SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 23
7. mars 2010 23 riðanna. En allar listgreinar eiga að hafa aðgang að hverri hátíð enda þótt það sé í misjöfnum hlutföllum.“ Blönduð hátíð með ljósmyndir í forgrunni Listahátíð hefur stundum verið með þema eða sett ákveðnar listgreinar í forgrunn en að þessu sinni verður hátíðin blönduð, þó með áherslu á ljósmyndun í sýningar- sölum og úti á götu. Sýnd verða verk ljós- myndara og einnig myndlistarmanna sem nota ljósmyndina sem miðil. „Við sjáum fjölbreytilega notkun ljósmynda og ólíka afstöðu til miðilsins, fagurfræðilegar og pólitískar myndir frá ólíkum tímum, hversdagslegar og ljóðrænar,“ upplýsir Hrefna. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að koma Cindy Sherman, eins fremsta ljós- myndara heims, sæti mestum tíðindum en verk hennar verða sýnd í Listasafni Ís- lands. Einnig verða á hátíðinni ljós- myndaverk eftir David Byrne, sem margir þekkja betur sem tónlistarmann, meðal annars úr nýbylgjusveitinni Talking Heads. Búist er við þeim báðum til lands- ins. Tónlist verður einnig gert hátt undir höfði á Listahátíð í Reykjavík 2010, allt frá háklassík, heimstónlist, djassi og yfir í framsækna tilraunatónlist. Ýmsir góðir gestir stinga við stafni, eins og norski pí- anóleikarinn Leif Ove Andsnes, svo sem greint var frá í Morgunblaðinu á dög- unum. Sviðslistir verða líka áberandi, til að mynda verða tvö ný dansverk frumflutt. Annað eftir Gísla Örn Garðarsson, leikara og leikstjóra, við Fordlandia eftir Jóhann Jóhannsson sem leikin verður af Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Dansarar eru úr Ís- lenska dansflokknum. Verkið verður sýnt í Útgerðinni, nýju rými Hugmyndahúss úti á Granda og er samstarfsverkefni þess- ara þriggja stofnana; Listahátíðar, SÍ og ÍD. Af leiksýningum nefnir Hrefna marg- verðlaunaða uppfærslu Litháans Osk- arasar Korsunovas á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í samvinnu við Borgarleik- húsið. „Það er eitt af hlutverkum Listahá- tíðar að skilja eftir þekkingu, nýjar að- ferðir og strauma og koma manns á borð við Oskaras Korsunovas uppfyllir það skilyrði svo sannarlega. Samstarf af þessu tagi er mjög mikilvægt. Íslendingar eru heimsborgarar,“ segir Hrefna. Minna fé milli handa Listahátíð í Reykjavík hlýtur að hafa minna fé til ráðstöfunar en fyrir tveimur til þremur árum. „Það er alveg rétt. Það er ekkert leynd- armál að við höfum úr minna fjármagni að spila en áður,“ svarar Hrefna. Velta hátíðarinnar jókst hratt á árunum eftir 2000 eftir að einkafyrirtæki komu til samstarfs við hana í auknum mæli og gengi krónunnar var okkur hagstætt. „Þetta framlag náði hámarki á árunum 2004-08,“ segir Hrefna, „en þessi tekju- liður hefur að mestu þurrkast út í dag. Framlag einkaaðila er um tíundi hluti þess sem það var þegar það var mest. Þetta er mikil breyting og hefur knúið okkur til að hugsa allt okkar starf upp á nýtt.“ Hún segir Listahátíð hafa leitað annarra leiða með góðum árangri til að vinna áfram með einkageiranum en krónurnar verði aldrei eins margar í kassanum, að minnsta kosti ekki næstu árin. Hryggjarstykkið í rekstri Listahátíðar eru annars vegar fjárframlög frá ríki og borg – sem munu dragast saman um 6% á næsta ári – og hins vegar miðasala. Hrefna segir miðasölu þurfa að standa undir 30- 40% af útlögðum kostnaði og það hafi gengið vel í fyrra, en þá var fyrsta hátíðin eftir bankahrunið haldin. „Við tókum þá ákvörðun í fyrra að stilla miðaverði í hóf og sú ákvörðun féll í góðan jarðveg, mið- arnir seldust hratt og örugglega. Miðaverð verður áfram hóflegt og sanngjarnt í ár og við munum halda okkur við það eins lengi og við getum.“ Lítil yfirbygging Listahátíð þarf að sníða sér stakk eftir vexti og ein birtingarmynd þess getur verið sú að aðeins eru haldnir einir tón- leikar með tilteknum listamanni eða -mönnum þegar hugsanlega hefðu verið haldnir tvennir árið 2007. „Við höfum líka dregið úr ýmsum öðrum kostnaði, eins og hönnun og kynningu, auk þess sem starfshlutfall hefur verið minnkað á skrif- stofunni,“ segir Hrefna en áréttar að ekki sé af miklu að taka í því tilliti enda hafi yf- irbygging stofnunarinnar alltaf verið í lágmarki. „Hér hafa aldrei margir unnið. Á móti kemur að Listahátíð hefur verið mjög heppin með starfsfólk gegnum tíð- ina.“ Hrefna hóf störf hjá Listahátíð sem framkvæmdastjóri árið 2001 en tók við starfi listræns stjórnanda haustið 2008. „Ég tók við 1. október 2008 og nokkrum dögum síðar hrundi efnahagskerfi þjóð- arinar. Ég reyndi að taka því ekki per- sónulega,“ segir hún hlæjandi. Hrefna segir það hafa verið sér- kennilega tilfinningu að standa skyndi- lega uppi í nýju samfélagi. „Úrtöluradd- irnar fóru fljótt að heyrast og við þurftum að telja í okkur kjark. Við ákváðum hins vegar að snúa bökum saman og hér hafa allir unnið sem einn maður.“ Ein af hugmyndunum sem kastað hefur verið fram er að fara aftur í gamla farið og halda Listahátíð annað hvert ár. „Á Listahátíð hefur safnast saman mikil þekking og kunnátta og það væri synd að nýta hana ekki á hverju ári. Auk þess sem þyngstu rökin núna liggja kannski í þeirri fjárhagslegu staðreynd að það er hag- kvæmara að halda árlega hátíð en hátíð annað hvert ár, sem var nú ein af ástæðum þess að farið var út í árlega hátíð á sínum tíma. Það liggja mikil verðmæti í samfell- unni,“ segir Hrefna. Væri nær að fjölga verkefnum Hún bendir á, að starfsmönnum Listahá- tíðar hafi ekki fjölgað þegar farið var að halda hátíðina árlega um miðjan fyrsta áratuginn. Lítil hagræðing fengist því fram með þeim hætti. „Að mínu viti er það betri nýting á fjármagni að halda há- tíðina á hverju ári, fyrir utan hvað það er miklu betri þjónusta við alla.“ Hrefna leggur frekar til að Listahátíð taki að sér aukin verkefni, svo nýta megi innviðina ennþá betur til nýsköpunar og framkvæmda. „Tónleikahald á vegum einkaaðila er til að mynda lítið sem ekkert í dag. Það eykur skyldur og vægi Listahá- tíðar.“ Tónlistarhúsið Harpa verður tekið í notkun á næsta ári og Hrefna segir það aldeilis eiga eftir að verða vettvang fyrir Listahátíð í framtíðinni. „Við erum þegar farin að bóka húsið fyrir hátíðirnar 2011 og 2012. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Dregið hefur úr utanlandsferðum Ís- lendinga og Hrefna segir fyrir vikið ennþá mikilvægara að bjóða upp á áhugaverða listviðburði hér heima. „Listahátíð hefur unnið markvisst að því að ná til lands- byggðarinnar og í því skyni erum við núna að ganga til samstarfs við Flugfélag Íslands um borgarferðir til Reykjavíkur á Listahátíð í vor. Með þessu teljum við okkur koma ennþá betur til móts við list- unnendur úti á landi. Þetta samstarf verð- ur kynnt betur bráðlega.“ Undanfarin ár hefur Listahátíð teygt anga sína út á land og verður því fram haldið nú. Sýningar verða á Akureyri og Seyðisfirði, auk þess sem tónleikar verða einnig haldnir á landsbyggðinni, meðal annars stórtónleikar Benna Hemm Hemm, Alasdair Roberts og blásarasveitar Reykjavíkur á Akureyri í samstarfi við tónlistarhátíðina AIM. Bjóða erlendum blaðamönnum Eins og menn vita hefur Ísland oft fengið betri kynningu í úlöndum en undanfarna mánuði. Hrefna segir mikilvægt að grípa tækifærið og sýna heiminum hinar já- kvæðu hliðar landsins, svo sem þær birt- ast fólki á Listahátíð. „Ekki veitir af að undirstrika að íslenska þjóðin er ekki af baki dottin,“ segir hún. Í þessum tilgangi verður boðið hingað hópi erlendra blaðamanna í samstarfi við Höfuðborgarstofu, Ferðamálastofu, Út- flutningsráð og utanríkisráðuneytið og dagskrá klæðskerasniðin utan um þarfir hvers og eins. Fjörutíu fjörleg ár eru að baki og Hrefna Haraldsdóttir er ekki í vafa um að Listahá- tíð í Reykjavík eigi bjarta framtíð fyrir höndum. „Ég er sannfærð um að hátíðin, eins og þjóðin, á eftir að standa þessa efnahagsdýfu af sér. Þá tilfinningu byggi ég á því að íslenskt listalíf er ótrúlega öfl- ugt. Það er mikil gróska í öllum greinum og það er einmitt farvegurinn sem er for- senda þess að hátíðin dafni. Það styrkir mig svo enn frekar í trúnni að Íslendingar líta upp til hópa á menningu og listir sem sjálfsagðan hluta af sínu daglega lífi. Að- sókn og eftirspurn eftir listviðburðum staðfesta það. Það er kannski klisja að tala um gildi menningar og lista í kreppu en það er eigi að síður staðreynd, enda verð- ur það ekki af þjóðinni tekið hversu fram- arlega við stöndum á því sviði. Það er gríðarlega mikilvægt hvoru tveggja fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar, nú þegar sótt er að okkur úr öllum áttum og ímynd okkar gagnvart erlendum þjóðum, sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Án menning- ar og lista væri líf okkar mun snauðara.“ Hrefna Haraldsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Á Listahátíð hefur safnast saman mikil þekking og kunnátta og það væri synd að nýta hana ekki á hverju ári. Auk þess sem þyngstu rökin núna liggja kannski í þeirri fjár- hagslegu staðreynd að það er hagkvæmara að halda árlega hátíð en hátíð annað hvert ár, sem var nú ein af ástæðum þess að farið var út í ár- lega hátíð á sínum tíma. Það liggja mikil verð- mæti í samfellunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.