SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 51
28. febrúar 2010 51
Skyldu ritstjórarnir eiga sér eftirlætiskirkjur af þessum
rúma 200 sem fjallað er um í verkinu?
Jón brosir og segist meiri leikmaður hvað þetta varðar
en nefnir tvær sem tengjast uppvexti hans í Húnavatns-
sýslum og hafa því tilfinningalegt gildi fyrir hann, kirkj-
una á Þingeyrum og þá gömlu á Blönduósi neðan undir
Sýslumannsbrekkunni. „Þegar ég kom inn í þetta verk-
efni þekkti ég í raun ekki mikið til kirknanna og listgrip-
anna í þeim, en hef fengið sívaxandi áhuga á viðfangsefn-
inu. Segja má að kirkjurnar sjálfar og gripirnir sem þær
varðveita myndi samanlagt ómetanlegt lista- og menn-
ingarminjasafn íslensku þjóðarinnar, “ segir Jón.
„Ég get ekki neitað því að Hóladómkirkja er mér afar
kær,“ segir Þorsteinn. „Hún er elst íslenskra kirkna, frá
1757, í henni eru margir dýrgripir og hún er teiknuð af
einum fremsta arkitekt Dana. Staðurinn og kirkjan búa
yfir mikilli helgi.“ Hann hugsar sig um og bætir við:
„Dómkirkjan í Reykjavík er mér líka afar kær. Ég mun
fjalla um hana í bindinu um kirkjur í Reykjavík. Ég get líka
nefnt Auðkúlukirkju og Knappsstaðakirkju, sem er elsta
timburkirkja á landinu. Ég hef taugar til hennar, og til
Kálfatjarnarkirkju sem er meistaraverk Guðmundar Jak-
obssonar. En það er erfitt að velja eina; þessar kirkjur eru
allar svo merkilegar.“
Altaristaflan í Hjarðarholtskirkju er óvenjuleg.
Guðrún Ólafsdóttir gaf hana kirkjunni árið 1764.
Ritstjórarnir Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason. Á Íslandskortinu er merkt með bláu og grænu við þær kirkjur sem þegar hefur verið fjallað um, umfjöllun um hinar er væntanleg.
Uppdráttur af Akrakirkju á Mýrum sem byggð var 1899-
1900. Mæld og teiknuð af Pétri H. Ármannssyni.
Reykholtskirkja. Göngin að Snorralaug í forgrunni. Síðustu
bindi Kirkja Íslands fjalla um Borgarfjarðarprófastsdæmi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson