SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 50
50 7. mars 2010 S íðustu fimm, sex ár hafa vissulega verið nokkur annasöm,“ segir Christian Schoen sem um mánaðamótin lét af starfi framkvæmdastjóra KÍM, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar mynd- listar, eftir að hafa gegnt því síðastliðin fimm ár, fyrstur manna. Hann er fluttur aftur til Þýskalands ásamt fjöl- skyldunni og segist vera að svipast um eftir nýju starfi. „Ég nýt þess að geta núna eytt tíma með börnunum. Ég hef verkum að sinna, við að reka listadagskrá fyrirtækis í München og kenni þar að auki við háskólann í St. Gal- len í Sviss,“ segir Christian. Erindið með símtalinu suður til Þýskalands er að grennslast fyrir um reynslu hans við stjórnvölinn hjá KÍM, þar sem markmiðið er að kynna íslenska myndlist erlendis. Christian segir að hann hefði alls ekki viljað fara á mis við þessa reynslu. „Ég lærði gríðarlega margt, en maður lærir bæði af góðum og neikvæðari upplifunum. Þær neikvæðu eru hluti lífsins,“ segir hann. „Við glímdum við ákveðna erfiðleika, í upphafi, um miðbik starfstíma míns og síð- an vitaskuld undir lokin, eftir bankahrunið. En í heild- ina tel ég mig geta verið stoltan af því sem við komum til leiðar.“ Christian segir að aðstæðurnar þegar KÍM var ýtt á flot hafi í raun alls ekki verið þægilegar. Allir sem komu að málum voru samt meðvitaðir um ástæðuna, hvað stofnunin hafði lítið fé til ráðstöfunar. „Þess vegna pirraði það mig líka svo mikið eftir bankahrunið hvað sjónlistirnar á Íslandi höfðu, ólíkt mörgum öðrum þáttum þjóðlífsins, fengið lítið út úr því sem nefnt hefur verið uppgangstímar, þegar allt þetta fjármagn var í umferð. Niðurskurðurinn á því sem var lítið fyrir, ógnar því ekki bara einstökum stofnunum listalífsins heldur líka framþróun listanna í landinu, og þar með talinni menntuninni, kynningarstarfinu og mörgu öðru,“ segir hann. „Okkur hjá KÍM tókst að koma mörgum góðum hlut- um til leiðar og getum verið stolt af því, en ég er líka raunsær og segi að hefðu aðstæðurnar verið betri þegar starfsemin hófst þá hefði okkur tekist að gera fleira. Starfið snerist mikið um að finna fjármagn. Okkur tókst aðeins að hrinda hugmyndum í framkvæmd ef það tókst að finna peninga í verkin. Fyrst var því að kynna hugmyndirnar, eftir því sem þær voru sýnilegri gekk betur að finna peninga. Dæmi um það sem tókst ekki að hrinda úr vör var uppbygging dvalar- og starfs- aðstöðu fyrir atvinnufólk í heimi listanna. Það hefði verið afar áhugavert en við höfðum ekki einu sinni fé til að koma grunnvinnu af stað. Fjárskorturinn var alltaf til staðar, hann var staðreynd sem mótaði allt okkar starf. Okkur tókst þó mjög vel að finna fjármagn fyrir sýnilegustu verkefnin. Gott dæmi um það er þátttaka Íslands í tveimur síðustu tvíæringum í Feneyjum, sýn- ingar Steingríms Eyfjörð og Ragnars Kjartanssonar. Við þurftum að safna um helmingi fjárins hjá einkaað- ilum.“ KÍM á að gegna lykilhlutverki Í samtali skömmu eftir að Christian var ráðinn fram- kvæmdastjóri KÍM, sagðist hann hafa undrast að hafa orðið fyrir valinu, þar sem hann þekkti þá lítið sem ekkert til íslensks listalífs. „Ég var mjög hissa þegar mér var boðið til Íslands til viðræðna og enn meira hissa þegar ég var ráðinn. Fyrsta spurningin sem ég spurði stjórnina þegar ég var ráðinn var: Hvers vegna ég!“ Hann hlær. „Það er sér- stakt að vera skipaður eins konar menningarsendiherra þjóðar sem maður þekkir lítið. Ég tala ekki málið og er ekki sinni kvæntur Íslendingi. Mér var sagt að sú væri einmitt ástæðan fyrir ráðningunni. Það tók mig smá- tíma að ná þessari röksemdafærslu, en það er margt til í þessu. Mesta áskorunin á Íslandi, á mörgum sviðum, er smæð samfélagsins. Hún skapar ýmis vandamál – en kostirnir eru líka margir.“ Christian segir að einn af kostunum við að starfa hér og tala ekki tungumálið sé að þá hafi hann haft ákveðna fjarlægð á alla hluti. Hann hafi þannig fylgst lítið með því sem kalla mætti slúður og flokkadrætti og það hafi verið ágætt. „Hins vegar var nokkuð auðvelt að kynnast listalífinu og því sem var í gangi, að hitta listamenn og ræða við fólk. Fyrstu þrjá mánuðina á Ís- landi gerði ég varla annað en að hitta listamenn, að kynnast þörfunum og væntingunum sem voru gerðar til þessarar nýju stofnunar og þannig móta mínar hug- myndir. Á öðrum sviðum hefði verið betra að vera „innan- búðarmaður“ og þá er ég ekki síst að tala um stjórn- málin. Ég átti í mjög góðu samstarfi við utanríkisráðu- neytið en samskiptin við ráðuneyti mennta- og menningarmála voru stundum erfiðari og ég held að ástæðan kunni að vera sú að ég var ekki að fullu þátt- takandi í íslensku samfélagi. Ég vona að arftaki minn taki virkan þátt í því hvert verður hlutverk Kynningarmiðstöðvarinnar í framtíð- inni; ég vona að KÍM leiki lykilhlutverk í opinberri og pólitískri umræðu um það hvernig á að flytja íslenska menningu út, hvernig eigi í raun að takast á við allar spurningar um hinar sjónrænu listir. KÍM er fagleg stofnun og á að gegna lykilhlutverki á sínu sviði á pólitískan hátt; að minnsta kosti á að hlusta á fulltrúa hennar. Í upphafi gerðist það nær aldrei að Kynningarmið- stöðin væri höfð með í ráðum þegar verið var að móta stefnu sem þó tengdist þessu fagi, myndlistinni. Ég tel að stofnunin eigi að leika stærra hlutverk. Megintil- gangurinn með KÍM er að kynna íslenska list erlendis og það fer vel saman, að minnsta kosti að hluta, við það sem menningardeildum ráðuneyta annars vegar mennta- og menningarmála og hins vegar utanríkis- mála ber að gera. Þegar ég kom til Íslands taldi ég því víst að þar yrði gott samstarf á milli annars vegar stjórnvalda og ráðuneytanna og hins vegar fulltrúa fag- aðilanna og listamannanna í KÍM.“ – Var það ekki raunin? „Nei, þannig var þetta ekki.“ – Harmarðu það? „Ég skildi í raun aldrei af hverju við vorum ekki höfð meira með í ráðum,“ segir Christian. „Hins vegar hafði stofnunin mikið frjálsræði og því fylgja ótvíræðir kost- ir. Ég held að íslenskt listalíf hagnist á þessu frjálsræði. Annað módel kynni að vera að setja KÍM undir hatt ráðuneytisins en ég myndi alls ekki mæla með því.“ Stærsta verkefnið sett í salt Eins og Christian sagði er gjörbreytt umgjörð þátttöku á Feneyjatvíæringnum dæmi um þær áherslubreytingar á kynningu á íslenskri myndlist sem KÍM hefur staðið fyrir. Meira fé er veitt í verkefnið, listamaðurinn fær meiri stuðning og kynningin er markvissari. „Svona varð að gera þetta, að mínu mati, ef við ætl- uðum á annað borð að taka þátt í tvíæringnum. Við yrðum að vinna eins og atvinnufólk eða hætta þessu. Ef það ætti að gera þetta á grundvelli áhugamanna, eins og fyrr, væri gáfulegra að eyða peningunum í annað. Feneyjatvíæringurinn er gríðarlega mikilvægur, besta tækifærið fyrir íslenskt myndlistarlíf að koma sér á framfæri. Þetta segi ég þrátt fyrir að einungis einn Myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fjárskorturinn var alltaf til staðar Christian Schoen hefur látið af starfi framkvæmdastjóra KÍM, Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar, eftir að hafa stýrt miðstöðinni í fimm ár. Hann segist hafa lært margt á þessum tíma en aðstæðurnar þegar KÍM var ýtt á flot hafi ekki verið þægilegar. Hann telur að stofnunin hafi komið mörgu góðu til leiðar en að hún eigi að leika stærra hlutverk á hinu listpólitíska sviði. ’ Ég skildi í raun aldrei af hverju við vorum ekki höfð meira með í ráðum. Hins vegar hafði stofn- unin mikið frjálsræði og því fylgja ótvíræðir kostir. Ég held að íslenskt listalíf hagnist á þessu frjálsræði. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.