SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 51
7. mars 2010 51
listamaður eða listhópur geti verið fulltrúi landsins
hverju sinni, því allt listalífið græðir á góðri kynningu
og framsetningu í Feneyjum.“
Verkefni KÍM eru fleiri en tvíæringurinn.
„Við settum til að mynda upp styrkjaprógramm sem
nýttist mörgum listamönnum. Bæði var fé útdeilt til
verkefna og unnið með fyrirtækjum, eins og flug-
félögum, og stofnunum, heima og erlendis. Þannig var
til dæmis stutt við sýningu Katrínar Sigurðardóttur í
PS1 í New York.
Þegar ég kom fyrst til Íslands spann ég eiginlega upp
það sem kallað var „innrás til Berlínar“ en það var
þátttaka í listkaupstefnum þar í borg sem eitthvað um
40 íslenskir listamenn tóku þátt í. Það var þó nokkuð
mikil framkvæmd. Kling&Bang, sem höfðu talsverð
tengsl í Þýskalandi, og fleiri komu að því máli.
Stærsta verkefnið sem ég var að vinna að var þó því
miður sett í salt við hrunið. Ég vann að því að alþjóð-
lega listahátíðin Manifesta færi fram á Íslandi. Það hefði
verið gríðarlega framkvæmd, enda eyddum við mikilli
orku í undirbúninginn … því miður gekk það ekki upp.
En kannski má endurvekja þessa hugmynd í framtíð-
inni þegar ástandið batnar. Það hefði skipt miklu máli
fyrir Ísland og íslenska myndlist að fá Manifesta. Allar
liststofnanir og þeir listamenn sem eru aktífir hefðu
meira og minna komið að málum, og það hefði örvað
faglega og fræðilega umræðu.“
Sérstaðan er ekki náttúran
Eins og svo víða neyddi efnahagshrunið framkvæmda-
stjóra KÍM því til að breyta um stefnu.
„Við vorum þá á kafi í undirbúningi fyrir þátttöku
Ragnars í Feneyjum og henni var stefnt í voða. Við
vorum líka á kafi í bókinni Icelandic Art Today, sem
virkt þýsk bókaforlag gaf út með umfjöllum um 50 ís-
lenska myndlistarmenn sem eru fæddir eftir 1950. Eftir
fyrsta áfallið í kjölfar hrunsins hafði ég auðvitað
áhyggjur af því hvar ég myndi sjálfur lenda,“ segir
Christian og hlær. „Og auðvitað var svekkjandi að sjá
stærsta verkefnið, Manifesta á Íslandi, vera lagt til
hliðar. Við eyddum hins vegar miklum tíma og orku í
þátttökuna í Feneyjatvíæringnum og í bókina og ég er
stoltur af því að hvort tveggja gekk upp. Það var sér-
staklega erfitt að ýta bókinni áfram. En ég er stoltur af
því að það er ekki ein einasta króna af íslensku skattfé í
henni. Stærsti hlutinn var greiddur af erlendum stuðn-
ingsaðilum og annað af íslenskum einkaaðilum. Menn
sáu aumur á okkur … Bókin var kynnt á Feneyjatvíær-
ingnum og síðan á listkaupstefnunni í Basel, það var
skilyrði fyrir fjármögnun.
Þetta er fyrsta bókin af þessu tagi um íslenska
myndlist. Við vildum opna okkur leið inn á hinn al-
þjóðlega markað með listaverkabækur og það tókst.
Bók sem þessi staðfestir að um áhugaverða atvinnu-
listamenn er að ræða.“
Nú hefur Christian Schoen hrærst í íslenskri mynd-
list í fimm ár og áhugavert að heyra hvort hún sé sér-
stæð að einhverju leyti, að hans mati.
„Það er eitthvað sérstakt við íslenska myndlist – en
það er ekki náttúran. Það hefur frekar eitthvað að gera
með aðstæðurnar í sköpuninni. Smæð samfélagsins er
án efa einn þáttur, menntunin er annar. Neikvæður
þáttur á Íslandi er skortur á gagnrýni og fræðilegri
hugsun. Um leið verður stundum eitthvað jákvætt til
úr þeim skorti; það er ekkert hik á fólki. Listræn sköp-
un er til að mynda upphafnari hér í Þýskalandi, listræn
sköpun er einfaldari á Íslandi og það hefur mér þótt
aðdáunarvert.“
Að lokum veltir Christian framtíð KÍM fyrir sér og
segir að á þessum miklu breytingatímum, eftir hrunið
eigi að nota tækifærið til að hugsa alla þætti samfélags-
ins upp á nýtt. Listin og kynningin sé ekki undan-
skilin.
„Hinar skapandi stéttir á Íslandi ættu að koma sér
upp einni rödd. KÍM er ekki eina stofnunin sem glímir
við þann vanda að finnast ekki vera hlustað á það sem
hún hefur fram að færa. Þetta er tími fyrir breytingar
og eftirmaður minn, og stjórnin að baki honum, hafa
það mikilvæga hlutverk að vera virk í þessari þróun.
Þetta eru spennandi tímar. Við þurfum að vera heið-
arleg og sjálfsgagnrýnin og þannig má styrkja Kynn-
ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar enn frekar.“
„Neikvæður þáttur á Íslandi er skortur á gagnrýni og fræðilegri hugsun. Um leið verður stundum eitthvað jákvætt til úr þeim skorti; það er ekkert hik á fólki,“ segir dr. Christian Schoen.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Christian P. Schoen var fyrir fimm árum ráðinn fyrsti fram-
kvæmdastjóri KÍM, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar mynd-
listar. Hann lét af starfinu um síðustu mánaðarmót og tók þá
Dorothée Kirch við framkvæmdastjórastöðunni.
Schoen, sem er fæddur árið 1970 í Þýskalandi, er með
doktorsgráðu í heimspeki og meistaragráðu í listasögu. Áður
en hann kom til starfa á Íslandi gegndi Schoen stöðu sýning-
arstjóra á Lothringer 13 og hefur hann ennfremur verið fram-
kvæmdastjóri listasafns ljósafyrirtækisins Osram. Þá hefur
hann komið að ýmsum verkefnum þar sem hann hefur verið
sýningarstjóri, skrifað í sýningaskrár og haldið fyrirlestra um
myndlist, auk þess sem hann hefur kennt í háskólunum í
München og í St. Gallen í Sviss.
Efli tengsl við alþjóðlegt listumhverfi
Í skipulagsskrá er Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
(KÍM) sögð sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn, en að
stofnun hennar stóðu listasöfn, Myndstef, Samband ís-
lenskra myndlistarmanna og Útflutningsráð.
Markmið KÍM er að kynna íslenska myndlist erlendis og
auka þátttöku íslenskra myndlistarmanna í alþjóðlegu mynd-
listarstarfi. Það á miðstöðin meðal annars að gera með því
að eiga frumkvæði að og efna til samstarfs um sýningar á ís-
lenskri myndlist á alþjóðlegum vettvangi, bjóða blaðamönn-
um, sýningarstjórum og öðrum erlendum aðilum til Íslands í
því skyni að efla tengsl við alþjóðlegt listaumhverfi, taka þátt
í alþjóðlegu samstarfi um vinnustofur og kynningum á lista-
mönnum sem þar dvelja, taka þátt í öðru alþjóðlegu sam-
starfi sem forstöðumaður og stjórn telja að þjóni markmiði
starfseminnar og eiga frumkvæði að og taka þátt í skipu-
lagningu alþjóðlegra myndlistarviðburða á Íslandi. Þá á KÍM
að hafa forgöngu um listamannatal á vefnum, veita ráðgjöf
um kynningu á íslenskri myndlist erlendis, t.d. til utanríkis-
þjónustunnar, og starfrækja vef þar sem upplýsingum og
kynningum er komið framfæri. Netfangið er CIA.is.
Kynni íslenska myndlist og
listamenn erlendis