SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 13
7. mars 2010 13 aranum Jacques og lærisveini hans Lucasi? „Ég veit það ekki alveg, ef maður vissi hvaðan hugmynd- irnar kæmu gæti það auðveld- að manni ýmislegt. Í rauninni er þessi saga af svipuðum meiði og lokaverkefnið mitt, þar er líka eldri maður sem myndar vináttu við ungan mann, þótt þeir séu mjög ólík- ir. Svo hef ég alltaf hrifist af mönnum sem eru á yfirborð- inu hrjúfir, jafnvel ruddalegir og dónalegir, en maður sér að það er varnarhjúpur sem þeir hafa myndað, einhver skrápur og að fyrir innan leynist við- kvæm sál.“ – Hefurðu kynnst slíkum mönnum? „Nokkrum. Maður verður svo snortinn þegar maður sér glitta í kjarnann, þegar þeir viljandi eða óviljandi afhjúpa sig þá klökknar maður. Þannig að þessir karakterar hafa verið mér hugleiknir. Í The Good Heart leyfi ég mér að fara með þetta út í öfgar vegna þess að Jacques er gjörsamlega stjórn- laus og í rauninni að mörgu leyti hræðileg manneskja.“ – En þó býr hann yfir eig- inleikum sem margir væru til í að búa yfir … „Já, ég held að margir hafi einmitt þessa fantasíu að leyfa sér að missa það, sleppa sér og hella sér yfir fólk. En flestir eru með einhverja filtera á það en Jacques í The Good Heart er ekki með neina, það er allt hispurslaust. Hann er nátt- úrlega búinn að koma sér upp sínum heimi sem er mjög sér- viskulegur og lýtur hans lög- málum, hann er orðinn guð í eigin heimi og þolir ekki að taka tillit til eins né neins.“ – Nú eru þeir báðir hálf- gerðir utangarðsmenn, ein- angraðir frá samfélaginu að ákveðnu leyti, líkt og Nói alb- inói. Slíkar persónur eru þér greinilega hugleiknar. „Já, þetta er ekki meðvitað en þegar maður gerir þrjár myndir sem allar snúast um þetta hlýtur þetta að vera ein- hvers konar þema. En mér finnst alltaf best að reyna að forðast það að vera of sjálfs- meðvitaður eða að analísera sjálfan mig of mikið. Þætti vænt um aðrir myndu taka það að sér. Ég hef enga ástæðu fyrir þessu.“ Þroskaðar og barnalegar í senn – Nú segir Cox að þú sér mjög „private“ maður, hlédrægur. Eru þessar persónur sem þú hefur skapað byggðar að ein- hverju leyti á þér sjálfum? „Nei … ég held að mínar myndir séu, svo ég fari nú að analísera sjálfan mig (hlær), svolítið þroskaðar og barna- Morgunblaðið/Árni Sæberg KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ OG TAKTU ÞÁTT Á FREYJUHEIMUR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.