn þeirra siða sem
hann nefnir er sá að ef barn fær fyrstu
tönn í efri góm þá þarf að drepa það. „Ef
fyrsta tönn kemur í efri góm er það tákn
þess að bölvun hvílir á barninu.“
Íslendingarnir hafa ekki beinlínis upp-
lifað þetta. „Á síðari árum ber minna á
því; fyrir það fyrsta er mjög ströng löggjöf
Afríka
EÞÍÓPÍA
Addis Ababa
Voito
Fjöldi íbúa: 86milljónir.
Stærð: 1,13 milljónir ferkílómetra,
um það bil 10 sinnum stærra en Ísland.
Höfuðborg: Addis Ababa
Ríkistungumál: Amaríska.
Fjöldi annarra mála notaður.
Lífslíkur: Konur 56 ár, karlar 54 ár.
Trúarbrögð: Tæpt 61% þjóðarinnar
er kristið, múslímar eru tæp 33% og
um 5% aðhyllast hefðbundin afrísk
trúarbrögð.
Þjóðernishópar: Oromo fólk er lang-
fjölmennast, um 34% landsmanna, Amharar
tæp 27%. Nokkur þjóðarbrot eru frá 2-6% lands-
manna en um 80 önnur mun minni.
Eþíópía er eina land Afríku sem aldrei hefur verið nýlenda en það hefur ekki komið í veg fyrir átök.
Landið er eitt hið fátækasta og vanþróaðasta í heimi þrátt fyrir að þar sé að finna miklar auðlindir en
viðkvæmt stjórnmálaástand hefur komið í veg fyrir uppbyggingu. Landsmenn byggja afkomu sína að
langmestu leyti á landbúnaði og þar sem úrkomumagn er mjög mismunandi á milli ára hefur upp-
skerubrestur oft valdið miklum búsifjum. Eþíópía er næstþéttbýlasta land Afríku, það 10. stærsta og 15.
fjölmennasta þjóð veraldar.
Jóel og Margrét Helga stunda nám heima undir leiðsögn móður sinnar, Helgu Vilborgar.
Íbúar í litlu þorpi í Voito fylgjast með biblíumynd á skjá sem Kristján stillti upp ́í jeppanum.
„Fólk brosir mikið og er skemmtilegt,“ segir Kristján Þór um Tsemay-þjóðflokkinn.