SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 51
28. febrúar 2010 51 Skyldu ritstjórarnir eiga sér eftirlætiskirkjur af þessum rúma 200 sem fjallað er um í verkinu? Jón brosir og segist meiri leikmaður hvað þetta varðar en nefnir tvær sem tengjast uppvexti hans í Húnavatns- sýslum og hafa því tilfinningalegt gildi fyrir hann, kirkj- una á Þingeyrum og þá gömlu á Blönduósi neðan undir Sýslumannsbrekkunni. „Þegar ég kom inn í þetta verk- efni þekkti ég í raun ekki mikið til kirknanna og listgrip- anna í þeim, en hef fengið sívaxandi áhuga á viðfangsefn- inu. Segja má að kirkjurnar sjálfar og gripirnir sem þær varðveita myndi samanlagt ómetanlegt lista- og menn- ingarminjasafn íslensku þjóðarinnar, “ segir Jón. „Ég get ekki neitað því að Hóladómkirkja er mér afar kær,“ segir Þorsteinn. „Hún er elst íslenskra kirkna, frá 1757, í henni eru margir dýrgripir og hún er teiknuð af einum fremsta arkitekt Dana. Staðurinn og kirkjan búa yfir mikilli helgi.“ Hann hugsar sig um og bætir við: „Dómkirkjan í Reykjavík er mér líka afar kær. Ég mun fjalla um hana í bindinu um kirkjur í Reykjavík. Ég get líka nefnt Auðkúlukirkju og Knappsstaðakirkju, sem er elsta timburkirkja á landinu. Ég hef taugar til hennar, og til Kálfatjarnarkirkju sem er meistaraverk Guðmundar Jak- obssonar. En það er erfitt að velja eina; þessar kirkjur eru allar svo merkilegar.“ Altaristaflan í Hjarðarholtskirkju er óvenjuleg. Guðrún Ólafsdóttir gaf hana kirkjunni árið 1764. Ritstjórarnir Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason. Á Íslandskortinu er merkt með bláu og grænu við þær kirkjur sem þegar hefur verið fjallað um, umfjöllun um hinar er væntanleg. Uppdráttur af Akrakirkju á Mýrum sem byggð var 1899- 1900. Mæld og teiknuð af Pétri H. Ármannssyni. Reykholtskirkja. Göngin að Snorralaug í forgrunni. Síðustu bindi Kirkja Íslands fjalla um Borgarfjarðarprófastsdæmi. Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.