SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 28.02.2010, Blaðsíða 22
22 28. febrúar 2010 Heimamaður tálgar sér stól með öxi. Á þessum slóðum búa menn sér til það sem vantar. Kona í Voito mylur korn við frumstæðar aðstæður heima í kofa fjölskyldunnar. í landinu og allt svona stranglega bannað þannig að fólk flíkar því ekki. Þróunin hefur líka orðið sú að ef fólk þarf að losa sig við börnin reynir það að gefa þau; mörg hafa til dæmis verið skilin eftir hjá fólki í kirkjunni.“ Fyrstu íslensku kristniboðarnir í Voito voru hjónin Guðlaugur Gunnarsson, föð- urbróðir Helgu, og Valgerður Arndís Gísladóttir, sem hófu þar störf fyrir tveimur áratugum. „Þau bjuggu í strákofa í þrjú ár á meðal fólksins og lærðu tungu- mál Tsemaya. Við erum hér bara í tvö ár og höfum ekki lagt í að læra tungumálið. En allt gengur vel. Okkur var mjög vel tekið strax, hér eru auðvitað margir sem taka þá afstöðu að vilja ekki neitt hafa með þetta að gera og skipta sér ekki af okkur. En við fengum upplýsingar frá þeim sem hafa verið hér og vorum ágæt- lega undir dvölina búin. En eitt er að fræðast með þeim hætti, annað að prakt- ísera hlutina. Þetta er mjög krefjandi staður að búa á.“ Kristniboðinn segir Tsemaya vana yf- irgangi annarra þjóðflokka í gegnum tíð- ina en kristniboðar hafi komið vel fram við heimamenn alla tíð og séu mjög vel- komnir. „Þeim var vel tekið strax frá byrjun. Ein ástæðan er sú að þeir komu ekki bara með fagnaðarerindið heldur menntun og heilbrigðisþjónustu, sem var ekki síður mikilvæg. Fólkið sá strax kosti þess að einhver lét sér annt um vellíðan þess. Fljótlega eftir þetta var settur á lagg- irnar skóli sem fólk fékk að sækja.“ Kristján er kallaður ráðgjafi, „sem þýðir það að ég veit ekki hvernig dagurinn byrj- ar eða hvenær!“ segir hann, beðinn um að lýsa starfi sínu. Auk þess að sinna kristni- boðinu beint sér hann um að aka sjúkling- um til og frá heilsugæslustöðinni sem er á lóðinni við húsið þar sem þau búa, sinna 10 smáskólum sem kirkjan starfrækir í dalnum og aðstoða heimamenn að mörgu leyti við ýmis verkefni. „Kristniboð snýst um að sinna líkama, sál og anda. Heilsu- gæsla og menntun fylgir kristniboðinu.“ Tveir hjúkrunarfræðingar starfa á heilsugæslustöðinni og Kristján segir það hafa verið stóra stund þegar fyrsti Tsema- yinn hóf störf sem slíkur. „Það var stór- kostlegur vitnisburður. Hann er sonur fyrsta kristna mannsins í Voito, fólk sá þarna beint hve menntunin skiptir miklu máli og fylltist stolti.“ Hann segir það vissulega líka hafa skipt Íslendingana miklu máli þegar fyrsta heimamanninum hlotnaðist þessi upphefð. Helga hefur líka nóg að gera. „Við erum með fjögur lítil börn, tvö á skólaaldri og Helga sér um að kenna þeim og reka heimilið. Hún sér að auki um kórastarf fyrir börnin í kirkjunni og kemur að sunnudagaskólanum og fleiru.“ Líf Tsemaya snýst aðallega um að rækta korn. „Frá því við komum hefur verið mjög erfitt ástand í Voito, miklir þurrkar og menn hafa því fengið litla uppskeru. Eitt af því sem er mest krefjandi fyrir okkur er að hafa sjálf nóg en horfa á aðra líða skort. Hér hefur enginn dáið úr hungri en börnin eru illa nærð. Það er erf- itt að lýsa ástandinu en maður sér að þeir sem eru duglegir og framtakssamir geta bjargað sér, því margar matarholur eru þarna sem annar staðar.“ Á síðasta ári vann hann að áveituverk- efni ásamt heimamönnum; keyptar voru nokkrar dælur og vatni úr ánni sem alla jafna rennur um miðjan dalinn var dælt inn á akrana. „Það gaf nokkuð góða raun og það er greinilega betra að menn þurfi að vinna fyrir mat sínum en að þiggja ein- göngu matvælaaðstoðina.“ Um það segir hann mörg dæmi. „Hér eru margir sem liggja í drykkju og aumingjaskap allan daginn og börn þeirra líða alveg hræðilega fyrir það.“ Frá því íslenska fjölskyldan kom til Voito hafa aðrir útlendingar ekki verið á svæðinu þar til í janúar að norsk kona fluttist þangað en Íslendingar hafa frá upphafi átt náið samstarf við Norska Helga Vilborg er söng- og tónmenntakennari. Hún kenndi við tónlistardeild háskóla kirkjunnar í höfuðborginni, Addis Abbeba. Börnin í Voito hafa gaman af því að syngja undir stjórn Helgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.