SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 22
22 7. mars 2010 Í sland er öðru vísi en önnur lönd. Sjálf erum við sumpart ef til vill hrædd við þá staðreynd, en þó þrátt fyrir allt hreykin og byggjum raunar á henni hagsmunavon. En gagnstætt því, sem við stundum viljum halda, þá er ekki víst, að Íslendingar séu öðru vísi en aðrir og í því er engin eftirsókn, nema það gefi okkur sjálfum fullnægingu og öðrum ávöxt af því, sem við afrekum. Alþjóðleg listahátíð minnir okkur á það, að þjóðern- isvitund og alþjóðasamkennd verður að haldast í hendur. [...] Reykjavík fagnar listahátíð og væntir þess, að slíkar verði haldnar reglulega í framtíðinni, verði listalífi höfuðborgar og lands lyftistöng og geri Reykjavík tengilið milli heimsálfa, landa og manna.“ Þannig komst Geir Hallgrímsson borg- arstjóri að orði við setningu fyrstu Listahátíðarinnar í Reykjavík sumarið 1970. Nú, fjórum áratugum síðar, verður ekki annað séð en Geir hafi orðið að ósk sinni. Alltént er Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, ekki í nokkrum vafa. „Mér finnst hafa tekist mjög vel til,“ segir Hrefna þegar hún horfir um öxl. „Verðmæti hátíðarinnar liggja í öllum þeim góðu listamönnum sem hafa komið á hátíðina. Það var vandað til verks í upp- hafi og lagt upp með mikinn metnað. Listahátíð í Reykjavík er löngu búin að sanna gildi sitt.“ Ashkenazy lykilmaður Tónninn var gefinn þegar á fyrstu hátíð- unum með komu listamanna á borð við Yehudi Menuhin, Jacqueline du Pré, Daniel Barenboim, André Previn og Mstislav Rostropovitsj. Þökk sé Vladimir Ashkenazy, sem bjó hér á landi á þeim tíma. „Ashkenazy var algjör lykilmaður í upphafi. Tengslanetið var minna á ár- unum í kringum 1970 en það er í dag og sambandið við umheiminn minna. Ashkenazy var hátíðinni því ákaflega dýr- mætur – og er enn. Hann er verndari há- tíðarinnar og fylgist vel með gangi mála. Ashkenazy hefur alla tíð verið velviljaður, áhugasamur og hvetjandi,“ segir Hrefna. Hún segir stóru nöfnin hafa vakið mikla athygli á hátíðinni fyrsta kastið, langt út fyrir landsteinana. Það hafi verið vatn á myllu innlendra listamanna. „Það er ekki nokkur vafi að Listahátíð í Reykjavík hef- ur hjálpað íslenskum listamönnum að koma sér á framfæri erlendis. Við erum alltaf að leiða saman listamenn og tengja fólk. Listahátíð er öðrum þræði umboðs- skrifstofa.“ Samstarf innlendra og erlendra lista- manna hefur aukist jafnt og þétt á hátíð- inni og segir Hrefna fólk koma til með að fá góða mynd af því í vor. „Hugrekki og nýsköpun eru broddurinn á hátíðinni. Landamæri eru engin fyrirstaða í listum lengur og mörkin milli listgreina mun þokukenndari en áður. Listahátíð í Reykjavík er ljúft og skylt að svara kalli tímans.“ Klassík og nýsköpun Hrefna tekur eigi að síður fram að ný- sköpun og tilraunastarf muni ekki koma niður á hinum hefðbundnari listum. „Listahátíð hefur alltaf gert klassíkinni hátt undir höfði og svo verður að sjálf- sögðu áfram, ekki síst á sviði tónlistar. Það getur verið svolítið snúið verkefni að láta nýsköpun og klassík njóta sín saman en um leið ákaflega skemmtilegt.“ Hrefna segir úrtöluraddir löngu þagn- aðar, enda hafi Listahátíð margsannað fjölhæfni sína. Allir eigi að finna þar eitt- hvað við sitt hæfi. „Það er ekki hægt að halda því fram með neinum rökum að Listahátíð sé snobbhátíð, eins og sumir virðast hafa óttast á fyrstu árunum. Jafn- vægið hefur alla tíð verið gott, milli svo- kallaðrar hámenningar og dægurmenn- ingar, milli listgreina, innlendra og erlendra listamanna.“ Hrefna segir það í raun mjög sjaldgæft að hátíð af þessu tagi hafi allar listgreinar undir. Mun algengara sé að þær sérhæfi sig, einkum í smærri löndum. „Ég tel að þessi sérstaða endurspegli íslenskt sam- félag. Íslendingar eru víðsýnir að eðlisfari og í fámennu samfélagi er þetta rökrétt. Ekki svo að skilja að við séum með kvóta fyrir ákveðnar greinar, þvert á móti snýst dagskráin alltaf á endanum um gæði at- Verðmætin felast í listafólkinu Listahátíð í Reykjavík er fertug um þessar mundir. Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórn- andi hátíðarinnar, lítur stolt um öxl á þessum tímamótum og segir sóknarfærin ótvíræð, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Íslendingar líta upp til hópa á menningu og listir sem sjálfsagðan hluta af sínu daglega lífi,“ segir David Byrne og Cindy Sherman koma bæði á Listahátíð í Reykjavík í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.